Haukar mæta þá Snæfellingum í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en Snæfell leiðir, 1-0, í úrslitaeinvíginu eftir sigur á heimavelli um helgina.
Leikmenn bregða á leik í meðfylgjandi myndbandi og hvetja Hafnfirðinga til að mæta á völlinn og styðja sitt lið í þessu skemmtilega lagi.