Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2014 19:00 Ban Ki-moon á flugvellinum í Ilulissat við Diskó-flóa. Þar var 20 stiga frost. SÞ/Mark Garten. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. Ban Ki-moon gefst þar færi á að sjá með eigin augum afleiðingar loftlagsbreytinga í formi minnkandi jökla. Aðalritarinn flaug til Grænlands í fylgd forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt. Þau lentu í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, og þar tók Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, á móti gestunum. Þota danska ríkisins flaug með gestina til Grænlands. Aleqa Hammond bíður á flugvellinum í Kangerlussuaq eftir að þeir stigi frá borði.SÞ/Mark Garten.Síðar var flogið með vél Air Greenland til Ilulissat við Diskó-flóa en þar er hinn frægi Ísfjörður, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Ísfjörður þykir einstakt náttúrufyrirbæri en skriðjökullinn í fjarðarbotninum skríður fram um 20-35 metra á dag og skilar af sér 20 milljónum tonna af ís á hverju ári. Grænlandsferðin er liður í undirbúningi fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í september en Ban Ki-moon hyggst heimsækja nokkur svæði á jörðinni sem kljást við afleiðingar hlýnandi loftlags. Það var þó ekki beint hlýindum fyrir að fara á Grænlandi því 20 stiga frost var á Ilulissat-flugvelli þegar aðalritarinn steig frá borði. Ban Ki-moon sagði fréttamönnum að hann liti á loftlagsbreytingar sem einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir.Ban Ki-moon í fylgd Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, sem veifar til fréttamanna. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. Ban Ki-moon gefst þar færi á að sjá með eigin augum afleiðingar loftlagsbreytinga í formi minnkandi jökla. Aðalritarinn flaug til Grænlands í fylgd forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt. Þau lentu í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, og þar tók Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, á móti gestunum. Þota danska ríkisins flaug með gestina til Grænlands. Aleqa Hammond bíður á flugvellinum í Kangerlussuaq eftir að þeir stigi frá borði.SÞ/Mark Garten.Síðar var flogið með vél Air Greenland til Ilulissat við Diskó-flóa en þar er hinn frægi Ísfjörður, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Ísfjörður þykir einstakt náttúrufyrirbæri en skriðjökullinn í fjarðarbotninum skríður fram um 20-35 metra á dag og skilar af sér 20 milljónum tonna af ís á hverju ári. Grænlandsferðin er liður í undirbúningi fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í september en Ban Ki-moon hyggst heimsækja nokkur svæði á jörðinni sem kljást við afleiðingar hlýnandi loftlags. Það var þó ekki beint hlýindum fyrir að fara á Grænlandi því 20 stiga frost var á Ilulissat-flugvelli þegar aðalritarinn steig frá borði. Ban Ki-moon sagði fréttamönnum að hann liti á loftlagsbreytingar sem einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir.Ban Ki-moon í fylgd Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, sem veifar til fréttamanna. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira