Leikarinn John Travolta var einn af kynnunum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær og fékk það verkefni að kynna á svið söngkonuna Idinu Menzel og lagið Let It Go úr teiknimyndinni Frozen.
John átti í mestu erfiðleikum með framburð á nafni söngkonunnar og skildist varla hvað hann var að reyna að segja eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.
Þess má geta að bæði Frozen og lagið Let It Go hlaut Óskarsverðlaunin í gær.