SÞ þurfa rúman milljarð dala gegn ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2014 18:06 Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar segjast þurfa rúman milljarð dala, eða tæpa 120 milljarðar króna, til að sporna gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði háttsettur embættismaður innan SÞ að faraldurinn ætti sér enga hliðstæðu á okkar tímum.BBC segir að á fundinum hafi komið fram að minnst 4.985 einstaklingar hafi smitast af ebólu. Um helmingur þeirra hefur látið lífið. „Við báðum um 100 milljónir dala fyrir mánuði síðan og núna erum við að biðja um milljarð. Verkefni okkar hefur tífaldast í umfangi,“ sagði David Nabarro hjá SÞ á blaðamannafundinum. „Í sannleika sagt, dömur mínar og herrar, á ástandið sem við eigum við að etja sér enga hliðstæðu í nútímanum. Við vitum ekki hve háar tölurnar munu verða.“ Bandaríkin munu senda um þrjú þúsund hermenn til Líberíu, þar sem þeir munu byggja 17 móttökustöðvar fyrir smitaða, flytja birgðir til þeirra sem þurfa og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn. Læknar án landamæra kalla eftir því að önnur ríki heimsins fari eftir fordæmi Bandaríkjanna, en alþjóðasamfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir hæg viðbrögð gegn útbreiðslu veirunnar. Fram kom á fundinum að læknar án landamæra hafi þurft að vísa smituðum frá í Líberíu þar sem öll umönnunarpláss hafi verið full. „Smitaðir einstaklingar hafa þurft að snúa aftur til síns heima, þar sem þeir smita aðra og halda dreifingu veirunnar áfram. Allt vegna skorts á alþjóðlegri aðstoð,“ sagði Joanne Liu, forseti lækna án landamæra. Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn rétt að byrja Bandariskir vísindamenn áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði. 15. september 2014 12:00 Bandarískir hermenn til Afríku til að berjast við ebólu Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna um aðgerðir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miða að því að berjast við útbreiðslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. 16. september 2014 08:01 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu. 8. september 2014 19:00 Auka viðbúnað vegna ebólu Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. 9. september 2014 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segjast þurfa rúman milljarð dala, eða tæpa 120 milljarðar króna, til að sporna gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði háttsettur embættismaður innan SÞ að faraldurinn ætti sér enga hliðstæðu á okkar tímum.BBC segir að á fundinum hafi komið fram að minnst 4.985 einstaklingar hafi smitast af ebólu. Um helmingur þeirra hefur látið lífið. „Við báðum um 100 milljónir dala fyrir mánuði síðan og núna erum við að biðja um milljarð. Verkefni okkar hefur tífaldast í umfangi,“ sagði David Nabarro hjá SÞ á blaðamannafundinum. „Í sannleika sagt, dömur mínar og herrar, á ástandið sem við eigum við að etja sér enga hliðstæðu í nútímanum. Við vitum ekki hve háar tölurnar munu verða.“ Bandaríkin munu senda um þrjú þúsund hermenn til Líberíu, þar sem þeir munu byggja 17 móttökustöðvar fyrir smitaða, flytja birgðir til þeirra sem þurfa og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn. Læknar án landamæra kalla eftir því að önnur ríki heimsins fari eftir fordæmi Bandaríkjanna, en alþjóðasamfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir hæg viðbrögð gegn útbreiðslu veirunnar. Fram kom á fundinum að læknar án landamæra hafi þurft að vísa smituðum frá í Líberíu þar sem öll umönnunarpláss hafi verið full. „Smitaðir einstaklingar hafa þurft að snúa aftur til síns heima, þar sem þeir smita aðra og halda dreifingu veirunnar áfram. Allt vegna skorts á alþjóðlegri aðstoð,“ sagði Joanne Liu, forseti lækna án landamæra.
Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn rétt að byrja Bandariskir vísindamenn áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði. 15. september 2014 12:00 Bandarískir hermenn til Afríku til að berjast við ebólu Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna um aðgerðir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miða að því að berjast við útbreiðslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. 16. september 2014 08:01 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu. 8. september 2014 19:00 Auka viðbúnað vegna ebólu Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. 9. september 2014 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Ebólufaraldurinn rétt að byrja Bandariskir vísindamenn áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði. 15. september 2014 12:00
Bandarískir hermenn til Afríku til að berjast við ebólu Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna um aðgerðir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miða að því að berjast við útbreiðslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. 16. september 2014 08:01
Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23
Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu. 8. september 2014 19:00
Auka viðbúnað vegna ebólu Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. 9. september 2014 07:00