Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 1-2 | Fyrsti sigur ÍBV í hús Árni Jóhannsson skrifar 2. júlí 2014 17:15 Víðir Þorvarðarson Vísir/Vilhelm Eyjamenn gerðu góða ferð til Keflavíkur fyrr í kvöld og náðu sér í sinn fyrsta sigur í deildinni. Sigurinn tryggðu þeir sér þegar venjulegur leiktími var liðinn en sigurinn áttu þeir fyllilega skilinn eftir góða spilamennsku og eftir að hafa ráðið förinn lengst af í leiknum. Fyrri hálfleikurinn á milli Keflvíkinga og ÍBV einkenndist af miðjumoði. Fá færi voru sköpuð hjá báðum liðum en það voru samt sem áður Eyjamenn sem stýrðu ferðinni, voru meira með boltann og mikið grimmari í sínum aðgerðum á meðan heimamenn voru ekki með á nótunum og áttu erfitt með að tengja saman sendingar á milli manna. Eyjamenn náðu hinsvegar ekki að snúa yfirburðum sínum í því að vera meira með boltann í færi en þau skot sem þeir náðu á markið hittu hinsvegar og var Sindri Ólafsson hetja heimamanna en hann varði þau skot sem komu á markið. Hinsvegar voru það heimamenn sem héldu til búningsherbergja með forksotið og var það ekki verðskuldað miðað við gang leiksins. Elías Már Ómarsson náði góðum spretti að vítateig Eyjamanna og var brotið á honum u.þ.b. meter frá vítateignum. Magnús Sverrir Þorsteinsson tók spyrnuna og náði að snúa boltann yfir vegginn og í samskeytin og staðan því 1-0 fyrir Keflavík í hálfleik. Það er svipaða sögu að segja af seinni hálfleiknum. ÍBV byrjaði á því að ráða ferðinni án þess þó að skapa sér einhver færi sem vert er að segja frá. Keflvíkingar voru langt frá sínu besta og áttu erfitt með að setja saman sóknir eða halda boltanum innan liðsins. Leikurinn var frekar bragðdaufur þangað til um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá náðu bæði lið að auka hraða sinn og skapa sér færi sem komu hvert ofan í annað, illa gekk þó að hitta á rammann og staðan því enn 1-0 fyrir heimamenn þegar fimm mínútur voru eftir. Þá dró til tíðinda en Eyjamenn fengu vítaspyrnu eftir að vandræðagang í vörn Keflvíkinga sem varð til þess að Atli Fannar Jónsson var felldur í teignum og bent var á punktinn. Víðir Þorvarðarson steig upp og sendi markvörð heimamanna í vitlaust horn og boltann hátt í hitt markhornið. Aftur var Atli Fannar Jónsson á ferðinni svo þegar nokkrar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma en hann tók þá frákast eftir að Jonathan Glenn lét verja frá sér úr góðu færi og skóflaði boltanum yfir marklínuna og tryggði þar með að Eyjamenn færu með öll stigin til Eyja. Þar með unnu Eyjamenn sinn fyrsta sigur og eru vel að honum komnir því eins og áður segir réðu þeir ferðinni lengst af í leiknum hlýtur þetta að gefa byr undir vængi þeirra. Keflvíkingar þurfa hinsvegar að vera fljótir að jafna sig á þessum leik enda stutt í viðureign þeirra í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar en þeir voru ekki nógu góðir í dag.Atli Fannar Jónsson: Það hlaut að koma að sigri hjá okkur Hetja Eyjamanna í kvöld var Atli Fannar Jónsson en hann kom inn á, nældi í víti og skoraði sigurmarkið. Hann var að vonum ánægður með sigurinn. „Það hlaut að koma að sigri hjá okkur Eyjamönnum og var hann verðskuldaður finnst mér. Við vorum betri aðilinn í dag og það er mjög gaman að fá þrjú stig.“ „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem við fáum á okkur mark í lok fyrri hálfleiks en við þurftum bara að koma sterkari í seinni hálfleikinn og svara því. Þetta var sanngjarn sigur, við spiluðum vel og klúðruðum nokkrum dauðafærum og var þetta verðskuldað hjá okkur fannst mér“, bætti Atli Fannar við um það að fá á sig mark undir lok hálfleiksins. Atli var spurður hvort það hafi ekki verið hávær krafa um að vinna þennan leik þar sem níu leikir voru búnir af mótinu og ekki kominn sigur í hús. „Jú algjörlega og loksins kom sigurinn og nú ætti sjálfstraustið að fara í botn hjá okkur Eyjamönnum.“Jóhann Birnir Guðmundsson: ÍBV átti sigurinn fyllilega skilinn „Þetta var slakur leikur og ekki nógu gott. Þeir voru mikið grimmari en við og áttu skilið að vinna“, voru fyrstu viðbrögð Jóhanns þegar blaðamaður náði tali af honum eftir leik. Jóhann var þá spurður að því hvort Keflvíkingar hefðu fundið fyrir aukinni pressu á sjálfa sig að tapa ekki þar sem Eyjamenn voru án sigurs það sem af var móti. „Þetta er ÍBV, þetta er ekki lið sem er nýkomið í deildina og er rótgróið félag með ríka sögu og góða leikmenn. Það er ekki inn í dæminu hjá okkur að fara að vanmeta þá, þeir áttu bara skilið að vinna. Þeir voru grimmari.“ Um áhrif þess að fá mark á sig í lok leiks og framhaldið í deildinni sagði Jóhann: „Ég held að þetta hafi ekki mikil áhrif. Það er búið að loða dálítið við okkur hingað til að fá á okkur mörk á síðustu mínútunum það er ekkert nýtt. Við verðum bara að læra af þessu. Lið eiga slæma leiki inn á milli og við vonum að þeir verði ekki fleiri. Það er gott að fá bikarinn strax eftir svona leik, fá nýja keppni og á Laugardalsvelli, þar sem gaman er að spila og mig hlakkar til.“Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Vinnum leikinn með því að standa saman Þjálfara ÍBV var augljóslega létt eftir að hafa náð í fyrsta sigur liðsins í sumar. „Já maður er auðvitað léttari þegar tekst að landa sigri. Við vissum að við vorum að koma á erfiðan útivöll og að Keflavík hefur einungis tapað einum leik í sumar, þannig að við vissum að við ættum erfiðan leik fyrir höndum. Við höfðum auðvitað áhyggjur þegar við fengum á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks en ræddum það í hálfleiknum að bæta við okkur og sýndum karakter með því að jafna og síðan vinna. Við náðum því með því að standa saman og halda áfram þó að við lentum í áfalli.“ „Við höfum verið að spila svipað í undanförnum leikjum, við erum líka að læra betur inn á hvorn annan og erum að spila betur en í upphafi móts. ÍBV liðið kemur alltaf seint saman og við náðum núna að stilla strengina vel saman og í dag var ég virkilega ánægður með alla í liðinu. Atli Fannar átti síðan sterka innkomu.“ Sigurður var spurður hvort eitthvað væri að frétta af Dominic Adams, sem þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa einungis verið inn á í um fimm mínútur. Sigurður hafði frétt að hnéskelin hafi færst til hjá honum en Dominic var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar enda virtist hann sárþjáður. Sigurður var að lokum beðinn um að leggja mat á framhaldið hjá Eyjamönnum og hvað sigur gefur liðinu. „Ég vona að þetta gefi liðinu aukið sjálfstraust. Við höfum verið að spila betur og ná ágætis úrslitum undanfarið en loksins núna að fá sigur getur gefið okkur mikið. Vonandi náum við að byggja ofan á þetta en við eigum bikarinn næst og undirbúum okkur vel fyrir þann leik og vonandi náum við að byggja ofan á þetta.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Eyjamenn gerðu góða ferð til Keflavíkur fyrr í kvöld og náðu sér í sinn fyrsta sigur í deildinni. Sigurinn tryggðu þeir sér þegar venjulegur leiktími var liðinn en sigurinn áttu þeir fyllilega skilinn eftir góða spilamennsku og eftir að hafa ráðið förinn lengst af í leiknum. Fyrri hálfleikurinn á milli Keflvíkinga og ÍBV einkenndist af miðjumoði. Fá færi voru sköpuð hjá báðum liðum en það voru samt sem áður Eyjamenn sem stýrðu ferðinni, voru meira með boltann og mikið grimmari í sínum aðgerðum á meðan heimamenn voru ekki með á nótunum og áttu erfitt með að tengja saman sendingar á milli manna. Eyjamenn náðu hinsvegar ekki að snúa yfirburðum sínum í því að vera meira með boltann í færi en þau skot sem þeir náðu á markið hittu hinsvegar og var Sindri Ólafsson hetja heimamanna en hann varði þau skot sem komu á markið. Hinsvegar voru það heimamenn sem héldu til búningsherbergja með forksotið og var það ekki verðskuldað miðað við gang leiksins. Elías Már Ómarsson náði góðum spretti að vítateig Eyjamanna og var brotið á honum u.þ.b. meter frá vítateignum. Magnús Sverrir Þorsteinsson tók spyrnuna og náði að snúa boltann yfir vegginn og í samskeytin og staðan því 1-0 fyrir Keflavík í hálfleik. Það er svipaða sögu að segja af seinni hálfleiknum. ÍBV byrjaði á því að ráða ferðinni án þess þó að skapa sér einhver færi sem vert er að segja frá. Keflvíkingar voru langt frá sínu besta og áttu erfitt með að setja saman sóknir eða halda boltanum innan liðsins. Leikurinn var frekar bragðdaufur þangað til um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá náðu bæði lið að auka hraða sinn og skapa sér færi sem komu hvert ofan í annað, illa gekk þó að hitta á rammann og staðan því enn 1-0 fyrir heimamenn þegar fimm mínútur voru eftir. Þá dró til tíðinda en Eyjamenn fengu vítaspyrnu eftir að vandræðagang í vörn Keflvíkinga sem varð til þess að Atli Fannar Jónsson var felldur í teignum og bent var á punktinn. Víðir Þorvarðarson steig upp og sendi markvörð heimamanna í vitlaust horn og boltann hátt í hitt markhornið. Aftur var Atli Fannar Jónsson á ferðinni svo þegar nokkrar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma en hann tók þá frákast eftir að Jonathan Glenn lét verja frá sér úr góðu færi og skóflaði boltanum yfir marklínuna og tryggði þar með að Eyjamenn færu með öll stigin til Eyja. Þar með unnu Eyjamenn sinn fyrsta sigur og eru vel að honum komnir því eins og áður segir réðu þeir ferðinni lengst af í leiknum hlýtur þetta að gefa byr undir vængi þeirra. Keflvíkingar þurfa hinsvegar að vera fljótir að jafna sig á þessum leik enda stutt í viðureign þeirra í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar en þeir voru ekki nógu góðir í dag.Atli Fannar Jónsson: Það hlaut að koma að sigri hjá okkur Hetja Eyjamanna í kvöld var Atli Fannar Jónsson en hann kom inn á, nældi í víti og skoraði sigurmarkið. Hann var að vonum ánægður með sigurinn. „Það hlaut að koma að sigri hjá okkur Eyjamönnum og var hann verðskuldaður finnst mér. Við vorum betri aðilinn í dag og það er mjög gaman að fá þrjú stig.“ „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem við fáum á okkur mark í lok fyrri hálfleiks en við þurftum bara að koma sterkari í seinni hálfleikinn og svara því. Þetta var sanngjarn sigur, við spiluðum vel og klúðruðum nokkrum dauðafærum og var þetta verðskuldað hjá okkur fannst mér“, bætti Atli Fannar við um það að fá á sig mark undir lok hálfleiksins. Atli var spurður hvort það hafi ekki verið hávær krafa um að vinna þennan leik þar sem níu leikir voru búnir af mótinu og ekki kominn sigur í hús. „Jú algjörlega og loksins kom sigurinn og nú ætti sjálfstraustið að fara í botn hjá okkur Eyjamönnum.“Jóhann Birnir Guðmundsson: ÍBV átti sigurinn fyllilega skilinn „Þetta var slakur leikur og ekki nógu gott. Þeir voru mikið grimmari en við og áttu skilið að vinna“, voru fyrstu viðbrögð Jóhanns þegar blaðamaður náði tali af honum eftir leik. Jóhann var þá spurður að því hvort Keflvíkingar hefðu fundið fyrir aukinni pressu á sjálfa sig að tapa ekki þar sem Eyjamenn voru án sigurs það sem af var móti. „Þetta er ÍBV, þetta er ekki lið sem er nýkomið í deildina og er rótgróið félag með ríka sögu og góða leikmenn. Það er ekki inn í dæminu hjá okkur að fara að vanmeta þá, þeir áttu bara skilið að vinna. Þeir voru grimmari.“ Um áhrif þess að fá mark á sig í lok leiks og framhaldið í deildinni sagði Jóhann: „Ég held að þetta hafi ekki mikil áhrif. Það er búið að loða dálítið við okkur hingað til að fá á okkur mörk á síðustu mínútunum það er ekkert nýtt. Við verðum bara að læra af þessu. Lið eiga slæma leiki inn á milli og við vonum að þeir verði ekki fleiri. Það er gott að fá bikarinn strax eftir svona leik, fá nýja keppni og á Laugardalsvelli, þar sem gaman er að spila og mig hlakkar til.“Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Vinnum leikinn með því að standa saman Þjálfara ÍBV var augljóslega létt eftir að hafa náð í fyrsta sigur liðsins í sumar. „Já maður er auðvitað léttari þegar tekst að landa sigri. Við vissum að við vorum að koma á erfiðan útivöll og að Keflavík hefur einungis tapað einum leik í sumar, þannig að við vissum að við ættum erfiðan leik fyrir höndum. Við höfðum auðvitað áhyggjur þegar við fengum á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks en ræddum það í hálfleiknum að bæta við okkur og sýndum karakter með því að jafna og síðan vinna. Við náðum því með því að standa saman og halda áfram þó að við lentum í áfalli.“ „Við höfum verið að spila svipað í undanförnum leikjum, við erum líka að læra betur inn á hvorn annan og erum að spila betur en í upphafi móts. ÍBV liðið kemur alltaf seint saman og við náðum núna að stilla strengina vel saman og í dag var ég virkilega ánægður með alla í liðinu. Atli Fannar átti síðan sterka innkomu.“ Sigurður var spurður hvort eitthvað væri að frétta af Dominic Adams, sem þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa einungis verið inn á í um fimm mínútur. Sigurður hafði frétt að hnéskelin hafi færst til hjá honum en Dominic var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar enda virtist hann sárþjáður. Sigurður var að lokum beðinn um að leggja mat á framhaldið hjá Eyjamönnum og hvað sigur gefur liðinu. „Ég vona að þetta gefi liðinu aukið sjálfstraust. Við höfum verið að spila betur og ná ágætis úrslitum undanfarið en loksins núna að fá sigur getur gefið okkur mikið. Vonandi náum við að byggja ofan á þetta en við eigum bikarinn næst og undirbúum okkur vel fyrir þann leik og vonandi náum við að byggja ofan á þetta.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira