„Alls konar“ fyrir hverja?! Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 26. mars 2014 07:00 Ég var mjög bjartsýn þegar Besti flokkurinn vann stórsigur í seinustu borgarstjórnarkosningum og náði meirihluta með mínum gamla flokki; Samfylkingunni. Ég sá fyrir mér bjarta framtíð þar sem unnið yrði af kappi við að auka jöfnuð og þar með hamingju í samfélaginu. En eins og rannsóknir segja okkur leiðir aukinn jöfnuður samfélaga til meiri lífsgæða fyrir alla íbúa þess. Áhersla Besta flokksins á bætt samskipti í pólitík hugnaðist mér vel og ég er mjög hlynnt góðum samræðum þar sem allar hliðar málsins eru dregnar fram. Því miður hefur núverandi meirihluti ekki staðið undir væntingum mínum þegar kemur að því að vinna að raunverulegum jöfnuði í borginni okkar. Staðan er sú að fátækt hefur aukist töluvert frá hruni og spilar hinn margumtalaði húsnæðisvandi veigamikið hlutverk. Flestir meirihlutar sem á undan eru gengnir hafa lagt til tæplega 100 íbúðir á ári en núverandi meirihluti hefur eingöngu bætt við 75 íbúðum á 4 árum?! Mér finnst það skjóta ansi skökku við af meirihluta sem kennir sig við jafnaðarstefnu og aukna velferð íbúa. Meirihlutinn hefur reyndar aðeins klórað í bakkann núna í lok kjörtímabils og er búinn að skipuleggja fjölgun íbúða á næstu 5 árum eða svo. Þegar þeir eru inntir eftir ástæðum fyrir þessum seinagangi og svona fáum íbúðum bera þeir við að þetta sé flókið ferli og gefa þurfi sér góðan tíma í þarfagreiningu á því m.a. hvar fólk vill búa og svo framvegis. Ég spyr aftur á móti: Hvers vegna í ósköpunum þarf þessi meirihluti lengri tíma í þarfagreiningu og skipulagningu en aðrir meirihlutar? Gæti verið að áhersla á samræðupólitík sé farin að vera markmið í sjálfu sér og vinni þar með gegn jafnaðarhugsjóninni þegar upp er staðið? Það er gott að ræða saman. En haldið þið í alvöru að fólkinu á götunni sé ekki drullusama (afsakið orðbragðið) um þarfagreiningu? Meðan ástandið er eins og það er og það vantar um 1.100 félagslegar íbúðir sem borginni ber lagaleg skylda til að sinna teljum við í Dögun ótækt að bera fyrir sig samræðu, skipulagningu og þarfagreiningu. Bak við hverja íbúð eru alltaf fleiri en einn einstaklingur og enn fleiri börn. Erum við í alvöru að bjóða þúsundum barna og fjölskyldum þeirra upp á slíkt óöryggi, flakk á milli skóla með tilheyrandi streitu og áhrif á heilsu og velferð? Er það jafnaðarstefna?! Nýverið hafa Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingu og Áslaug Friðriksdóttir frá Sjálfstæðisflokki skrifað um húsnæðisvandann og talað um að ýta þurfi fólki út úr félagslega húsnæðiskerfinu svo að það festist ekki í „fátæktargildru“. Vissulega er markmið félagslegrar þjónustu að styðja og styrkja einstaklinginn um tíma þar til hann hefur getu til að takast á við sjálfstætt líf á ný. En gerum við það með því að „henda“ fólki út á almennan markað? Margt af þessu fólki er tilneytt að vera á þessum almenna markaði sem er óeðlilega dýr og erfiður um þessar mundir eins og flestir vita. Þetta er fólk sem á lagalegan rétt til að búa í félagslegu húsnæði. Ef borgin myndi sinna skyldum sínum og útvegaði þessu fólki félagslegt húsnæði myndi rýmka töluvert um á þessum almenna markaði, þannig værum við líka að búa í haginn fyrir „venjulega fólkið“ eins og samfylkingarfólki er svo tíðrætt um. Er ekki annars mannúðlegra að mæta fólki þar sem það er statt, hvetja það og virkja þar til það er tilbúið að takast á við sjálfstætt líf? Haldið þið í alvöru að fólk upp til hópa vilji eða sé stolt af því að þiggja bætur allt sitt líf? Ég er auðvitað ekki svo græn að halda að ekki sé til fólk sem sættir sig við slíkt. Það er alltaf maðkur í mysunni og fólk sem sveigir og beygir lögin til að þurfa ekki að leggja sitt af mörkum. En eigum við alltaf að miða lagarammann og reglurnar við það fólk og láta það bitna á velferð hinna sem þurfa á hjálpinni að halda? Hvað er mannúðlegt við það? Eða er jafnaðarstefna ekki mannúðarstefna? Við hjá Dögun setjum velferðarmál í algeran forgrunn. Að hafa þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi. Forgangsraða þarf með miklu skýrari hætti fyrir þau mál í borginni okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég var mjög bjartsýn þegar Besti flokkurinn vann stórsigur í seinustu borgarstjórnarkosningum og náði meirihluta með mínum gamla flokki; Samfylkingunni. Ég sá fyrir mér bjarta framtíð þar sem unnið yrði af kappi við að auka jöfnuð og þar með hamingju í samfélaginu. En eins og rannsóknir segja okkur leiðir aukinn jöfnuður samfélaga til meiri lífsgæða fyrir alla íbúa þess. Áhersla Besta flokksins á bætt samskipti í pólitík hugnaðist mér vel og ég er mjög hlynnt góðum samræðum þar sem allar hliðar málsins eru dregnar fram. Því miður hefur núverandi meirihluti ekki staðið undir væntingum mínum þegar kemur að því að vinna að raunverulegum jöfnuði í borginni okkar. Staðan er sú að fátækt hefur aukist töluvert frá hruni og spilar hinn margumtalaði húsnæðisvandi veigamikið hlutverk. Flestir meirihlutar sem á undan eru gengnir hafa lagt til tæplega 100 íbúðir á ári en núverandi meirihluti hefur eingöngu bætt við 75 íbúðum á 4 árum?! Mér finnst það skjóta ansi skökku við af meirihluta sem kennir sig við jafnaðarstefnu og aukna velferð íbúa. Meirihlutinn hefur reyndar aðeins klórað í bakkann núna í lok kjörtímabils og er búinn að skipuleggja fjölgun íbúða á næstu 5 árum eða svo. Þegar þeir eru inntir eftir ástæðum fyrir þessum seinagangi og svona fáum íbúðum bera þeir við að þetta sé flókið ferli og gefa þurfi sér góðan tíma í þarfagreiningu á því m.a. hvar fólk vill búa og svo framvegis. Ég spyr aftur á móti: Hvers vegna í ósköpunum þarf þessi meirihluti lengri tíma í þarfagreiningu og skipulagningu en aðrir meirihlutar? Gæti verið að áhersla á samræðupólitík sé farin að vera markmið í sjálfu sér og vinni þar með gegn jafnaðarhugsjóninni þegar upp er staðið? Það er gott að ræða saman. En haldið þið í alvöru að fólkinu á götunni sé ekki drullusama (afsakið orðbragðið) um þarfagreiningu? Meðan ástandið er eins og það er og það vantar um 1.100 félagslegar íbúðir sem borginni ber lagaleg skylda til að sinna teljum við í Dögun ótækt að bera fyrir sig samræðu, skipulagningu og þarfagreiningu. Bak við hverja íbúð eru alltaf fleiri en einn einstaklingur og enn fleiri börn. Erum við í alvöru að bjóða þúsundum barna og fjölskyldum þeirra upp á slíkt óöryggi, flakk á milli skóla með tilheyrandi streitu og áhrif á heilsu og velferð? Er það jafnaðarstefna?! Nýverið hafa Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingu og Áslaug Friðriksdóttir frá Sjálfstæðisflokki skrifað um húsnæðisvandann og talað um að ýta þurfi fólki út úr félagslega húsnæðiskerfinu svo að það festist ekki í „fátæktargildru“. Vissulega er markmið félagslegrar þjónustu að styðja og styrkja einstaklinginn um tíma þar til hann hefur getu til að takast á við sjálfstætt líf á ný. En gerum við það með því að „henda“ fólki út á almennan markað? Margt af þessu fólki er tilneytt að vera á þessum almenna markaði sem er óeðlilega dýr og erfiður um þessar mundir eins og flestir vita. Þetta er fólk sem á lagalegan rétt til að búa í félagslegu húsnæði. Ef borgin myndi sinna skyldum sínum og útvegaði þessu fólki félagslegt húsnæði myndi rýmka töluvert um á þessum almenna markaði, þannig værum við líka að búa í haginn fyrir „venjulega fólkið“ eins og samfylkingarfólki er svo tíðrætt um. Er ekki annars mannúðlegra að mæta fólki þar sem það er statt, hvetja það og virkja þar til það er tilbúið að takast á við sjálfstætt líf? Haldið þið í alvöru að fólk upp til hópa vilji eða sé stolt af því að þiggja bætur allt sitt líf? Ég er auðvitað ekki svo græn að halda að ekki sé til fólk sem sættir sig við slíkt. Það er alltaf maðkur í mysunni og fólk sem sveigir og beygir lögin til að þurfa ekki að leggja sitt af mörkum. En eigum við alltaf að miða lagarammann og reglurnar við það fólk og láta það bitna á velferð hinna sem þurfa á hjálpinni að halda? Hvað er mannúðlegt við það? Eða er jafnaðarstefna ekki mannúðarstefna? Við hjá Dögun setjum velferðarmál í algeran forgrunn. Að hafa þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi. Forgangsraða þarf með miklu skýrari hætti fyrir þau mál í borginni okkar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun