Reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júlí 2014 19:30 Sjávarútvegsráðherra reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína um að flytja Fiskistofu til Akureyrar þó að í ljós komi að ókostirnir við flutninginn séu fleiri en kostirnir. Hann segir að um sé að ræða stefnumarkandi ákvörðun og í kjölfarið verði hafist handa við að útfæra hana með sem bestum hætti. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur mætt töluverðri gagnrýni, meðal annars frá stjórnarliðum og ekki síst hjá starfsmönnum fiskistofu. Ákvörðunin er sögð illa ígrunduð og kostir flutninganna óljósir. Ráðherrann segir hinsvegar að undirbúningur hafi staðið yfir frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í fyrra. „Miðað við vinnusóknasvæði Eyjafjarðarsvæðisins og Fiskistofu komust við að því að það væri sú stofnun sem kæmi helst til greina og væri skynsamlegur kostur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. En hvaða gögn styðja þessa ákvörðun að réttmætt sé að flytja Fiskistofu norður? „Það eru auðvitað fjölmörg gögn sem hafa sýnt fram á flutning starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og margar skýrslur sem hafa verið skrifaðar um það.“Engin skýrsla var hinsvegar gerð sem útlistar það með hvaða hætti ætti að flytja fiskistofu norður til Akureyrar. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir né hvaða áhrif flutningurinn kemur til með að hafa á stofnunina, til lengri eða skemmri tíma. Spurningin er því sú hvort réttlætanlegt sé að taka svona ákvörðun áður en fyrrnefnd atriði liggja fyrir? „Þó það sé ekki til sérstök skýrsla um flutning Fiskistofu til Akureyrar þá þekkjum við allar þessar upplýsingar, við þekkjum kostina og gallana. Núna er þetta ferli að fara fram í samstarfi við starfsfólk og forstjóra Fiskistofu og ráðuneytisins með hvaða hætti þetta getur farið fram með hvað skynsamlegastum og bestum hætti fyrir alla, bæði fyrir starfsemina, stofnunina og starfsmennina,“ segir Sigurður. En ef í ljós kemur að ókostirnir við að flytja Fiskistofu til Akureyrar eru fleiri en kostirnir, mun sjávarútvegsráðherra þá hætta við flutninginn? „Ég reikna ekki með því. Þetta er stefnumarkandi ákvörðun um þessi áform og við erum fyrst og fremst að fara yfir það í verkefnisstjórnuninni með hvaða hætti það gert með sem bestum og skynsamlegustum hætti.“ „Þannig að jafnvel þó að ókostirnir séu fleiri en kostirnir þá verður ekki hætt við?“ „Ég á ekki von á því að ókostirnir verði fleiri en kostirnir.“ Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína um að flytja Fiskistofu til Akureyrar þó að í ljós komi að ókostirnir við flutninginn séu fleiri en kostirnir. Hann segir að um sé að ræða stefnumarkandi ákvörðun og í kjölfarið verði hafist handa við að útfæra hana með sem bestum hætti. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur mætt töluverðri gagnrýni, meðal annars frá stjórnarliðum og ekki síst hjá starfsmönnum fiskistofu. Ákvörðunin er sögð illa ígrunduð og kostir flutninganna óljósir. Ráðherrann segir hinsvegar að undirbúningur hafi staðið yfir frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í fyrra. „Miðað við vinnusóknasvæði Eyjafjarðarsvæðisins og Fiskistofu komust við að því að það væri sú stofnun sem kæmi helst til greina og væri skynsamlegur kostur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. En hvaða gögn styðja þessa ákvörðun að réttmætt sé að flytja Fiskistofu norður? „Það eru auðvitað fjölmörg gögn sem hafa sýnt fram á flutning starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og margar skýrslur sem hafa verið skrifaðar um það.“Engin skýrsla var hinsvegar gerð sem útlistar það með hvaða hætti ætti að flytja fiskistofu norður til Akureyrar. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir né hvaða áhrif flutningurinn kemur til með að hafa á stofnunina, til lengri eða skemmri tíma. Spurningin er því sú hvort réttlætanlegt sé að taka svona ákvörðun áður en fyrrnefnd atriði liggja fyrir? „Þó það sé ekki til sérstök skýrsla um flutning Fiskistofu til Akureyrar þá þekkjum við allar þessar upplýsingar, við þekkjum kostina og gallana. Núna er þetta ferli að fara fram í samstarfi við starfsfólk og forstjóra Fiskistofu og ráðuneytisins með hvaða hætti þetta getur farið fram með hvað skynsamlegastum og bestum hætti fyrir alla, bæði fyrir starfsemina, stofnunina og starfsmennina,“ segir Sigurður. En ef í ljós kemur að ókostirnir við að flytja Fiskistofu til Akureyrar eru fleiri en kostirnir, mun sjávarútvegsráðherra þá hætta við flutninginn? „Ég reikna ekki með því. Þetta er stefnumarkandi ákvörðun um þessi áform og við erum fyrst og fremst að fara yfir það í verkefnisstjórnuninni með hvaða hætti það gert með sem bestum og skynsamlegustum hætti.“ „Þannig að jafnvel þó að ókostirnir séu fleiri en kostirnir þá verður ekki hætt við?“ „Ég á ekki von á því að ókostirnir verði fleiri en kostirnir.“
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira