Rennblautur en innilegur - myndband Ellý Ármanns skrifar 2. júlí 2014 17:00 mynd/skjáskot youtube Sölvi Fannar Viðarsson, 43 ára, framkvæmdastjóri, leikari, einkaþjálfari, fyrirlesari, rithöfundur, ljóðskáld, tónlistarmaður og dansari, situr ekki aðgerðalaus þegar kemur að sköpun. Nýverið samdi hann verkið Djúpið eða The Abyss eins og það nefnist á ensku. Afraksturinn má sjá í meðfylgjandi myndskeiði þar sem kappinn stingur sér á sundskýlunni einni saman í ískaldan sjóinn. Þá segir hann okkur frá verkinu, hvað kom til að hann söng lagið sjálfur og hver kveikjan var af því sem hann syngur svo listilega í myndskeiðinu hér neðst í greininni.Sölvi rétt áður en hann stingur sér til sunds.Tileinkað litlum dreng ,,Já, ég gerði ,,performance art" verk til minningar um alla þá er hafa horfið í djúpið. Bæði hafið sem og óminnis djúpið sem við sökkvum öll í einhvern daginn. Það er tileinkað litlum dreng, Samuel William Knipe, sem lifði því miður aðeins í tvær klukkustundir en hann fæddist og lést 15. maí síðastliðinn," segir Sölvi Fannar og heldur áfram: ,,Hann var bróðursonur bandarísks háskólakennara sem hafði samband við mig í gegnum aðdáendasíðuna mína á Facebook. Sá hefur meðal annars verið að reyna að kaupa skóna mína áritaða, mjög öðruvísi upplifun fyrir mig en svona er þetta bara, lífið getur verið svo skrítið." ,,Auðvitað er algjörlega viðeigandi að tileinka þetta einnig Ellu Dís sem lést 5. júní, blessuð sé minning hennar," bætir hann við einlægur.Einlægur í flutningi sínum kemur Sölvi upp á yfirborðið á ný.Þurftum að taka þetta upp til sönnunar ,,Upprunalega er þetta tilkomið vegna þess að Diddi bróðursonur minn skoraði á pabba sinn, eldri bróður sinn og mig að stökkva í sjóinn. Þetta er æði sem fór eins og eldur í sinu út um allt hér fyrir nokkrum vikum. Þá sendi hann myndskeið af sér að stökkva í sjóinn með skilaboðunum: ,,Annað hvort stekkur þú í sjóinn innan 24 klukkustunda eða þú skuldar mér fimm þúsund kall.". ,,Við þurftum að taka þetta upp til sönnunar og svo maður þyrfti ekki að borga fimm þúsund kallinn. Ég fékk Didda til þess að gera það. Hann er pínu skjálfhentur en sleppur samt."„Að segja sjúkdóm stríð á hendur er fásinna, stríð er sjúkdómur. Við verðum að elska okkur eins og við erum - Næra sálina og líkamann. Sölvi Fannar 2014.“ -MYND/GEIRIXEitthvað innra með mér springur ,,Ég hef stundum sagt að oft er eins og eitthvað innra með mér sé að sprengja mig utan af sér og tengist væntanlega þeirri upplifun að listamaður skapar ekki list sína endilega vegna þess að hann langar til þess heldur vegna þess að hann einfaldlega verður að gera það," útskýrir Sölvi. ,,Þannig var það með The Abyss. Ég fór með ljóð eftir að ég stakk mér fram af bryggjunni - sem ég hafði aldrei prófað áður og verð að viðurkenna að var meiri upplifun en ég hafði haldið."Ljóðið varð til í bílnum ,,En strax í bílnum á leiðinni heim varð til ljóðið Djúpið eða The Abyss. Svo þegar heim var komið þá kom upp í huga mér að spila inn kirkjuorgel inn í og undir þetta sem ég og gerði."Prófaði að syngja ,,Svo ákvað ég að prófa að syngja þetta inn líka. Upprunalega ætlaði ég að syngja þetta á bassa/baritón skalanum en enda á því að syngja þetta meira og minna í falsettu, - sem er alveg nýtt fyrir mér eins og heyrist." ,,Ég hef verið að vinna talsvert með röddina mína í leiklistinni og það er svo magnað að það eru viss hljóð sem við gefum frá okkur sem kalla fram ákveðnar tilfinningar og þetta má nota þegar maður þarf að kalla fram viðeigandi viðbrögð í leiklistinni, oft samhliða annars konar leiktækni."Kallaði fram tilfinningar ,,Við auðvitað vanmetum röddina okkar stórkostlega, rétt eins og jógarnir segja að flestir andi rétt nógu mikið til þess að drepast ekki. Þá erum við allt of feimin við að nota röddina okkar. Allavega, þegar ég var búinn að taka upp hálft lagið í bassa/baritón byrjaði ég upp á nýtt og þá með hvatann sem konu sem er að hugsa um manninn sinn, sem hún missti og mér fannst einhvern veginn ekki passa að það væri sungið svo djúpri röddu svo ég prófaði að syngja það eins og mér fannst að það yrði ef hún væri að hugsa það og enda í þessari falsettu og fínu núönsum raddarinnar sem ég hlakka til að ná betri tökum á með meiri æfingum en eins og það kemur fram í þessu verki þá er það svo til eingöngu tilfinningatengt, það er að segja hvar röddin kallar fram ákveðnar tilfinningar í brjósti mér." ,,Flestir þekkja væntanlega þegar við verðum mjög sorgmædd, upp að því marki að röddin getur brostið og við erum með kökk í hálsinum. Eins þegar við verðum svo glöð að við vitum ekki alveg hvort við eigum að hlæja eða gráta og endum jafnvel á því að gera hvort tveggja í einu, jafnvel hoppum og skoppum á meðan." ,,Sama hversu oft ég segi það, þá get ég ekki lagt nægilega þunga áherslu á að það er svo mikilvægt að við leikum okkur með okkur sjálf og tökum stundum stjórnina í eigin hendur, dönsum eins og enginn horfi á, syngjum þrátt fyrir að vera ekki bestu söngvarar í heiminum. Verum frjáls." ,,Það þýðir ekki að við sinnum ekki störfum okkar og skyldum af fullri einbeitingu og natni. Það þýðir hins vegar að við verðum minna leiðinleg. Ekki síst gagnvart okkur sjálfum." ,,Frændi minn Jónas frá Hriflu sagði eitthvað á þá leið að viðhorf okkar til lífsins réðust oftast af lífskjörum okkar og endurspeglaði þar með enn frægari setningu samtímamanns síns William James um að merkasta uppgötvun hans aldar (19. öldin) væri að við gætum breytt lífi okkar með því að breyta viðhorfum okkar."Ekki bíða eftir að einhver bjargi lífi þínu ,,Ég trúi ekki á að við eigum að bíða eftir að einhver annar komi og breyti lífi okkar meira í þá átt sem við viljum fara en það kostar hins vegar oftast að við verðum að breyta viðhorfum okkar og það getur reynst mörgum erfitt. Það er að mínu mati svo til alltaf hægt en við verðum að finna hvatann til þess innra með okkur sjálfum, ástríðuna sem getur brunnið og gefið okkur hita innan frá, rétt eins og við þráum flest að finna varma sólarinnar og þeirra sem við elskum," segir listamaðurinn að lokum. Hér má lesa fleiri ljóð eftir Sölva.Síðan hans Sölva á IMDB. Tengdar fréttir Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45 Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15 Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira
Sölvi Fannar Viðarsson, 43 ára, framkvæmdastjóri, leikari, einkaþjálfari, fyrirlesari, rithöfundur, ljóðskáld, tónlistarmaður og dansari, situr ekki aðgerðalaus þegar kemur að sköpun. Nýverið samdi hann verkið Djúpið eða The Abyss eins og það nefnist á ensku. Afraksturinn má sjá í meðfylgjandi myndskeiði þar sem kappinn stingur sér á sundskýlunni einni saman í ískaldan sjóinn. Þá segir hann okkur frá verkinu, hvað kom til að hann söng lagið sjálfur og hver kveikjan var af því sem hann syngur svo listilega í myndskeiðinu hér neðst í greininni.Sölvi rétt áður en hann stingur sér til sunds.Tileinkað litlum dreng ,,Já, ég gerði ,,performance art" verk til minningar um alla þá er hafa horfið í djúpið. Bæði hafið sem og óminnis djúpið sem við sökkvum öll í einhvern daginn. Það er tileinkað litlum dreng, Samuel William Knipe, sem lifði því miður aðeins í tvær klukkustundir en hann fæddist og lést 15. maí síðastliðinn," segir Sölvi Fannar og heldur áfram: ,,Hann var bróðursonur bandarísks háskólakennara sem hafði samband við mig í gegnum aðdáendasíðuna mína á Facebook. Sá hefur meðal annars verið að reyna að kaupa skóna mína áritaða, mjög öðruvísi upplifun fyrir mig en svona er þetta bara, lífið getur verið svo skrítið." ,,Auðvitað er algjörlega viðeigandi að tileinka þetta einnig Ellu Dís sem lést 5. júní, blessuð sé minning hennar," bætir hann við einlægur.Einlægur í flutningi sínum kemur Sölvi upp á yfirborðið á ný.Þurftum að taka þetta upp til sönnunar ,,Upprunalega er þetta tilkomið vegna þess að Diddi bróðursonur minn skoraði á pabba sinn, eldri bróður sinn og mig að stökkva í sjóinn. Þetta er æði sem fór eins og eldur í sinu út um allt hér fyrir nokkrum vikum. Þá sendi hann myndskeið af sér að stökkva í sjóinn með skilaboðunum: ,,Annað hvort stekkur þú í sjóinn innan 24 klukkustunda eða þú skuldar mér fimm þúsund kall.". ,,Við þurftum að taka þetta upp til sönnunar og svo maður þyrfti ekki að borga fimm þúsund kallinn. Ég fékk Didda til þess að gera það. Hann er pínu skjálfhentur en sleppur samt."„Að segja sjúkdóm stríð á hendur er fásinna, stríð er sjúkdómur. Við verðum að elska okkur eins og við erum - Næra sálina og líkamann. Sölvi Fannar 2014.“ -MYND/GEIRIXEitthvað innra með mér springur ,,Ég hef stundum sagt að oft er eins og eitthvað innra með mér sé að sprengja mig utan af sér og tengist væntanlega þeirri upplifun að listamaður skapar ekki list sína endilega vegna þess að hann langar til þess heldur vegna þess að hann einfaldlega verður að gera það," útskýrir Sölvi. ,,Þannig var það með The Abyss. Ég fór með ljóð eftir að ég stakk mér fram af bryggjunni - sem ég hafði aldrei prófað áður og verð að viðurkenna að var meiri upplifun en ég hafði haldið."Ljóðið varð til í bílnum ,,En strax í bílnum á leiðinni heim varð til ljóðið Djúpið eða The Abyss. Svo þegar heim var komið þá kom upp í huga mér að spila inn kirkjuorgel inn í og undir þetta sem ég og gerði."Prófaði að syngja ,,Svo ákvað ég að prófa að syngja þetta inn líka. Upprunalega ætlaði ég að syngja þetta á bassa/baritón skalanum en enda á því að syngja þetta meira og minna í falsettu, - sem er alveg nýtt fyrir mér eins og heyrist." ,,Ég hef verið að vinna talsvert með röddina mína í leiklistinni og það er svo magnað að það eru viss hljóð sem við gefum frá okkur sem kalla fram ákveðnar tilfinningar og þetta má nota þegar maður þarf að kalla fram viðeigandi viðbrögð í leiklistinni, oft samhliða annars konar leiktækni."Kallaði fram tilfinningar ,,Við auðvitað vanmetum röddina okkar stórkostlega, rétt eins og jógarnir segja að flestir andi rétt nógu mikið til þess að drepast ekki. Þá erum við allt of feimin við að nota röddina okkar. Allavega, þegar ég var búinn að taka upp hálft lagið í bassa/baritón byrjaði ég upp á nýtt og þá með hvatann sem konu sem er að hugsa um manninn sinn, sem hún missti og mér fannst einhvern veginn ekki passa að það væri sungið svo djúpri röddu svo ég prófaði að syngja það eins og mér fannst að það yrði ef hún væri að hugsa það og enda í þessari falsettu og fínu núönsum raddarinnar sem ég hlakka til að ná betri tökum á með meiri æfingum en eins og það kemur fram í þessu verki þá er það svo til eingöngu tilfinningatengt, það er að segja hvar röddin kallar fram ákveðnar tilfinningar í brjósti mér." ,,Flestir þekkja væntanlega þegar við verðum mjög sorgmædd, upp að því marki að röddin getur brostið og við erum með kökk í hálsinum. Eins þegar við verðum svo glöð að við vitum ekki alveg hvort við eigum að hlæja eða gráta og endum jafnvel á því að gera hvort tveggja í einu, jafnvel hoppum og skoppum á meðan." ,,Sama hversu oft ég segi það, þá get ég ekki lagt nægilega þunga áherslu á að það er svo mikilvægt að við leikum okkur með okkur sjálf og tökum stundum stjórnina í eigin hendur, dönsum eins og enginn horfi á, syngjum þrátt fyrir að vera ekki bestu söngvarar í heiminum. Verum frjáls." ,,Það þýðir ekki að við sinnum ekki störfum okkar og skyldum af fullri einbeitingu og natni. Það þýðir hins vegar að við verðum minna leiðinleg. Ekki síst gagnvart okkur sjálfum." ,,Frændi minn Jónas frá Hriflu sagði eitthvað á þá leið að viðhorf okkar til lífsins réðust oftast af lífskjörum okkar og endurspeglaði þar með enn frægari setningu samtímamanns síns William James um að merkasta uppgötvun hans aldar (19. öldin) væri að við gætum breytt lífi okkar með því að breyta viðhorfum okkar."Ekki bíða eftir að einhver bjargi lífi þínu ,,Ég trúi ekki á að við eigum að bíða eftir að einhver annar komi og breyti lífi okkar meira í þá átt sem við viljum fara en það kostar hins vegar oftast að við verðum að breyta viðhorfum okkar og það getur reynst mörgum erfitt. Það er að mínu mati svo til alltaf hægt en við verðum að finna hvatann til þess innra með okkur sjálfum, ástríðuna sem getur brunnið og gefið okkur hita innan frá, rétt eins og við þráum flest að finna varma sólarinnar og þeirra sem við elskum," segir listamaðurinn að lokum. Hér má lesa fleiri ljóð eftir Sölva.Síðan hans Sölva á IMDB.
Tengdar fréttir Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45 Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15 Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira
Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45
Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15