Tónlist

Uppselt á 40 mínútum á Bræðsluna

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Magni Ásgeirsson Bræðslustjóri lofar frábærri Bræðslu í ár.
Magni Ásgeirsson Bræðslustjóri lofar frábærri Bræðslu í ár. Vísir/Stefán
„Þetta er met, það tók einungis 40 mínútur að seljast upp á Bræðsluna,“ segir Magni Ásgeirsson, Bræðslustjóri en miðasala á hátíðina hófst klukkan 10.00 í morgun og voru allir miðarnir seldir klukkan 10.40.

Á síðasta ári seldust miðar á Bræðsluna upp á rúmlega tveimur sólarhringum. Bræðslutónleikarnir fara fram þann 26. júlí á Borgarfirði eystra og þar koma fram Lára Rúnars, SúEllen, Mammút, Pollapönk, Drangar og Emilíana Torrini.

„Við erum bara klökkir og í sjokki yfir þessum frábæru viðbrögðum. Við hlökkum mikið til og ætlum að gera Bræðslu númer tíu að þeirri bestu. Að lokum sendum við Pollapönkurum hlýja og góða strauma, áfram Pollapönk,“ bætir Magni við léttur í lund.

Nánari upplýsingar og myndir frá fyrri hátíðum má finna á nýrri heimasíðu hátíðarinnar. Þá má finna ýmis myndbönd af hátíðinni hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×