„Ekki króna lögð í aðstoð við tekjulægsta og eignaminnsta hóp þjóðarinnar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2014 22:11 Gylfi Arnbjörnsson Vísir/GVA Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur tjáð sig um þær aðgerðir sem Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. Gylfi birtir færslu á Fésbókarsíðu sinni og segir hann þar að það sé ljóst hvaða hópur ríkisstjórnin telji ekki hafa þörf fyrir aðstoð. „Nú hafa frumvörpin litið dagsins ljós og þá geta þeir sem ríkisstjórnin telur í mestri þörf fyrir aðstoð og leiðréttingu farið að reikna sinn skerf. Jafnframt er það orðið ljóst hverjir ríkisstjórnin telur ekki hafa þörf fyrir aðstoð,“ segir í færslu Gylfa. Hann vitnar því næst í 3. grein laganna: ,,Leiðrétting tekur ekki til lögaðila, þrátt fyrir að til láns hafi verið stofnað með beinum eða óbeinum hætti í þágu einstaklinga, þ.m.t. samkvæmt lögum nr. 66/2003, um húsnæðissamvinnufélög.'' Gylfi segir að undir þetta ákvæði falla t.d. öll lán sem Íbúðalánasjóður veiti til byggingu og reksturs félagslegs íbúðahúsnæðis fyrir tekjulægri fjölskyldur, eldri borgara og námsmenn. „Skilyrði fyrir slíku láni (sem öll voru verðtryggð) er að leigjendur hjá þessum aðilum séu mjög tekjulágir, en leiga þessara aðila er verðtryggð á móti verðtryggða láninu. Ég bara hreinlega skil ekki hvernig ríkisstjórnin getur leyft sér að leggja fram 150 milljarða króna aðgerð (að eigin sögn) þar sem ekki króna er lögð í aðstoð við tekjulægsta og eignaminnsta hóp þjóðarinnar.“ Gylfi segir að ríkisstjórnin hafi ekki manndóm til að minnsta kosti reyna að útskýra þetta í greinargerðinni. „Þar er látið nægja að segja að aðgerðin nái bara til einstaklinga ekki lögaðila. Nú þarf húsnæðismálaráðherrann frá Framsókn að útskýra fyrir okkur hvers vegna hún telur að húsnæðissamvinnufélög sé einhvern lausnarorð í nútímanum. Hvernig gat Framsóknarflokkurinn staðið að þessu svona?“ Tengdar fréttir Hámark hálf milljón á ári Miðað er við hverja fjölskyldu og fasteign. 26. mars 2014 14:40 Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. 26. mars 2014 16:41 Svona sækirðu um leiðréttingu Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. 26. mars 2014 17:11 Húsnæðisskuldir geta lækkað um allt að 20 % Leiðtogar stjórnarflokkanna segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta náð til allt að 100 þúsund heimila. Skuldarar geta byrjað að sækja um leiðréttinguna hinn 15. maí. 26. mars 2014 20:00 Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Þrjátíu þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir fá heimild til að nota séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Um 70 þúsund heimili fá skuldaleiðréttingar. Skuldaleiðréttingafrumvarp og frumvarp um séreignarsparnað kynnt. 26. mars 2014 10:00 Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. 26. mars 2014 20:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur tjáð sig um þær aðgerðir sem Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. Gylfi birtir færslu á Fésbókarsíðu sinni og segir hann þar að það sé ljóst hvaða hópur ríkisstjórnin telji ekki hafa þörf fyrir aðstoð. „Nú hafa frumvörpin litið dagsins ljós og þá geta þeir sem ríkisstjórnin telur í mestri þörf fyrir aðstoð og leiðréttingu farið að reikna sinn skerf. Jafnframt er það orðið ljóst hverjir ríkisstjórnin telur ekki hafa þörf fyrir aðstoð,“ segir í færslu Gylfa. Hann vitnar því næst í 3. grein laganna: ,,Leiðrétting tekur ekki til lögaðila, þrátt fyrir að til láns hafi verið stofnað með beinum eða óbeinum hætti í þágu einstaklinga, þ.m.t. samkvæmt lögum nr. 66/2003, um húsnæðissamvinnufélög.'' Gylfi segir að undir þetta ákvæði falla t.d. öll lán sem Íbúðalánasjóður veiti til byggingu og reksturs félagslegs íbúðahúsnæðis fyrir tekjulægri fjölskyldur, eldri borgara og námsmenn. „Skilyrði fyrir slíku láni (sem öll voru verðtryggð) er að leigjendur hjá þessum aðilum séu mjög tekjulágir, en leiga þessara aðila er verðtryggð á móti verðtryggða láninu. Ég bara hreinlega skil ekki hvernig ríkisstjórnin getur leyft sér að leggja fram 150 milljarða króna aðgerð (að eigin sögn) þar sem ekki króna er lögð í aðstoð við tekjulægsta og eignaminnsta hóp þjóðarinnar.“ Gylfi segir að ríkisstjórnin hafi ekki manndóm til að minnsta kosti reyna að útskýra þetta í greinargerðinni. „Þar er látið nægja að segja að aðgerðin nái bara til einstaklinga ekki lögaðila. Nú þarf húsnæðismálaráðherrann frá Framsókn að útskýra fyrir okkur hvers vegna hún telur að húsnæðissamvinnufélög sé einhvern lausnarorð í nútímanum. Hvernig gat Framsóknarflokkurinn staðið að þessu svona?“
Tengdar fréttir Hámark hálf milljón á ári Miðað er við hverja fjölskyldu og fasteign. 26. mars 2014 14:40 Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. 26. mars 2014 16:41 Svona sækirðu um leiðréttingu Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. 26. mars 2014 17:11 Húsnæðisskuldir geta lækkað um allt að 20 % Leiðtogar stjórnarflokkanna segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta náð til allt að 100 þúsund heimila. Skuldarar geta byrjað að sækja um leiðréttinguna hinn 15. maí. 26. mars 2014 20:00 Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Þrjátíu þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir fá heimild til að nota séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Um 70 þúsund heimili fá skuldaleiðréttingar. Skuldaleiðréttingafrumvarp og frumvarp um séreignarsparnað kynnt. 26. mars 2014 10:00 Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. 26. mars 2014 20:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. 26. mars 2014 16:41
Svona sækirðu um leiðréttingu Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. 26. mars 2014 17:11
Húsnæðisskuldir geta lækkað um allt að 20 % Leiðtogar stjórnarflokkanna segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta náð til allt að 100 þúsund heimila. Skuldarar geta byrjað að sækja um leiðréttinguna hinn 15. maí. 26. mars 2014 20:00
Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Þrjátíu þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir fá heimild til að nota séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Um 70 þúsund heimili fá skuldaleiðréttingar. Skuldaleiðréttingafrumvarp og frumvarp um séreignarsparnað kynnt. 26. mars 2014 10:00
Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. 26. mars 2014 20:30