Makríll og rækja, einstakt tækifæri til þjóðarsáttar Bolli Héðinsson skrifar 1. apríl 2014 07:00 Makríllinn við Ísland og rækjan í Ísafjarðardjúpi bjóða upp á einstakt sögulegt tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að skapa sátt milli þjóðar og sjávarútvegs. Báðar þessar tegundir koma brátt til kvótaúthlutunar svo sögulega tækifærið skapast vegna takmarkaðrar veiðireynslu undangenginna ára og því ekki til neins að vísa í fortíð við úthlutun aflaheimilda til framtíðar. Þetta gerir yfirvöldum auðveldara um vik að láta útgerðir greiða sanngjarna leigu fyrir afnot þessara eigna þjóðarinnar með útboði veiðiheimilda. Vegna óvissu um framhald þessara veiða næstu árin væri heppilegra fyrir útgerðirnar að þurfa ekki að bjóða í heimildir nema til 1-3ja ára í senn.Nákvæmar útfærslur kvótauppboða Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö, hélt nýlega erindi við HÍ þar sem hann fór yfir nokkrar þeirra aðferða sem hægt er að nota við úthlutun fiskveiðiheimilda með opnu útboði. Í tilviki rækjunnar og makrílsins eru leiðirnar einfaldar og úthugsaðar en krefjast eftirlits af hálfu hins opinbera til að hindra samráð tilboðsgjafa. Verði síðan haldið áfram á braut útboða veiðiheimilda þá koma fleiri aðferðir og blandaðar leiðir til álita. Þar mætti nýta reynslu sem fengin er víða að úr veröldinni um hvað beri að varast og hvernig slíkum útboðum yrði best fyrir komið án nokkurrar áhættu fyrir fyrirtækin.Afþakkar ríkisstjórnin milljarðana? Viðbúið er að þær útgerðir sem þegar hafa reynt fyrir sér séu líklegastar til að hljóta þann kvóta sem boðinn verður út. Ekkert útgerðarfyrirtæki mun því fara í þrot við þessar aðgerðir þar sem við getum væntanlega treyst því að þau bjóði ekki í kvóta umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfir. Íslenskar útgerðir munu á komandi makrílvertíð með glöðu geði greiða Færeyingum og Grænlendingum svimandi háar fjárhæðir fyrir hvert tonn af makríl sem þeir veiða innan lögsögu þessara ríkja. Því skyldu þessar sömu útgerðir fá afhentan makrílkvóta við Ísland án endurgjalds? Útboð á heimildum til makrílveiða við Ísland gæti skilað milljörðum í ríkissjóð. Varla slær ríkisstjórnin hendinni á móti þeim? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Makríllinn við Ísland og rækjan í Ísafjarðardjúpi bjóða upp á einstakt sögulegt tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að skapa sátt milli þjóðar og sjávarútvegs. Báðar þessar tegundir koma brátt til kvótaúthlutunar svo sögulega tækifærið skapast vegna takmarkaðrar veiðireynslu undangenginna ára og því ekki til neins að vísa í fortíð við úthlutun aflaheimilda til framtíðar. Þetta gerir yfirvöldum auðveldara um vik að láta útgerðir greiða sanngjarna leigu fyrir afnot þessara eigna þjóðarinnar með útboði veiðiheimilda. Vegna óvissu um framhald þessara veiða næstu árin væri heppilegra fyrir útgerðirnar að þurfa ekki að bjóða í heimildir nema til 1-3ja ára í senn.Nákvæmar útfærslur kvótauppboða Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö, hélt nýlega erindi við HÍ þar sem hann fór yfir nokkrar þeirra aðferða sem hægt er að nota við úthlutun fiskveiðiheimilda með opnu útboði. Í tilviki rækjunnar og makrílsins eru leiðirnar einfaldar og úthugsaðar en krefjast eftirlits af hálfu hins opinbera til að hindra samráð tilboðsgjafa. Verði síðan haldið áfram á braut útboða veiðiheimilda þá koma fleiri aðferðir og blandaðar leiðir til álita. Þar mætti nýta reynslu sem fengin er víða að úr veröldinni um hvað beri að varast og hvernig slíkum útboðum yrði best fyrir komið án nokkurrar áhættu fyrir fyrirtækin.Afþakkar ríkisstjórnin milljarðana? Viðbúið er að þær útgerðir sem þegar hafa reynt fyrir sér séu líklegastar til að hljóta þann kvóta sem boðinn verður út. Ekkert útgerðarfyrirtæki mun því fara í þrot við þessar aðgerðir þar sem við getum væntanlega treyst því að þau bjóði ekki í kvóta umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfir. Íslenskar útgerðir munu á komandi makrílvertíð með glöðu geði greiða Færeyingum og Grænlendingum svimandi háar fjárhæðir fyrir hvert tonn af makríl sem þeir veiða innan lögsögu þessara ríkja. Því skyldu þessar sömu útgerðir fá afhentan makrílkvóta við Ísland án endurgjalds? Útboð á heimildum til makrílveiða við Ísland gæti skilað milljörðum í ríkissjóð. Varla slær ríkisstjórnin hendinni á móti þeim?
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar