Enski boltinn

Rodgers óánægður með þjálfarateymi enska landsliðsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Daniel Sturridge á æfingu enska landsliðsins stuttu áður en hann meiddist.
Daniel Sturridge á æfingu enska landsliðsins stuttu áður en hann meiddist. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur fengið nóg af meðhöndlun enska landsliðsins á Daniel Sturridge, framherja liðsins. Sturridge meiddist á æfingu enska landsliðsins og missir af næstu leikjum með Liverpool.

Sturridge sem hefur verið hreint óstöðvandi síðan hann gekk til liðs við Liverpool í janúarglugganum 2013 missir líklegast af næstu 2-3 vikum og missir því líklegast af nágrannaslag Liverpool og Everton.

Er þetta í fjórða sinn sem Sturridge kemur úr landsleikjahléi meiddur og hefur Rodgers fengið nóg af meðhöndlun enska landsliðsins á honum.

„Þetta er gríðarlega svekkjandi þar sem hann hefur byrjað tímabilið vel. Hann var búinn að leggja mikið á sig á undirbúningstímabilinu og leit gríðarlega vel út gegn Tottenham en þetta voru meiðsli sem var auðveldlega hægt að koma í veg fyrir,“ sagði Rodgers áður en hann veitti Roy Hodgson gott ráð.

„Þetta tengist endurhæfingunni, við lítum á hvern og einn leikmann hvað hann þarf langan tíma til að ná sér aftur eftir leik. Hraðir leikmenn á borð við Sturridge, Raheem Sterling og Danny Welbeck þurfa yfirleitt auka dag til þess að ná sér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×