"Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. maí 2014 15:43 Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem á að fara fram dagana 11 til 18. maí næstkomandi. Stofnandi viðburðarins er Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. „Ég er svona femínistatýpan sem lætur svona fara í taugarnar á sér,“ sagði hún þegar Vísir hafði samband við hana vegna hins boðaða verkfalls. Tvær ungar konur, Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir, fengu í síðustu viku uppsagnarbréf eftir fjögurra ára störf hjá Sambíóunum. Mbl.is sagði frá því. Þar kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið skipulagsbreytingar. En svo hafi viljað til að stúlkurnar tvær hefðu báðar verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlegar athugasemdir á Facebook. Í frétt mbl.is kom fram að aðrir starfsmenn veigruðu sér nú við því að gagnrýna vinnustaðinn. Meðal þess sem gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. „Við viljum sýna að okkur sé ekki sama og boðum því til vikulangs bíóferðaverkfalls, 11.-18. maí,“ stendur á síðu verkfalls hópsins. Verkfallið eigi þó aðeins við um Sambíóin. „Nýársheitið mitt var að gagnrýna meira opinberlega, ekki vera bara heima að væla,“ segir Inga Auðbjörg. „Þegar það þarf að segja eitthvað, þá ætla ég að gera það.“ Inga Auðbjörg þekkir stúlkurnar ekki persónulega og hún þekkir málið ekki af öðru en umræðu á Facebook og í fjölmiðlum. „Kannski er ég að misskilja málið og það er verið að segja stúlkunum upp af öðrum ástæðum en þeim að þær hafi gangrýnt bíóið.“„Virðist sem þeim þyki þetta í lagi“ „En þá er algjörlega forkastanlegt að yfirmenn Sambíóanna hafi ekki svarað fyrir þetta. Því virðist sem þeim þyki þetta bara vera allt í lagi.“ Viðburðinn stofnaði Inga Auðbjörg um klukkan 14 í dag. Tæpum tveimur tímum síðar hefur viðburðurinn vakið talsverða athygli og sem fyrr segir hafa yfir þúsund manns skráð sig á hann. Inga Auðbjörg segir skráningu á viðburðinn í takt við það sem hún bjóst við. Margir séu reiðir. Það sýni sig best á umræðunni í hópnum Kynlegar athugasemdir að fólk sé tilbúið að taka svona alvarlega. Einnig sé auðvelt að mæta á þennan viðburð, þar sem þú mætir á hann með því að mæta ekki. Ekki náðist í yfirmenn Sambíóanna við vinnslu fréttinnar. Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem á að fara fram dagana 11 til 18. maí næstkomandi. Stofnandi viðburðarins er Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. „Ég er svona femínistatýpan sem lætur svona fara í taugarnar á sér,“ sagði hún þegar Vísir hafði samband við hana vegna hins boðaða verkfalls. Tvær ungar konur, Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir, fengu í síðustu viku uppsagnarbréf eftir fjögurra ára störf hjá Sambíóunum. Mbl.is sagði frá því. Þar kom fram að ástæða uppsagnarinnar hafi verið skipulagsbreytingar. En svo hafi viljað til að stúlkurnar tvær hefðu báðar verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlegar athugasemdir á Facebook. Í frétt mbl.is kom fram að aðrir starfsmenn veigruðu sér nú við því að gagnrýna vinnustaðinn. Meðal þess sem gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. „Við viljum sýna að okkur sé ekki sama og boðum því til vikulangs bíóferðaverkfalls, 11.-18. maí,“ stendur á síðu verkfalls hópsins. Verkfallið eigi þó aðeins við um Sambíóin. „Nýársheitið mitt var að gagnrýna meira opinberlega, ekki vera bara heima að væla,“ segir Inga Auðbjörg. „Þegar það þarf að segja eitthvað, þá ætla ég að gera það.“ Inga Auðbjörg þekkir stúlkurnar ekki persónulega og hún þekkir málið ekki af öðru en umræðu á Facebook og í fjölmiðlum. „Kannski er ég að misskilja málið og það er verið að segja stúlkunum upp af öðrum ástæðum en þeim að þær hafi gangrýnt bíóið.“„Virðist sem þeim þyki þetta í lagi“ „En þá er algjörlega forkastanlegt að yfirmenn Sambíóanna hafi ekki svarað fyrir þetta. Því virðist sem þeim þyki þetta bara vera allt í lagi.“ Viðburðinn stofnaði Inga Auðbjörg um klukkan 14 í dag. Tæpum tveimur tímum síðar hefur viðburðurinn vakið talsverða athygli og sem fyrr segir hafa yfir þúsund manns skráð sig á hann. Inga Auðbjörg segir skráningu á viðburðinn í takt við það sem hún bjóst við. Margir séu reiðir. Það sýni sig best á umræðunni í hópnum Kynlegar athugasemdir að fólk sé tilbúið að taka svona alvarlega. Einnig sé auðvelt að mæta á þennan viðburð, þar sem þú mætir á hann með því að mæta ekki. Ekki náðist í yfirmenn Sambíóanna við vinnslu fréttinnar.
Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00