KFC, Taco Bell og McDonald's selja versta skyndibitann Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2014 13:43 VISIR/AFP Þrjár af stærstu skyndibitakeðjum heims, McDonald‘s, Taco Bell og KFC, fá harða útreið í nýrri könnun sem neytendatímaritið Consumer Reports birti nú á dögunum. Samkvæmt þeim 32.405 sem tóku þátt í könnuninni eru flaggskip staðana þriggja þau verstu í sínum flokkum; McDonald‘s býr til verstu hamborgarana, KFC býður upp á versta kjúklinginn og Taco Bell selur versta mexíkóska matinn. Skyndibitaiðnaðurinn er heljarinnar fyrirtæki vestanhafs og talið er að Bandaríkjamenn eyði rúmlega 683 milljörðum dala í skyndibitamat á þessu ári. Það gerir tæplega 240 milljarða króna daglega. Talið er að niðustöður könnunarinnar megi rekja til nýrrar kynslóðar neytenda sem gera ríkari gæða- og bragð kröfur en eru einnig meðvitaðri um framleiðsluferli vörunnar en áður. Stærri veitingastaðakeður eigi erfiðara með að bregðast hratt við breyttu landslagi á skyndibitamarkaðnum.Niðurstöðurnar voru á þessa leið:Hamborgarar McDonald‘s enduðu í neðsta sæti af 21 skyndibitastaðakeðju með einkunnina 5.8. The Habit Burger Grill í Kaliforníu fékk 8.1 og rataði í fyrsta sæti.Af átta kjúklingastaðakeðjum reyndust kjúklingar KFC þeir verstu en þeir hlutu einkunnina 7.1 Efsta sætið prýddi hins vegar Chick-Fil-A með einkunn upp á 8.0.Taco Bell fékk 6.3 fyrir mexíkóska matargerð sína og skilaði það þeim í neðsta sætið sem fyrr segir. Veitingastaðakeðjan Chipotle prísar sig sæla með fyrsta sætið og frammistöðu upp á 7.8. Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þrjár af stærstu skyndibitakeðjum heims, McDonald‘s, Taco Bell og KFC, fá harða útreið í nýrri könnun sem neytendatímaritið Consumer Reports birti nú á dögunum. Samkvæmt þeim 32.405 sem tóku þátt í könnuninni eru flaggskip staðana þriggja þau verstu í sínum flokkum; McDonald‘s býr til verstu hamborgarana, KFC býður upp á versta kjúklinginn og Taco Bell selur versta mexíkóska matinn. Skyndibitaiðnaðurinn er heljarinnar fyrirtæki vestanhafs og talið er að Bandaríkjamenn eyði rúmlega 683 milljörðum dala í skyndibitamat á þessu ári. Það gerir tæplega 240 milljarða króna daglega. Talið er að niðustöður könnunarinnar megi rekja til nýrrar kynslóðar neytenda sem gera ríkari gæða- og bragð kröfur en eru einnig meðvitaðri um framleiðsluferli vörunnar en áður. Stærri veitingastaðakeður eigi erfiðara með að bregðast hratt við breyttu landslagi á skyndibitamarkaðnum.Niðurstöðurnar voru á þessa leið:Hamborgarar McDonald‘s enduðu í neðsta sæti af 21 skyndibitastaðakeðju með einkunnina 5.8. The Habit Burger Grill í Kaliforníu fékk 8.1 og rataði í fyrsta sæti.Af átta kjúklingastaðakeðjum reyndust kjúklingar KFC þeir verstu en þeir hlutu einkunnina 7.1 Efsta sætið prýddi hins vegar Chick-Fil-A með einkunn upp á 8.0.Taco Bell fékk 6.3 fyrir mexíkóska matargerð sína og skilaði það þeim í neðsta sætið sem fyrr segir. Veitingastaðakeðjan Chipotle prísar sig sæla með fyrsta sætið og frammistöðu upp á 7.8.
Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira