Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2014 19:00 Ban Ki-moon á flugvellinum í Ilulissat við Diskó-flóa. Þar var 20 stiga frost. SÞ/Mark Garten. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. Ban Ki-moon gefst þar færi á að sjá með eigin augum afleiðingar loftlagsbreytinga í formi minnkandi jökla. Aðalritarinn flaug til Grænlands í fylgd forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt. Þau lentu í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, og þar tók Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, á móti gestunum. Þota danska ríkisins flaug með gestina til Grænlands. Aleqa Hammond bíður á flugvellinum í Kangerlussuaq eftir að þeir stigi frá borði.SÞ/Mark Garten.Síðar var flogið með vél Air Greenland til Ilulissat við Diskó-flóa en þar er hinn frægi Ísfjörður, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Ísfjörður þykir einstakt náttúrufyrirbæri en skriðjökullinn í fjarðarbotninum skríður fram um 20-35 metra á dag og skilar af sér 20 milljónum tonna af ís á hverju ári. Grænlandsferðin er liður í undirbúningi fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í september en Ban Ki-moon hyggst heimsækja nokkur svæði á jörðinni sem kljást við afleiðingar hlýnandi loftlags. Það var þó ekki beint hlýindum fyrir að fara á Grænlandi því 20 stiga frost var á Ilulissat-flugvelli þegar aðalritarinn steig frá borði. Ban Ki-moon sagði fréttamönnum að hann liti á loftlagsbreytingar sem einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir.Ban Ki-moon í fylgd Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, sem veifar til fréttamanna. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. Ban Ki-moon gefst þar færi á að sjá með eigin augum afleiðingar loftlagsbreytinga í formi minnkandi jökla. Aðalritarinn flaug til Grænlands í fylgd forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt. Þau lentu í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, og þar tók Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, á móti gestunum. Þota danska ríkisins flaug með gestina til Grænlands. Aleqa Hammond bíður á flugvellinum í Kangerlussuaq eftir að þeir stigi frá borði.SÞ/Mark Garten.Síðar var flogið með vél Air Greenland til Ilulissat við Diskó-flóa en þar er hinn frægi Ísfjörður, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Ísfjörður þykir einstakt náttúrufyrirbæri en skriðjökullinn í fjarðarbotninum skríður fram um 20-35 metra á dag og skilar af sér 20 milljónum tonna af ís á hverju ári. Grænlandsferðin er liður í undirbúningi fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í september en Ban Ki-moon hyggst heimsækja nokkur svæði á jörðinni sem kljást við afleiðingar hlýnandi loftlags. Það var þó ekki beint hlýindum fyrir að fara á Grænlandi því 20 stiga frost var á Ilulissat-flugvelli þegar aðalritarinn steig frá borði. Ban Ki-moon sagði fréttamönnum að hann liti á loftlagsbreytingar sem einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir.Ban Ki-moon í fylgd Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, sem veifar til fréttamanna. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira