Tónlist

Hætti að reykja krakk fyrir fimm árum

Þórður Ingi Jónsson skrifar
George Clinton úr Parliament og Funkadelic
George Clinton úr Parliament og Funkadelic Getty
Fönkgoðsögnin George Clinton úr hljómsveitunum Parliament og Funkadelic segir í nýlegu viðtali við tímaritið Rolling Stone að hann hafi hætt að reykja krakk fyrir fimm árum en að hann hafi samt verið virkur í tónlistinni á meðan.

„Það er það sem kom mér í vandræði! Ég var svo afkastamikill að mér fannst ekkert að. En það var víðs fjarri sannleikanum, af því að hugmyndin með því að komast í vímu er að komast í annarlegt ástand. Og þegar maður er í annarlegu ástandi gerir maður annarlega hluti!“

Clinton segir jafnframt að LSD hafi hjálpað Funkadelic með tónlistarsköpun á sínum tíma. „Það gerði mig jákvæðari og hjálpaði okkur við að prófa nýja hluti sem við hefðum aldrei prófað annars,“ segir Clinton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.