Nonni Mæju fær kveðjur á fésbókinni: Öðlingur, snillingur og (sk)geggjaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2014 13:05 Jón Ólafur Jónsson. Vísir/Daníel Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, tilkynnti eftir leikinn á móti KR í gær að það hafi verið hans síðasti leikur á körfuboltaferlinum en þessi 32 ára goðsögn úr Hólminum hefur sett skóna upp á hillu. KR-ingar unnu Snæfell 3-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla og sendu Hólmara í sumarfrí en Jón Ólafur skoraði 16 stig í sínum síðasta leik. Jón Ólafur var með 14,0 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á sínu lokatímabili en gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. Jón Ólafur er vinsæll leikmaður og menn hafa líka verið duglegir að senda honum kveðjur á fésbókinni í morgun. Hann hefur unnið sér inn mikla virðingu fyrir frábæra framgöngu á vellinum auk þess að hafa fyrir löngu sannað sig sem einn allra skemmtilegasti karakterinn í íslenska körfuboltanum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur hlý og góð orð sem góðir menn hafa skrifað um Jón Ólaf Jónsson á fésbókinni í morgun.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells: „Það var sérstakt andrúmsloft eftir leikinn í gær gegn KR að Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju sem er eitt þekktasta vörumerkið hérna í Stykkishólmi hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Snæfell Karfa. Fyrir mig eru það forréttindi að vera samferða þessum öðlingi og snilling sem drengurinn er. Þín verður sárt saknað minn kæri, en minningar á ferðum okkar hingað og þangað með alvöru tónlist í gangi er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ „Jón Ólafur Jónsson, ég segi bara takk fyrir þitt framlag á vellinum og utan hans, litríkur og skemmtilegur í hvívetna, (sk)geggjaður alveg hreint, upp um allt og út um allt, jafnt á andliti sem annars staðar.“Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells „Það verður leitt að sjá eftir öðlingnum honum Jón Ólafur en það er víst þannig að allir góðir hlutir taka enda. Nú muntu blómstra eins og vorið á öðrum vígstöðvum. Mikill heiður að hafa spilað með þér í öll þessi ár.“Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins: „Is it true? Is it over? Ég gat hreinlega ekki komið orði að þessu sjálfur og leitaði því til Yohönnu til að túlka tilfinningar mínar á þessari stundu. En djöfull var þetta gott og skemmtilegt run Nonni minn. Við tökum gott kvöld í sumar og rifjum þetta allt upp. En margir hætta við að hætta og við útilokum því ekkert í þeim efnum, það er allt í góðu.“Hrafn Kristjánsson, fyrrum þjálfari KR og verðandi þjálfari Stjörnunnar: „Þakka þér fyrir allar mögnuðu stundirnar sem þú leyfðir manni að fylgjast með gegnum þennan magnaða feril Jón Ólafur. Alla tíð hefur það verið þannig að langlengsti tími undirbúnings fyrir Snæfells leiki fór í hvernig átti að stoppa Nonna Mæju, ágætt að vera laus við það reyndar. Svo ertu líka svo góður gaur.“ Dominos-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, tilkynnti eftir leikinn á móti KR í gær að það hafi verið hans síðasti leikur á körfuboltaferlinum en þessi 32 ára goðsögn úr Hólminum hefur sett skóna upp á hillu. KR-ingar unnu Snæfell 3-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla og sendu Hólmara í sumarfrí en Jón Ólafur skoraði 16 stig í sínum síðasta leik. Jón Ólafur var með 14,0 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á sínu lokatímabili en gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. Jón Ólafur er vinsæll leikmaður og menn hafa líka verið duglegir að senda honum kveðjur á fésbókinni í morgun. Hann hefur unnið sér inn mikla virðingu fyrir frábæra framgöngu á vellinum auk þess að hafa fyrir löngu sannað sig sem einn allra skemmtilegasti karakterinn í íslenska körfuboltanum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur hlý og góð orð sem góðir menn hafa skrifað um Jón Ólaf Jónsson á fésbókinni í morgun.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells: „Það var sérstakt andrúmsloft eftir leikinn í gær gegn KR að Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju sem er eitt þekktasta vörumerkið hérna í Stykkishólmi hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Snæfell Karfa. Fyrir mig eru það forréttindi að vera samferða þessum öðlingi og snilling sem drengurinn er. Þín verður sárt saknað minn kæri, en minningar á ferðum okkar hingað og þangað með alvöru tónlist í gangi er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ „Jón Ólafur Jónsson, ég segi bara takk fyrir þitt framlag á vellinum og utan hans, litríkur og skemmtilegur í hvívetna, (sk)geggjaður alveg hreint, upp um allt og út um allt, jafnt á andliti sem annars staðar.“Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells „Það verður leitt að sjá eftir öðlingnum honum Jón Ólafur en það er víst þannig að allir góðir hlutir taka enda. Nú muntu blómstra eins og vorið á öðrum vígstöðvum. Mikill heiður að hafa spilað með þér í öll þessi ár.“Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins: „Is it true? Is it over? Ég gat hreinlega ekki komið orði að þessu sjálfur og leitaði því til Yohönnu til að túlka tilfinningar mínar á þessari stundu. En djöfull var þetta gott og skemmtilegt run Nonni minn. Við tökum gott kvöld í sumar og rifjum þetta allt upp. En margir hætta við að hætta og við útilokum því ekkert í þeim efnum, það er allt í góðu.“Hrafn Kristjánsson, fyrrum þjálfari KR og verðandi þjálfari Stjörnunnar: „Þakka þér fyrir allar mögnuðu stundirnar sem þú leyfðir manni að fylgjast með gegnum þennan magnaða feril Jón Ólafur. Alla tíð hefur það verið þannig að langlengsti tími undirbúnings fyrir Snæfells leiki fór í hvernig átti að stoppa Nonna Mæju, ágætt að vera laus við það reyndar. Svo ertu líka svo góður gaur.“
Dominos-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira