Innlent

Segir ekki rétt að flugmálastarfsmenn vilji 25,6 prósenta hækkun

Vísir/Daníel
„Ég er ekki sammála þessu. Við höfum verið að leggja fram tilboð sem hljóða upp á samning til 29 mánaða. Við getum sagt sem svo að við höfum verið að tala um fimm til sex prósent hækkun á ári á samningstímabilinu. Það er 18 prósenta hækkun yfir allt tímabilið,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins.

Tilefnið er fullyrðing Samtaka atvinnulífsins í morgun um að FFR færi fram á 25,6 prósenta hækkun. Kristján segir viðræðum hafa verið frestað af ríkissáttasemjara svo ljóst sé að vinnustöðvun verði á morgun.

„Þetta leysist ekki fyrir morgundaginn, því það er ekki boðaður fundur. Það má ljóst vera að það verður vinnustöðvun hjá félagsmönnum FFR, SFR og LSS í fyrramálið,“ segir Kristján.

Vinnustöðvunin mun hefjast klukkan fjögur í nótt til klukkan níu í fyrramálið. Allsherjarverkfall hefur verið boðað næstkomandi miðvikudag.

„Ég reikna nú með því að við verðum búin að hittast eitthvað og ræða málin fyrir þann tíma. Ég geri ráð fyrir því,“ segir Kristján.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×