OKCupid hvetur notendur til að sniðganga Mozilla Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 1. apríl 2014 19:30 Firefox er gríðarlega vinsæll netvafri úr smiðju hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla. Vísir/Skjáskot Brendan Eich var settur nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla nú á dögunum. Stefnumótasíðan OKCupid hefur í kjölfarið hvatt notendur sína til að sniðganga Firefox, netvafra úr smiðju fyrirtækisins. NPR segir frá. Ákvörðunin um að gera Eich að forstjóra hefur reitt ýmsa til reiði, þar eð hann styrkti kalifornísku lagabreytingatillöguna Proposition 8 um þúsund Bandaríkjadali, eða um 112 þúsund íslenskra króna. Tillagan miðaði að því að skilgreina hjónaband sem aðeins milli karls og konu, en hún var felld árið 2010 á grundvelli þess að vera í mótsögn við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Mozilla hefur meðal annars gefið út forritið Firefox sem er afar vinsæll netvafri, og Thunderbird sem er tölvupóstþjónn. Starfsmenn Mozilla rökræddu ráðningu nýja forstjórans í fyrstu innbyrðis, en umræðan dreifðist um veraldarvefinn, og fleiri aðilar eins og síðan OKCupid hafa nú tjáð skoðun sína. Opni maður stefnumótasíðuna í Firefoxvafranum birtast skilaboð frá OKCupid þar sem notendur eru beðnir að nota annan vafra. „Í tíu ár höfum við gert það að starfi okkar að færa fólk saman - alls kyns fólk. Ef einstaklingar eins og herra Eich fengju að ráða, væru rúm átta prósent þeirra sambanda sem við höfum staðið að baki ólögleg,“ sagði í skilaboðum OKCupid. „OKCupid er til þess gert að skapa ást. Þeir sem ætla að afneita ástinni og lögbinda eymd, skömm og reiði í staðinn eru óvinir okkar, og við óskum þeim einskis annars en ólukku.“ Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Brendan Eich var settur nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla nú á dögunum. Stefnumótasíðan OKCupid hefur í kjölfarið hvatt notendur sína til að sniðganga Firefox, netvafra úr smiðju fyrirtækisins. NPR segir frá. Ákvörðunin um að gera Eich að forstjóra hefur reitt ýmsa til reiði, þar eð hann styrkti kalifornísku lagabreytingatillöguna Proposition 8 um þúsund Bandaríkjadali, eða um 112 þúsund íslenskra króna. Tillagan miðaði að því að skilgreina hjónaband sem aðeins milli karls og konu, en hún var felld árið 2010 á grundvelli þess að vera í mótsögn við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Mozilla hefur meðal annars gefið út forritið Firefox sem er afar vinsæll netvafri, og Thunderbird sem er tölvupóstþjónn. Starfsmenn Mozilla rökræddu ráðningu nýja forstjórans í fyrstu innbyrðis, en umræðan dreifðist um veraldarvefinn, og fleiri aðilar eins og síðan OKCupid hafa nú tjáð skoðun sína. Opni maður stefnumótasíðuna í Firefoxvafranum birtast skilaboð frá OKCupid þar sem notendur eru beðnir að nota annan vafra. „Í tíu ár höfum við gert það að starfi okkar að færa fólk saman - alls kyns fólk. Ef einstaklingar eins og herra Eich fengju að ráða, væru rúm átta prósent þeirra sambanda sem við höfum staðið að baki ólögleg,“ sagði í skilaboðum OKCupid. „OKCupid er til þess gert að skapa ást. Þeir sem ætla að afneita ástinni og lögbinda eymd, skömm og reiði í staðinn eru óvinir okkar, og við óskum þeim einskis annars en ólukku.“
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira