Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 07:00 Þessir Jasídar komust úr herkvínni eftir undankomuleið Kúrda og fengu að fara til Sýrlands. NordicPhotos/Getty Talið er að um tuttugu þúsund manns af ættbálki Jasída hafi komist niður af Sinjar-fjalli í gærdag en Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í síðustu viku að um fimmtíu þúsund manns sætu þar föst í herkví öfgamanna í samtökunum Íslamskt ríki. (ÍS) ÍS-liðar réðust inn á landsvæði hinna kristnu Jasída í fjöllunum í síðustu viku og ættbálkurinn flúði af ótta við að verða drepinn en ekki komust allir undan. Talið er að hundruð manna hafi verið drepin nú þegar, konur hafi verið hnepptar í þrældóm og tugir barna látist úr þorsta. „Við heyrðum í sprengjuvörpum morguninn sem þeir [herskáu íslamistarnir] komu á Sinjar-fjall,“ segir Zahra Jardo, Jasídakona, í samtali við Reuters. „Þannig að við flúðum til fjalla og þeir sem þar eru þjást af miklum þorsta. Það er ekkert vatn. Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ Þeir sem ekki komast af fjallinu hafa úr tveimur jafn slæmum kostum að velja: Annars vegar deyja úr þorsta eða hungri á fjallinum þar sem ÍS leyfir ekki að þangað séu fluttar nauðþurftir eða koma niður af fjallinu og verða slátrað af herflokknum sem ferðast um landið allt og þvingar kristin samfélög til þess að taka upp íslamstrú eða láta lífið ella. Bandaríkjamönnum hefur fimm sinnum tekist að sleppa matarpökkum til ættbálksins síðan á fimmtudag en talið er að tuttugu slíkar ferðir þyrfti til þess að halda þeim þúsundum einstaklinga, sem fastir eru á fjallinu, á lífi í viku. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að koma fólkinu til aðstoðar með einhverjum hætti en viðurkennir að erfitt sé að koma upp öruggum undankomuleiðum af fjallinu. Bandarískar orrustuþotur hafa varpað sprengjum á meðlimi ÍS síðan á laugardag en landhernaður kemur þó ekki til greina að sögn forsetans. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Talið er að um tuttugu þúsund manns af ættbálki Jasída hafi komist niður af Sinjar-fjalli í gærdag en Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í síðustu viku að um fimmtíu þúsund manns sætu þar föst í herkví öfgamanna í samtökunum Íslamskt ríki. (ÍS) ÍS-liðar réðust inn á landsvæði hinna kristnu Jasída í fjöllunum í síðustu viku og ættbálkurinn flúði af ótta við að verða drepinn en ekki komust allir undan. Talið er að hundruð manna hafi verið drepin nú þegar, konur hafi verið hnepptar í þrældóm og tugir barna látist úr þorsta. „Við heyrðum í sprengjuvörpum morguninn sem þeir [herskáu íslamistarnir] komu á Sinjar-fjall,“ segir Zahra Jardo, Jasídakona, í samtali við Reuters. „Þannig að við flúðum til fjalla og þeir sem þar eru þjást af miklum þorsta. Það er ekkert vatn. Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ Þeir sem ekki komast af fjallinu hafa úr tveimur jafn slæmum kostum að velja: Annars vegar deyja úr þorsta eða hungri á fjallinum þar sem ÍS leyfir ekki að þangað séu fluttar nauðþurftir eða koma niður af fjallinu og verða slátrað af herflokknum sem ferðast um landið allt og þvingar kristin samfélög til þess að taka upp íslamstrú eða láta lífið ella. Bandaríkjamönnum hefur fimm sinnum tekist að sleppa matarpökkum til ættbálksins síðan á fimmtudag en talið er að tuttugu slíkar ferðir þyrfti til þess að halda þeim þúsundum einstaklinga, sem fastir eru á fjallinu, á lífi í viku. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að koma fólkinu til aðstoðar með einhverjum hætti en viðurkennir að erfitt sé að koma upp öruggum undankomuleiðum af fjallinu. Bandarískar orrustuþotur hafa varpað sprengjum á meðlimi ÍS síðan á laugardag en landhernaður kemur þó ekki til greina að sögn forsetans.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira