„Ég fann það að dauðinn var bara þarna“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. apríl 2014 22:00 Hönd Róberts mölbrotnaði í slysinu. mynd/skjáskot af vef rúv „Ég fann það að dauðinn var bara þarna,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall um alvarlegt vélsleðaslys sem hann varð fyrir þann 22. mars við Skjaldbreið. Hann ræddi um reynslu sína í Kastljósi kvöldsins. „Ég bara bað til Guðs, „ekki núna, plís“, ég var á þeim stað bara,“ segir Róbert, en hann ók sleðanum fram af brún jarðsigs og hrapaði tæpa átta metra. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og liggur þar enn, en meiðsli hans eru mun minni en talið var í fyrstu. „Sleðinn byrjar bara að hrapa og hendurnar upp í loft og það er það síðasta sem ég man,“ segir Róbert en hann fór í vélsleðaferðina með félaga sínum, Ingólfi Eldjárn, og eru þeir báðir vanir fjallamenn. Það fyrsta sem Róbert man eftir þegar hann rankaði við sér voru þrætur milli hans og Ingólfs um hvort Ingólfur ætti að taka hjálminn af honum. Róbert segist hafa verið að kafna undan hjálminum. Róbert hlaut alvarlega áverka. Flest rifbeinin hægra megin brotnuðu og talsvert blæddi úr öðru nýranu og lifrinni. Þá fylltist kviðarholið af vökva og vinstri höndin mölbrotnaði. Ingólfur þurfti að yfirgefa Róbert til að ná sambandi við neyðarlínuna með neyðarsendi sem hann hafði meðferðis. Hann segir það hafa verið óþægilegt að þurfa að skilja við Róbert og hafði hann áhyggjur af því að hann myndi ekki finna hann aftur. Róbert segist finna að hann sé að jafna sig mjög fljótt. „Ég veit það er klisjukennt að tala um heilbrigðiskerfið þegar maður hefur lent í því en þetta er alveg rosalegur fjársjóður sem við eigum hérna í þessum Landspítala. Starfsfólkið hérna er ótrúlegt. Það er svo mótiverað í því að hugsa um leiðir til að láta fólki líða enn betur og koma því á fætur. Það er bara fallegt að verða vitni að þessu.“ Viðtalið við Róbert má sjá í heild sinni á vef RÚV. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Ég fann það að dauðinn var bara þarna,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall um alvarlegt vélsleðaslys sem hann varð fyrir þann 22. mars við Skjaldbreið. Hann ræddi um reynslu sína í Kastljósi kvöldsins. „Ég bara bað til Guðs, „ekki núna, plís“, ég var á þeim stað bara,“ segir Róbert, en hann ók sleðanum fram af brún jarðsigs og hrapaði tæpa átta metra. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og liggur þar enn, en meiðsli hans eru mun minni en talið var í fyrstu. „Sleðinn byrjar bara að hrapa og hendurnar upp í loft og það er það síðasta sem ég man,“ segir Róbert en hann fór í vélsleðaferðina með félaga sínum, Ingólfi Eldjárn, og eru þeir báðir vanir fjallamenn. Það fyrsta sem Róbert man eftir þegar hann rankaði við sér voru þrætur milli hans og Ingólfs um hvort Ingólfur ætti að taka hjálminn af honum. Róbert segist hafa verið að kafna undan hjálminum. Róbert hlaut alvarlega áverka. Flest rifbeinin hægra megin brotnuðu og talsvert blæddi úr öðru nýranu og lifrinni. Þá fylltist kviðarholið af vökva og vinstri höndin mölbrotnaði. Ingólfur þurfti að yfirgefa Róbert til að ná sambandi við neyðarlínuna með neyðarsendi sem hann hafði meðferðis. Hann segir það hafa verið óþægilegt að þurfa að skilja við Róbert og hafði hann áhyggjur af því að hann myndi ekki finna hann aftur. Róbert segist finna að hann sé að jafna sig mjög fljótt. „Ég veit það er klisjukennt að tala um heilbrigðiskerfið þegar maður hefur lent í því en þetta er alveg rosalegur fjársjóður sem við eigum hérna í þessum Landspítala. Starfsfólkið hérna er ótrúlegt. Það er svo mótiverað í því að hugsa um leiðir til að láta fólki líða enn betur og koma því á fætur. Það er bara fallegt að verða vitni að þessu.“ Viðtalið við Róbert má sjá í heild sinni á vef RÚV.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira