Körfubolti

Fólk er bilað ef það heldur að ég vilji skjóta svona mikið

Kobe Bryant.
Kobe Bryant. vísir/getty
LA Lakers hefur aldrei byrjað tímabil verr en í ár og Kobe Bryant hefur skotið á körfuna eins og óður maður án árangurs.

Lakers er aðeins búið að vinna einn af fyrstu tíu leikjum sínum í vetur sem er auðvitað hörmulegur árangur.

Kobe skoraði 44 stig í síðasta leik en það breytir engu. Liðið tapar samt enda spilar það ekki varnarleik og aðrir leikmenn geta nákvæmlega ekki neitt.

Kobe er búinn að skjóta langoftast allra í deildinni í vetur. Hann er kominn með 244 skottilraunir og Carmelo Anthony er næstur með 26 færri tilraunir.

Leikmaðurinn segir að hann vilji alls ekki spila svona.

„Ég er meira en til í að halla mér aftur og gefa boltann. Ef fólk heldur að 36 ára gamall leikmaður vilji vera svona grimmur og skjóta svona mikið þá er það bilað," sagði Kobe.

„Ég vil miklu frekar finna félaga mína og gefa á þá. Það er alltaf áætlunin en þegar við lendum mikið undir þá hef ég reynt að koma okkur aftur inn í leikina. Þetta er gríðarlega erfitt."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×