Nóg að gera eftir að starfsferlinum lauk Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2014 12:00 Afmælisbarnið Ásthildur Cesil hefur lagt mikla rækt við bæði tónlist og garðyrkju síðustu áratugi. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson „Hvernig á maður að kunna að meta það góða ef maður þekkir ekki það slæma?“ spyr Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjufræðingur á Ísafirði, sem er sjötug í dag. Ásthildur er alin upp á Ísafirði og hefur búið þar alla sína ævi utan tveggja ára í Glasgow og eins vetrar í Svíþjóð. „Ég var í lýðháskóla í Svíþjóð en fór bara í ævintýraleit til Glasgow. Fyrst vann ég á elliheimili í borginni og sem au-pair. Þetta var svona ævintýraþrá. Hins vegar hef ég alltaf haft það best í Skutulsfirðinum heima í þeirri fjalladýrð sem þar ríkir.“ Ísafjörður hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Ásthildar. Nær allur starfsaldur hennar hefur farið í það að fegra bæinn og gera ásýnd hans sem ákjósanlegasta fyrir augað. „Ég var garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar í um þrjátíu ár og hætti hjá bænum bara fyrir nokkrum árum og fór á eftirlaun. Hins vegar held ég áfram að vera með garðyrkjustöðina mína hér við heimilið mitt.“ Ásthildi finnst hún ekki geta hætt garðyrkjunni að öllu leyti; hún iðki ennþá þessa list sína. Þegar viðfangsefni líkt og garðyrkja eigi hug manns allan alla ævi sé ekki hægt að slíta sig frá þeirri iðju og henni finnist gaman að stússast í þessu. „Hins vegar er það mín tilfinning að það hafi aldrei verið eins mikið að gera hjá mér síðan ég hætti að vinna og fór á eftirlaun.“ Veturnir á Ísafirði, snjóþyngsli með tilheyrandi óþægindum, eru að mati Ásthildar alls ekki vandamál. Tekur hún veðri og lífsins ólgusjó af miklu æðruleysi. „Jú, jú, það getur verið snjór hérna en maður tekur því bara. Hvernig getur maður kunnað að meta það góða ef maður hefur aldrei kynnst því slæma?“ Ásthildur hefur í gegnum tíðina einnig verið dugleg við texta- og lagasmíðar. Vestfirska kvennahljómsveitin Sokkabandið er án nokkurs vafa sú frægasta sem hún hefur starfað með og kom hún aftur saman fyrir nokkrum árum og spilaði á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Já, árið 1985 gaf ég út vínylbreiðskífu þar sem ég samdi bæði öll lög og alla texta. Ég byrjaði hins vegar ung að syngja og hef tekið þátt í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá sextán ára aldri, eða allt frá því að syngja með frændum mínum í BG, Balda og Kalla, og upp í Sokkabandið.“ Saman eiga þau hjónin fimm börn úr mismunandi áttum. Hún sér fyrir sér gleði og ánægju næstu árin í rólegu og góðu samfélagi á Vestfjörðum. „Á meðan ég hef heilsu til og líður vel þá mun ég halda mínu striki líkt og ég hef gert síðustu ár. Á Ísafirði er gott að vera, vinalegt samfélag þar sem maður þekkir flesta, fjarri ys og þys stórborgarinnar. „Hér er gott að ala upp börn og kvöldstillurnar eru góðar.“ Aldrei fór ég suður Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Hvernig á maður að kunna að meta það góða ef maður þekkir ekki það slæma?“ spyr Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjufræðingur á Ísafirði, sem er sjötug í dag. Ásthildur er alin upp á Ísafirði og hefur búið þar alla sína ævi utan tveggja ára í Glasgow og eins vetrar í Svíþjóð. „Ég var í lýðháskóla í Svíþjóð en fór bara í ævintýraleit til Glasgow. Fyrst vann ég á elliheimili í borginni og sem au-pair. Þetta var svona ævintýraþrá. Hins vegar hef ég alltaf haft það best í Skutulsfirðinum heima í þeirri fjalladýrð sem þar ríkir.“ Ísafjörður hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Ásthildar. Nær allur starfsaldur hennar hefur farið í það að fegra bæinn og gera ásýnd hans sem ákjósanlegasta fyrir augað. „Ég var garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar í um þrjátíu ár og hætti hjá bænum bara fyrir nokkrum árum og fór á eftirlaun. Hins vegar held ég áfram að vera með garðyrkjustöðina mína hér við heimilið mitt.“ Ásthildi finnst hún ekki geta hætt garðyrkjunni að öllu leyti; hún iðki ennþá þessa list sína. Þegar viðfangsefni líkt og garðyrkja eigi hug manns allan alla ævi sé ekki hægt að slíta sig frá þeirri iðju og henni finnist gaman að stússast í þessu. „Hins vegar er það mín tilfinning að það hafi aldrei verið eins mikið að gera hjá mér síðan ég hætti að vinna og fór á eftirlaun.“ Veturnir á Ísafirði, snjóþyngsli með tilheyrandi óþægindum, eru að mati Ásthildar alls ekki vandamál. Tekur hún veðri og lífsins ólgusjó af miklu æðruleysi. „Jú, jú, það getur verið snjór hérna en maður tekur því bara. Hvernig getur maður kunnað að meta það góða ef maður hefur aldrei kynnst því slæma?“ Ásthildur hefur í gegnum tíðina einnig verið dugleg við texta- og lagasmíðar. Vestfirska kvennahljómsveitin Sokkabandið er án nokkurs vafa sú frægasta sem hún hefur starfað með og kom hún aftur saman fyrir nokkrum árum og spilaði á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Já, árið 1985 gaf ég út vínylbreiðskífu þar sem ég samdi bæði öll lög og alla texta. Ég byrjaði hins vegar ung að syngja og hef tekið þátt í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá sextán ára aldri, eða allt frá því að syngja með frændum mínum í BG, Balda og Kalla, og upp í Sokkabandið.“ Saman eiga þau hjónin fimm börn úr mismunandi áttum. Hún sér fyrir sér gleði og ánægju næstu árin í rólegu og góðu samfélagi á Vestfjörðum. „Á meðan ég hef heilsu til og líður vel þá mun ég halda mínu striki líkt og ég hef gert síðustu ár. Á Ísafirði er gott að vera, vinalegt samfélag þar sem maður þekkir flesta, fjarri ys og þys stórborgarinnar. „Hér er gott að ala upp börn og kvöldstillurnar eru góðar.“
Aldrei fór ég suður Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira