Umfjöllun, viðtöl,einkunnir og myndir: KR - Keflavík 2-0 | Almarr sá um Keflvíkinga Stefán Árni Pálsson á KR-vellinum skrifar 11. ágúst 2014 15:36 Atli Sigurjónsson fékk tækifæri í byrjunarliði KR. Vísir/Arnþór KR vann frábæran sigur á Keflvíkingum, 2-0, í 15. umferð Pepsi-deild karla en Almarr Ormarsson gerði bæði mörk KR-inga í leiknum. Þessi lið mætast í bikarúrslitum Borgunarbikarsins á laugardaginn og þetta lítur því óneitanlega vel út fyrir KR-inga. KR-ingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru klárir frá fyrstu mínútu. Heimamenn óðu í færum og fyrsta markið lá heldur betur í loftinu. Keflvíkingar þurftu að hafa sig alla við að halda marki sínu hreinu og björguðu í tvígang á marklínunni í fyrri hálfleiknum. Sama hvað KR-ingar reyndu, þá fór boltinn ekki í netið. Keflvíkingar fengu aftur á móti frábært færi rétt undir lok hálfleiksins þegar Theódór Guðni Magnússon fékk algjört dauðafæri sem Stefán Logi varði meistaralega í marki KR. Staðan var því 0-0 í hálfleik en leikurinn virkilega fjörugur. Síðari hálfleikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru liðin lengi að komast í takt við leikinn. Þegar tæplega korter var liðinn af síðari hálfleiknum náðu heimamenn að skora mark sem kom upp úr engu. Keflvíkingar gerðu sig seka um skelfileg mistök í vörn sinni. Atli Sigurjónsson tók einfaldlega boltann af Einari Orra Einarssyni, miðverði gestanna, og renndi honum á Almarr Ormarsson sem afgreiddi hann laglega í netið. Virkilega barnaleg tilþrif hjá leikmönnum Keflvíkinga. Almarr var aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum síðar þegar hann skoraði sitt annað mark í leiknum eftir frábæra fyrirgjöf frá Óskari Erni. Botninn alveg farinn úr leik Keflvíkinga á þessum tímapunkti og KR-ingar með leikinn í sínum höndum. Eftir markið róaðist leikurinn töluvert og lauk honum síðan með 2-0 sigri KR-inga. Þetta lítur því mjög vel út fyrir Vesturbæinga fyrir bikarúrslitin á laugardaginn þegar þessi tvö lið mætast einmitt. Rúnar: Óskar mun skilja eftir sig stórt skarð„Þetta verður öðruvísi leikur á laugardaginn en þetta lítur vel út hjá okkur,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Þeir hvíldu menn fyrir bikarúrslitaleikinn og við gerðum það einnig. Það er mjög erfitt fyrir mann að undirbúa svona leik, menn vilja ekki meiðast eða fara í leikbann fyrir stærsta leik sumarsins.“ „Mér fannst við spila fanta góðan fótbolta í kvöld, sérstaklega fyrsta hálftímann og á stórum kafla í síðari hálfleiknum.“ Óskar Örn Hauksson mun ekki klára tímabilið með KR-ingum því KR hefur samþykkt að lána hann til norska úrvalsdeildarfélagsins Vålerenga. Óskar Örn fer út á morgun og missir því af bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Almarr Ormarsson var frábær í leiknum í kvöld og gerði tvö mörk. „Almarr var flottur í kvöld og það hefur verið mikill stígandi í hans leik í sumar. Óskar er að fara frá okkur til Vålerenga og það verður að klára það mál núna á næstu mínútum. Það verður gríðarlegur missir fyrir okkur að missa Óskar en við erum samt sem áður með menn í okkur röðum til að leysa hann af hólmi.“ Kristján: Við getum alveg eins hent þessum leik í ruslið„Við komum alveg sáttir inn í hléið og áttum í raun að skora undir lok fyrri hálfleiksins,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn í kvöld. „Það hefði verið mjög gott að skora mark í fyrri hálfleiknum því seinni hálfleikurinn hjá okkur var langt frá því að vera nægilega góður.“ Kristján segir að liðið hafi hreinlega gefið KR-ingum leikinn. „Það er ömurlegt þegar maður gefur andstæðingunum svona mark á silfurfati sem hefur áhrif á allan leik liðsins.“ „Við getum lítið notað þennan leik til að undirbúa okkur fyrir laugardaginn og því verð ég einfaldlega að henda honum í ruslið.“ Almarr: Fer ekkert að væla á Twitter„Ég var nú aðallega að reyna stimpla mig inn í liðið í kvöld,“ segir Almarr Ormarsson, markaskorari KR eftir leikinn í kvöld. „Það var nú bara bónus að það sé bikarúrslitaleikur framundan en það er alls ekkert sjálfsagt að komast inn í þetta KR-lið.“ Almarr segir að það hefði verið ljúft að ná að skora þrennu í kvöld en það hafi ekki gengið eftir þrátt fyrir gott færi undir lokin. „Auðvitað vonar maður að maður fái að spila bikarúrslitaleik, þetta er skemmtilegasti leikur ársins ásamt Evrópuleikjum. Vikan fer núna alfarið í þennan leik.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
KR vann frábæran sigur á Keflvíkingum, 2-0, í 15. umferð Pepsi-deild karla en Almarr Ormarsson gerði bæði mörk KR-inga í leiknum. Þessi lið mætast í bikarúrslitum Borgunarbikarsins á laugardaginn og þetta lítur því óneitanlega vel út fyrir KR-inga. KR-ingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru klárir frá fyrstu mínútu. Heimamenn óðu í færum og fyrsta markið lá heldur betur í loftinu. Keflvíkingar þurftu að hafa sig alla við að halda marki sínu hreinu og björguðu í tvígang á marklínunni í fyrri hálfleiknum. Sama hvað KR-ingar reyndu, þá fór boltinn ekki í netið. Keflvíkingar fengu aftur á móti frábært færi rétt undir lok hálfleiksins þegar Theódór Guðni Magnússon fékk algjört dauðafæri sem Stefán Logi varði meistaralega í marki KR. Staðan var því 0-0 í hálfleik en leikurinn virkilega fjörugur. Síðari hálfleikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru liðin lengi að komast í takt við leikinn. Þegar tæplega korter var liðinn af síðari hálfleiknum náðu heimamenn að skora mark sem kom upp úr engu. Keflvíkingar gerðu sig seka um skelfileg mistök í vörn sinni. Atli Sigurjónsson tók einfaldlega boltann af Einari Orra Einarssyni, miðverði gestanna, og renndi honum á Almarr Ormarsson sem afgreiddi hann laglega í netið. Virkilega barnaleg tilþrif hjá leikmönnum Keflvíkinga. Almarr var aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum síðar þegar hann skoraði sitt annað mark í leiknum eftir frábæra fyrirgjöf frá Óskari Erni. Botninn alveg farinn úr leik Keflvíkinga á þessum tímapunkti og KR-ingar með leikinn í sínum höndum. Eftir markið róaðist leikurinn töluvert og lauk honum síðan með 2-0 sigri KR-inga. Þetta lítur því mjög vel út fyrir Vesturbæinga fyrir bikarúrslitin á laugardaginn þegar þessi tvö lið mætast einmitt. Rúnar: Óskar mun skilja eftir sig stórt skarð„Þetta verður öðruvísi leikur á laugardaginn en þetta lítur vel út hjá okkur,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Þeir hvíldu menn fyrir bikarúrslitaleikinn og við gerðum það einnig. Það er mjög erfitt fyrir mann að undirbúa svona leik, menn vilja ekki meiðast eða fara í leikbann fyrir stærsta leik sumarsins.“ „Mér fannst við spila fanta góðan fótbolta í kvöld, sérstaklega fyrsta hálftímann og á stórum kafla í síðari hálfleiknum.“ Óskar Örn Hauksson mun ekki klára tímabilið með KR-ingum því KR hefur samþykkt að lána hann til norska úrvalsdeildarfélagsins Vålerenga. Óskar Örn fer út á morgun og missir því af bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Almarr Ormarsson var frábær í leiknum í kvöld og gerði tvö mörk. „Almarr var flottur í kvöld og það hefur verið mikill stígandi í hans leik í sumar. Óskar er að fara frá okkur til Vålerenga og það verður að klára það mál núna á næstu mínútum. Það verður gríðarlegur missir fyrir okkur að missa Óskar en við erum samt sem áður með menn í okkur röðum til að leysa hann af hólmi.“ Kristján: Við getum alveg eins hent þessum leik í ruslið„Við komum alveg sáttir inn í hléið og áttum í raun að skora undir lok fyrri hálfleiksins,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn í kvöld. „Það hefði verið mjög gott að skora mark í fyrri hálfleiknum því seinni hálfleikurinn hjá okkur var langt frá því að vera nægilega góður.“ Kristján segir að liðið hafi hreinlega gefið KR-ingum leikinn. „Það er ömurlegt þegar maður gefur andstæðingunum svona mark á silfurfati sem hefur áhrif á allan leik liðsins.“ „Við getum lítið notað þennan leik til að undirbúa okkur fyrir laugardaginn og því verð ég einfaldlega að henda honum í ruslið.“ Almarr: Fer ekkert að væla á Twitter„Ég var nú aðallega að reyna stimpla mig inn í liðið í kvöld,“ segir Almarr Ormarsson, markaskorari KR eftir leikinn í kvöld. „Það var nú bara bónus að það sé bikarúrslitaleikur framundan en það er alls ekkert sjálfsagt að komast inn í þetta KR-lið.“ Almarr segir að það hefði verið ljúft að ná að skora þrennu í kvöld en það hafi ekki gengið eftir þrátt fyrir gott færi undir lokin. „Auðvitað vonar maður að maður fái að spila bikarúrslitaleik, þetta er skemmtilegasti leikur ársins ásamt Evrópuleikjum. Vikan fer núna alfarið í þennan leik.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira