Grammy-verðlaunahafinn og tónlistarmaðurinn Frank Ocean hefur þegar hafið upptökur á nýrri plötu, en fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins vinsæla, Channel Orange átti ótrúlegri velgengni að fagna.
Ocean fór á Tumblr-síðu sína og deildi með aðdáendum sínum mynd af sér í hljóðveri, og Nabil, ljósmyndarinn sem tók myndina af Frank, deildi henni líka.
Frank Ocean í hljóðveriVísir/NabilHinn 26 ára gamli söngvari, og Íslandsvinur, sagði í viðtali við Rolling stone í febrúar á síðasta ári að hann hefði þegar samið um 10-11 lög fyrir plötuna væntanlegu.
„Síðasta lagið á Channel Orange er Golden Girl, sem gerist á strönd. Og mig langar til þess að halda þeirri tilfinningu og koma henni inn í næstu plötu, hafa þá tilfinningu eins konar þema.“