Þannig hafa framleiðslufyrirtæki lagt æ meira upp úr sýnishornum úr myndunum síðastliðin ár. Þeir sýna nóg til þess að gera áhorfendur spennta fyrir nýrri kvikmynd, en passa upp á að söguþráðurinn sé ekki gefinn upp.
En það hefur margt breyst í gerðum sýnishorna síðan fyrstu kvikmyndahúsin opnuðu fyrir meira en heilli öld.
Hér fylgir fimmtán mínútna stórskemmtileg heimildamynd um gerð og þróun sýnishorna úr kvikmyndum.
Sjón er sögu ríkari.