Lífið

Cara Delevingne lítur vel út í þynnkunni

Delevingne klæddist ljósum gallabuxum og var með klút í hárinu.
Delevingne klæddist ljósum gallabuxum og var með klút í hárinu. vísir/getty
Ofurfyrirsætan Cara Delevingne leit vel út í þynnkunni fyrr í dag þar sem hún arkaði á milli funda í London.

Fyrirsætan átti viðburðarríkt kvöld á þriðjudaginn þegar hún fór í tvö eftirpartí eftir sumarhátíð Serpentine.

Delevingne var ljósmynduð í eftirpartí hljómsveitarinnar Coldplay áður en hún hélt af stað á skemmtistaðinn Groucho Club þar sem hún hélt sig mest alla nóttina.

Hún virðist þó ekki hafa látið þynnkuna á sig fá heldur skellti sér í gallabuxur og setti klút í hárið fyrir daginn sem einkenndist af fundum og köldum vatnsdrykk sem hún hélt á út daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.