Tónlist

UB40 með tónleika í Hörpu í september

UB40 tryllir lýðinn í Hörpu í september.
UB40 tryllir lýðinn í Hörpu í september. Mynd/Einkasafn
Hljómsveitin UB40 heldur tónleika hér á landi, nánar tiltekið í Hörpu, þann 19. september næstkomandi. Í janúar 2014 tilkynntu meðlimir hljómsveitarinnar  að þeir myndu koma saman á árinu til að taka upp nýja plötu og hefja tónleikaferð um heiminn með upprunalegri skipan hljómsveitarinnar.

UB40 var ein sú vinsælasta í heiminum á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda og er meðal allra söluhæstu listamanna popptónlistarsögunnar með yfir 70 milljónir seldra platna. Sveitin á einnig fjölda laga sem náð hafa á topp vinsældalista um allan heim,  þeirra þekktust eru sjálfsagt lögin, Red Red Wine, I´ve Got You Babe, I Can´t Help Falling in Love og Food for Thought.

UB40 var stofnuð árið 1979 og vakti fljótlega athygli í heimalandinu, Bretlandi en sveitin hefur starfað síðan þá með hléum og með breytilegri meðlimaskipan. Allan þennan tíma hefur hljómsveitin gefið út plötur sem hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og aðdáenda.

Síðasta plata sveitarinnar, Getting Over The Storm kom út árið 2013 og fékk hún fimm stjörnu dóma hjá bresku tónlistarpressunni.

Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 19. september og hefst miðasala þann 3. júlí á midi.is en einungis er um eina tónleika að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.