Kristín Ingólfs sækist ekki eftir endurkjöri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2014 15:43 Kristín Ingólfsdóttir. Vísir/Anton Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti starfsfólki skólans á opnum fundi fyrr í dag að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri þegar öðru kjörtímabili hennar sem rektor lýkur 1. júlí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. Kristín var fyrst kjörin rektor árið 2005. Lög um skólann og reglur hans takmarka ekki hversu lengi sama manneskja getur gegnt rektorsstarfi en Kristín kvaðst telja að tíu ár væri hámarkstími, bæði fyrir stofnunina og fyrir þann sem starfinu gegnir. Kristín sagði mikilvægt fyrir skólann að endurnýja reglulega stefnu sína og meta áhersluverkefni. Hún rakti þau verkefni sem nú eru brýnust. Þar ber hæst áhersla á að styrkja fjármögnun starfseminnar, efla þverfræðilega samhæfingu innan skólans og samstarf við atvinnulíf, áhersla á nýsköpun fyrir samfélagið, efling kennaramenntunar og þróun nýrra kennsluhátta við háskólann. Kristín nefndi að eðli margra námsgreina væri að breytast og því fylgdu nýjar áherslur og kröfur, m.a. um aukna stærðfræðiþekkingu í hug- og félagsvísindum og aukna þekkingu í upplýsingatækni í mörgum greinum líf- og heilbrigðisvísinda. Þá sagði Kristín að beðið væri skýrslu utanaðkomandi erlendra og innlendra sérfræðinga á stöðu kennaramenntunar við HÍ í alþjóðlegum samanburði og ráðgjafar um hvernig efla megi kennaramenntun í landinu. Kristín gerði að sérstöku umtalsefni framlag jarðvísindamanna Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi eldsumbrota. Þarna væri um að ræða gífurlega mikilvægt framlag til vísinda en ekki síður framlag í formi samfélagslegrar ábyrgðar, sem felst í upplýsingagjöf til almennings gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla sem og ráðgjöf í samstarfi við Almannavarnir. Rektor ræddi um nýlega samninga sem HÍ hefur gert við erlenda háskóla í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína, og þá möguleika sem þeir skapa fyrir stúdenta og starfsfólk. Nýir samningar við Cornell-háskóla og University of Wisconsin gefa nemendum HÍ kost á að taka hluta af námi við þessa háskóla án þess að greiða skólagjöld. Þessir samningar opna því svipaða möguleika fyrir stúdenta og samningar sem gerðir hafa verið við Stanford-háskóla, University of California og Caltech. Skólagjöld við bandaríska og breska háskóla hafa hækkað mikið að undanförnu og sem dæmi má nefna að árleg skólagjöld við Cornell-háskóla nema um sex milljónum króna. Kristín nefndi sérstaklega nýgerðan samning við Tsinghua-háskóla í Kína, en honum er oft líkt við MIT í Bandaríkjunum. Með samningnum opnast möguleikar fyrir nemendur í kínversku og fjölmörgum greinum innan skólans að taka hluta af námi við Tsinghua segir í tilkynningunni. Kristín lauk fundi sínum með starfsfólki skólans með því að lýsa því hversu mikil forréttindi hefðu fylgt því að gegna starfi rektors og fyrir að fá að fylgjast með metnaði, vinnuhörku, sókn og árangri starfsfólks í kennslu og vísindum við erfiðar aðstæður. Þar hafi sameinaður vilji til þjóna íslensku samfélagi sem best ráðið för. Kristín sagðist vona að þetta væri í síðasta sinn sem niðurskurður og hagræðingarkrafa gagnvart Háskóla Íslands einkenndu fjárlagafrumvarpið. Hún myndi kappkosta í vetur að treysta eftir megni fjármögnun skólans og tryggja að staðið yrði við loforð sem skólanum hafa verið gefin um fjármögnun til framtíðar og vinna að því að treysta nýjar leiðir til fjáröflunar. Allt yrði gert til að tryggja að nýr rektor og háskólasamfélagið allt geti horft fram á bjartari tíma. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti starfsfólki skólans á opnum fundi fyrr í dag að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri þegar öðru kjörtímabili hennar sem rektor lýkur 1. júlí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. Kristín var fyrst kjörin rektor árið 2005. Lög um skólann og reglur hans takmarka ekki hversu lengi sama manneskja getur gegnt rektorsstarfi en Kristín kvaðst telja að tíu ár væri hámarkstími, bæði fyrir stofnunina og fyrir þann sem starfinu gegnir. Kristín sagði mikilvægt fyrir skólann að endurnýja reglulega stefnu sína og meta áhersluverkefni. Hún rakti þau verkefni sem nú eru brýnust. Þar ber hæst áhersla á að styrkja fjármögnun starfseminnar, efla þverfræðilega samhæfingu innan skólans og samstarf við atvinnulíf, áhersla á nýsköpun fyrir samfélagið, efling kennaramenntunar og þróun nýrra kennsluhátta við háskólann. Kristín nefndi að eðli margra námsgreina væri að breytast og því fylgdu nýjar áherslur og kröfur, m.a. um aukna stærðfræðiþekkingu í hug- og félagsvísindum og aukna þekkingu í upplýsingatækni í mörgum greinum líf- og heilbrigðisvísinda. Þá sagði Kristín að beðið væri skýrslu utanaðkomandi erlendra og innlendra sérfræðinga á stöðu kennaramenntunar við HÍ í alþjóðlegum samanburði og ráðgjafar um hvernig efla megi kennaramenntun í landinu. Kristín gerði að sérstöku umtalsefni framlag jarðvísindamanna Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi eldsumbrota. Þarna væri um að ræða gífurlega mikilvægt framlag til vísinda en ekki síður framlag í formi samfélagslegrar ábyrgðar, sem felst í upplýsingagjöf til almennings gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla sem og ráðgjöf í samstarfi við Almannavarnir. Rektor ræddi um nýlega samninga sem HÍ hefur gert við erlenda háskóla í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína, og þá möguleika sem þeir skapa fyrir stúdenta og starfsfólk. Nýir samningar við Cornell-háskóla og University of Wisconsin gefa nemendum HÍ kost á að taka hluta af námi við þessa háskóla án þess að greiða skólagjöld. Þessir samningar opna því svipaða möguleika fyrir stúdenta og samningar sem gerðir hafa verið við Stanford-háskóla, University of California og Caltech. Skólagjöld við bandaríska og breska háskóla hafa hækkað mikið að undanförnu og sem dæmi má nefna að árleg skólagjöld við Cornell-háskóla nema um sex milljónum króna. Kristín nefndi sérstaklega nýgerðan samning við Tsinghua-háskóla í Kína, en honum er oft líkt við MIT í Bandaríkjunum. Með samningnum opnast möguleikar fyrir nemendur í kínversku og fjölmörgum greinum innan skólans að taka hluta af námi við Tsinghua segir í tilkynningunni. Kristín lauk fundi sínum með starfsfólki skólans með því að lýsa því hversu mikil forréttindi hefðu fylgt því að gegna starfi rektors og fyrir að fá að fylgjast með metnaði, vinnuhörku, sókn og árangri starfsfólks í kennslu og vísindum við erfiðar aðstæður. Þar hafi sameinaður vilji til þjóna íslensku samfélagi sem best ráðið för. Kristín sagðist vona að þetta væri í síðasta sinn sem niðurskurður og hagræðingarkrafa gagnvart Háskóla Íslands einkenndu fjárlagafrumvarpið. Hún myndi kappkosta í vetur að treysta eftir megni fjármögnun skólans og tryggja að staðið yrði við loforð sem skólanum hafa verið gefin um fjármögnun til framtíðar og vinna að því að treysta nýjar leiðir til fjáröflunar. Allt yrði gert til að tryggja að nýr rektor og háskólasamfélagið allt geti horft fram á bjartari tíma.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira