Reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júlí 2014 19:30 Sjávarútvegsráðherra reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína um að flytja Fiskistofu til Akureyrar þó að í ljós komi að ókostirnir við flutninginn séu fleiri en kostirnir. Hann segir að um sé að ræða stefnumarkandi ákvörðun og í kjölfarið verði hafist handa við að útfæra hana með sem bestum hætti. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur mætt töluverðri gagnrýni, meðal annars frá stjórnarliðum og ekki síst hjá starfsmönnum fiskistofu. Ákvörðunin er sögð illa ígrunduð og kostir flutninganna óljósir. Ráðherrann segir hinsvegar að undirbúningur hafi staðið yfir frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í fyrra. „Miðað við vinnusóknasvæði Eyjafjarðarsvæðisins og Fiskistofu komust við að því að það væri sú stofnun sem kæmi helst til greina og væri skynsamlegur kostur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. En hvaða gögn styðja þessa ákvörðun að réttmætt sé að flytja Fiskistofu norður? „Það eru auðvitað fjölmörg gögn sem hafa sýnt fram á flutning starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og margar skýrslur sem hafa verið skrifaðar um það.“Engin skýrsla var hinsvegar gerð sem útlistar það með hvaða hætti ætti að flytja fiskistofu norður til Akureyrar. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir né hvaða áhrif flutningurinn kemur til með að hafa á stofnunina, til lengri eða skemmri tíma. Spurningin er því sú hvort réttlætanlegt sé að taka svona ákvörðun áður en fyrrnefnd atriði liggja fyrir? „Þó það sé ekki til sérstök skýrsla um flutning Fiskistofu til Akureyrar þá þekkjum við allar þessar upplýsingar, við þekkjum kostina og gallana. Núna er þetta ferli að fara fram í samstarfi við starfsfólk og forstjóra Fiskistofu og ráðuneytisins með hvaða hætti þetta getur farið fram með hvað skynsamlegastum og bestum hætti fyrir alla, bæði fyrir starfsemina, stofnunina og starfsmennina,“ segir Sigurður. En ef í ljós kemur að ókostirnir við að flytja Fiskistofu til Akureyrar eru fleiri en kostirnir, mun sjávarútvegsráðherra þá hætta við flutninginn? „Ég reikna ekki með því. Þetta er stefnumarkandi ákvörðun um þessi áform og við erum fyrst og fremst að fara yfir það í verkefnisstjórnuninni með hvaða hætti það gert með sem bestum og skynsamlegustum hætti.“ „Þannig að jafnvel þó að ókostirnir séu fleiri en kostirnir þá verður ekki hætt við?“ „Ég á ekki von á því að ókostirnir verði fleiri en kostirnir.“ Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína um að flytja Fiskistofu til Akureyrar þó að í ljós komi að ókostirnir við flutninginn séu fleiri en kostirnir. Hann segir að um sé að ræða stefnumarkandi ákvörðun og í kjölfarið verði hafist handa við að útfæra hana með sem bestum hætti. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur mætt töluverðri gagnrýni, meðal annars frá stjórnarliðum og ekki síst hjá starfsmönnum fiskistofu. Ákvörðunin er sögð illa ígrunduð og kostir flutninganna óljósir. Ráðherrann segir hinsvegar að undirbúningur hafi staðið yfir frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í fyrra. „Miðað við vinnusóknasvæði Eyjafjarðarsvæðisins og Fiskistofu komust við að því að það væri sú stofnun sem kæmi helst til greina og væri skynsamlegur kostur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. En hvaða gögn styðja þessa ákvörðun að réttmætt sé að flytja Fiskistofu norður? „Það eru auðvitað fjölmörg gögn sem hafa sýnt fram á flutning starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og margar skýrslur sem hafa verið skrifaðar um það.“Engin skýrsla var hinsvegar gerð sem útlistar það með hvaða hætti ætti að flytja fiskistofu norður til Akureyrar. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir né hvaða áhrif flutningurinn kemur til með að hafa á stofnunina, til lengri eða skemmri tíma. Spurningin er því sú hvort réttlætanlegt sé að taka svona ákvörðun áður en fyrrnefnd atriði liggja fyrir? „Þó það sé ekki til sérstök skýrsla um flutning Fiskistofu til Akureyrar þá þekkjum við allar þessar upplýsingar, við þekkjum kostina og gallana. Núna er þetta ferli að fara fram í samstarfi við starfsfólk og forstjóra Fiskistofu og ráðuneytisins með hvaða hætti þetta getur farið fram með hvað skynsamlegastum og bestum hætti fyrir alla, bæði fyrir starfsemina, stofnunina og starfsmennina,“ segir Sigurður. En ef í ljós kemur að ókostirnir við að flytja Fiskistofu til Akureyrar eru fleiri en kostirnir, mun sjávarútvegsráðherra þá hætta við flutninginn? „Ég reikna ekki með því. Þetta er stefnumarkandi ákvörðun um þessi áform og við erum fyrst og fremst að fara yfir það í verkefnisstjórnuninni með hvaða hætti það gert með sem bestum og skynsamlegustum hætti.“ „Þannig að jafnvel þó að ókostirnir séu fleiri en kostirnir þá verður ekki hætt við?“ „Ég á ekki von á því að ókostirnir verði fleiri en kostirnir.“
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira