Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsungvellinum skrifar 11. ágúst 2014 15:39 Vísir/Arnþór Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þórs 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. Evrópuævintýri Stjörnunnar virtist sitja í liðinu í kvöld. Þór var nokkuð með boltann framan af og Stjarnan hefur oft verið beittari en í kvöld. Það kom þó ekki að sök því gæðin í liði Stjörnunnar eru mikil og liðið þurfti ekki að leika sinn besta leik til að leggja botnlið Þórs að velli. Þór kom sér oft í góðar stöður í leiknum en ákvarðanir og gæði sendinga í nálægð við vítateig Stjörnunnar skorti sárlega, sérstaklega í fyrri hálfleik.Arnar Már Björgvinsson kom Stjörnunni yfir skömmu fyrir hálfleik og virtust heimamenn nokkuð sáttir við það í ljósi þess að liðið hafði ekki leikið vel. Værukærð var greinanleg hjá liðinu og Þór nýtti sér það með því að jafna metin strax í upphafi seinni hálfleiks. Vendipunktur leiksins var þegar hálftími var til leiksloka. Þá komu Veigar Páll Gunnarsson og Garðar Jóhannsson inn á fyrir Stjörnuna og opnaðist leikurinn nokkuð í kjölfarið. Veigar Páll kom sérstaklega með mikinn kraft og gæði inn í leikinn og fékk bæði hann og Stjarnan góð fyrir til að komast yfir auk þess sem Veigar skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu á Hörð Árnason sem gaf fyrir. Þór fékk líka færi seint í leiknum en Ingvar Jónsson var öflugur í markinu hjá Stjörnunnar sem fyrr. Þegar mjög lítið var eftir af leiknum fékk Stjarnan umdeilanlega aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Pablo Punyed tryggði sigurinn með glæsilegri spyrnu en Þórsarar allt annað en sáttir við slakan dómara leiksins, Vilhjálm Alvar Þórarinsson. Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi deildarinnar með sigrinum en FH er með fimm mörkum betri markatölu. Þór er lang neðst í deildinni, sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö leikir eru eftir. Daníel: Sem betur fer klíndi Pablo honum þarna í lokin„Það sýndi sig síðustu 20 mínúturnar hvað við vildum þetta mikið. Við fengum nóg af færum til að klára þetta og sem betur fer kom það í lokin,“ sagði Daníel Laxdal miðvörður Stjörnunnar í leikslok. „Sem betur fer klíndi Pablo honum þarna í lokin. Það var ljúft að sjá hann þarna inni maður. Þetta var alveg uppi í samskeytin. „Mér fannst sanngjarnt að við náðum marki í lokin,“ sagði Daníel sem var ekki sáttur við það hvernig Stjarnan kom út í seinni hálfleikinn. „Það var sofandaháttur þarna í upphafi seinni hálfleiks. Við höldum að við getum farið í gengum svona leiki á 60 til 70 prósent krafti. En við vöknuðum sem betur fer til lífsins undir lokin. „Það var mjög mikilvægt að ná sigri hérna þar sem hinir misstigu sig. Við förum sáttir inn í nóttina,“ sagði virkilega hress Daníel Laxdal. Páll Viðar: Kannski fór þetta eins og það átti að fara„Það er súrt að berjast hér allan leikinn og fá ekkert út úr honum því mér fannst við leggja það mikið í hann að við áttum að fá eitthvað út úr honum,“ sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. „Það er margt búið að vera grátlegt hjá okkur í sumar en það segir sig sjálft að fá mark svona í andlitið og fá ekkert út úr leiknum er jafn mikið og í leikjum sem við getum ekkert í og fáum á okkur þrjú, fjögur mörk í fyrri hálfleik. „Við erum komnir langt niður. Það er löng brekka framundan. Þess vegna er alveg hægt að kasta inn handklæðinu þegar barátta er ekki til staðar,“ sagði Páll sem var allt annað en sáttur við aukaspyrnuna sem Stjarnan fékk undir lokin. „Þetta var djók. Að mínu viti. Kannski fór þetta eins og þetta átti að fara. Taplausa liðið á móti liðinu með allt niðrum sig. „Þetta er búið að vera okkar saga. Þetta er lýsandi hvernig þetta fellur með liðinu sem er búið að ganga vel hjá og enn meira mótlæti hjá liðinu sem er að berjast við botninn. „Á meðan tölfræði leyfir okkur að halda í vonina þá boða ég í mína leikmenn að halda trú á meðan það er möguleiki. Þá verð ég að standa fremstur í flokki. Það kemur ekki til greina að ég verði fyrstur til að kasta inn handklæðinu. „Ég vil að leikmenn trúi á verkefnið og vonandi náum við í þrjú stig í næsta leik sem er Fylkir og svo koll af kolli. Það eru sjö leikir eftir og mörg stig í boði en við erum kannski ekki Evrópumeistarar í útivallar árangri en við verðum að sjá til,“ sagði Páll Viðar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira
Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þórs 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. Evrópuævintýri Stjörnunnar virtist sitja í liðinu í kvöld. Þór var nokkuð með boltann framan af og Stjarnan hefur oft verið beittari en í kvöld. Það kom þó ekki að sök því gæðin í liði Stjörnunnar eru mikil og liðið þurfti ekki að leika sinn besta leik til að leggja botnlið Þórs að velli. Þór kom sér oft í góðar stöður í leiknum en ákvarðanir og gæði sendinga í nálægð við vítateig Stjörnunnar skorti sárlega, sérstaklega í fyrri hálfleik.Arnar Már Björgvinsson kom Stjörnunni yfir skömmu fyrir hálfleik og virtust heimamenn nokkuð sáttir við það í ljósi þess að liðið hafði ekki leikið vel. Værukærð var greinanleg hjá liðinu og Þór nýtti sér það með því að jafna metin strax í upphafi seinni hálfleiks. Vendipunktur leiksins var þegar hálftími var til leiksloka. Þá komu Veigar Páll Gunnarsson og Garðar Jóhannsson inn á fyrir Stjörnuna og opnaðist leikurinn nokkuð í kjölfarið. Veigar Páll kom sérstaklega með mikinn kraft og gæði inn í leikinn og fékk bæði hann og Stjarnan góð fyrir til að komast yfir auk þess sem Veigar skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu á Hörð Árnason sem gaf fyrir. Þór fékk líka færi seint í leiknum en Ingvar Jónsson var öflugur í markinu hjá Stjörnunnar sem fyrr. Þegar mjög lítið var eftir af leiknum fékk Stjarnan umdeilanlega aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Pablo Punyed tryggði sigurinn með glæsilegri spyrnu en Þórsarar allt annað en sáttir við slakan dómara leiksins, Vilhjálm Alvar Þórarinsson. Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi deildarinnar með sigrinum en FH er með fimm mörkum betri markatölu. Þór er lang neðst í deildinni, sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö leikir eru eftir. Daníel: Sem betur fer klíndi Pablo honum þarna í lokin„Það sýndi sig síðustu 20 mínúturnar hvað við vildum þetta mikið. Við fengum nóg af færum til að klára þetta og sem betur fer kom það í lokin,“ sagði Daníel Laxdal miðvörður Stjörnunnar í leikslok. „Sem betur fer klíndi Pablo honum þarna í lokin. Það var ljúft að sjá hann þarna inni maður. Þetta var alveg uppi í samskeytin. „Mér fannst sanngjarnt að við náðum marki í lokin,“ sagði Daníel sem var ekki sáttur við það hvernig Stjarnan kom út í seinni hálfleikinn. „Það var sofandaháttur þarna í upphafi seinni hálfleiks. Við höldum að við getum farið í gengum svona leiki á 60 til 70 prósent krafti. En við vöknuðum sem betur fer til lífsins undir lokin. „Það var mjög mikilvægt að ná sigri hérna þar sem hinir misstigu sig. Við förum sáttir inn í nóttina,“ sagði virkilega hress Daníel Laxdal. Páll Viðar: Kannski fór þetta eins og það átti að fara„Það er súrt að berjast hér allan leikinn og fá ekkert út úr honum því mér fannst við leggja það mikið í hann að við áttum að fá eitthvað út úr honum,“ sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. „Það er margt búið að vera grátlegt hjá okkur í sumar en það segir sig sjálft að fá mark svona í andlitið og fá ekkert út úr leiknum er jafn mikið og í leikjum sem við getum ekkert í og fáum á okkur þrjú, fjögur mörk í fyrri hálfleik. „Við erum komnir langt niður. Það er löng brekka framundan. Þess vegna er alveg hægt að kasta inn handklæðinu þegar barátta er ekki til staðar,“ sagði Páll sem var allt annað en sáttur við aukaspyrnuna sem Stjarnan fékk undir lokin. „Þetta var djók. Að mínu viti. Kannski fór þetta eins og þetta átti að fara. Taplausa liðið á móti liðinu með allt niðrum sig. „Þetta er búið að vera okkar saga. Þetta er lýsandi hvernig þetta fellur með liðinu sem er búið að ganga vel hjá og enn meira mótlæti hjá liðinu sem er að berjast við botninn. „Á meðan tölfræði leyfir okkur að halda í vonina þá boða ég í mína leikmenn að halda trú á meðan það er möguleiki. Þá verð ég að standa fremstur í flokki. Það kemur ekki til greina að ég verði fyrstur til að kasta inn handklæðinu. „Ég vil að leikmenn trúi á verkefnið og vonandi náum við í þrjú stig í næsta leik sem er Fylkir og svo koll af kolli. Það eru sjö leikir eftir og mörg stig í boði en við erum kannski ekki Evrópumeistarar í útivallar árangri en við verðum að sjá til,“ sagði Páll Viðar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira