„Af hverju má til dæmis Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr?“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 16:17 Vísir/Daníel Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, hefur að undanförnu fjallað mikið um mannanafnanefnd á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að honum þyki sérkennilegt að ekki mega heita ákveðnum eftirnöfnum hér á landi. Í gær varpaði hann fram spurningunni af hverju hann mætti ekki bera eftirnafnið Gnarr, en þingkonan Elín Hirst mætti bara sitt eftirnafn:„Á Íslandi má heita Jesus. Mannanafnanefnd ræður þar engu um. Skiptir engu máli hvort það er skrifað með ú-i eða u-i. Það má líka heita Muhamed eða Muhammed. Mannanafnalögin ná nefnilega aðeins yfir hluta Íslendinga. Hverskonar lög eru það sem mismuna fólki á þennan hátt? Afhverju má td. Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr? Er Hirst flottara? Íslenskara? Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ Með færslunni birti hann skjáskot af Íslendingabók sem sýndi fjölda manns sem bera nafnið Jesus eða Jesús.Hér má sjá skjáskotið sem Jón Gnarr birti.Vísir/SkjáskotJón Gnarr hélt áfram vangaveltum sínum og leitaði að nafninu Smith í Íslendingabók. „Leitaði að „Smith“ á landinu þar sem ættarnöfn eru bönnuð með lögum. Athyglisverð leitarniðurstaða“. Með því fylgdi skjáskot sem sýndi að 150 manns bera eftirnafnið Smith. Jón hefur áður tjáð sig um mannanafnalög. Í desember 2012 skrifaði hann: „Þetta eru einhver mestu ólög sem finnast hér á landi á. Ekki eru þau bara kjánaleg heldur mismuna þau fólki.“ Í nóvember í fyrra óskaði hann þess opinberlega að fá nýtt ríkisfang, því hann hefur ekki fengið nafnið Gnarr samþykkt hjá Þjóðskrá. Hann vakti athygli á því að hann megi ekki taka upp eftirnafnið Gnarr, en hann geti flutt til útlanda, skipt um nafn og síðan flutt aftur til Íslands og fengið nafnið samþykkt þannig:„Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, hefur að undanförnu fjallað mikið um mannanafnanefnd á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að honum þyki sérkennilegt að ekki mega heita ákveðnum eftirnöfnum hér á landi. Í gær varpaði hann fram spurningunni af hverju hann mætti ekki bera eftirnafnið Gnarr, en þingkonan Elín Hirst mætti bara sitt eftirnafn:„Á Íslandi má heita Jesus. Mannanafnanefnd ræður þar engu um. Skiptir engu máli hvort það er skrifað með ú-i eða u-i. Það má líka heita Muhamed eða Muhammed. Mannanafnalögin ná nefnilega aðeins yfir hluta Íslendinga. Hverskonar lög eru það sem mismuna fólki á þennan hátt? Afhverju má td. Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr? Er Hirst flottara? Íslenskara? Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ Með færslunni birti hann skjáskot af Íslendingabók sem sýndi fjölda manns sem bera nafnið Jesus eða Jesús.Hér má sjá skjáskotið sem Jón Gnarr birti.Vísir/SkjáskotJón Gnarr hélt áfram vangaveltum sínum og leitaði að nafninu Smith í Íslendingabók. „Leitaði að „Smith“ á landinu þar sem ættarnöfn eru bönnuð með lögum. Athyglisverð leitarniðurstaða“. Með því fylgdi skjáskot sem sýndi að 150 manns bera eftirnafnið Smith. Jón hefur áður tjáð sig um mannanafnalög. Í desember 2012 skrifaði hann: „Þetta eru einhver mestu ólög sem finnast hér á landi á. Ekki eru þau bara kjánaleg heldur mismuna þau fólki.“ Í nóvember í fyrra óskaði hann þess opinberlega að fá nýtt ríkisfang, því hann hefur ekki fengið nafnið Gnarr samþykkt hjá Þjóðskrá. Hann vakti athygli á því að hann megi ekki taka upp eftirnafnið Gnarr, en hann geti flutt til útlanda, skipt um nafn og síðan flutt aftur til Íslands og fengið nafnið samþykkt þannig:„Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira