Íslandsbanki braut lög Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2014 09:48 Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán við upplýsingagjöf á verðtryggðu húnsæðisveðláni. Neytendastofa tók ákvörðun um þetta fyrir helgi eftir að hafa borist kvörtun frá neytenda sem tók yfir verðtryggt lán árið 2006. Sá taldi Íslandsbanka ekki hafa staðið við upplýsingaskyldu sína með því að gera ekki ráð fyrir verðbótum í útreikningi á árlegri hlutfallstölu kostnaðar. Né útreikningi á heildarlántökukostnaði og við gerð greiðsluáætlunar. Þar að auki taldi neytandinn að bankanum hefði ekki verið heimilt að breyta vöxtum þar sem í fyrirsögn bréfsins stóð „Fastir vextir.“ Við upplýsingagjöf Íslandsbanka á útreikningi árlegs hlutfallstölu kostnaðar voru færð inn 0% undir þann kostnaðarþátt. Það segir Neytendastofa vera óheimilt og í andstöðu við lög um neytendalán. Bankinn hafi því brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með því að upplýsa ekki með fullnægjandi hætti um þennan kostnaðarlið við lántökuna. Þá taldi Neytendastofa vaxtaendurskoðunarákvæði samningsins fullnægjandi, þrátt fyrir að í titli veðskuldabréfsins hafi staðið „Fastir vextir“. Í erindi neytandans voru einnig færð rök fyrir því að verðtrygging neytendalána teldist til óréttmæta viðskiptahátta. Neytendastofa telur svo ekki vera, enda hafi verðtrygging verið leyfð með lögum frá árinu 1979. Neytendastofa hefur einungis heimild til þess að taka ákvörðun um hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum laganna. Hvernig fara skuli með samninginn í kjölfar ákvörðunarinnar verða aðilar að leysa sín á milli með samkomulagi fyrir úrskurðanefnd í viðskiptum við fjármálafyrirtæki eða eftir atvikum að fela dómstólum að leysa úr slíkri kröfu. Ákvörðun Neytendastofu má sjá hér. Íslandsbanki er efnislega sammála niðurstöðunni og hyggst áfrýja málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilkynningu frá bankanum segir að í lögum um neytendalán segi að ef lánssamningur heimilar verðtryggingu eða breytingu á vöxtum eða öðrum gjöldum sem teljast hluti árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en ekki er unnt að meta hverju nemi á þeim tíma sem útreikningur er gerður, skuli reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans. „Fyrir gildistöku nýrra laga um Neytendalán árið 2013 byggði Íslandsbanki framkvæmd sína við veitingu verðtryggðra lána á þeirri túlkun orðanna „óbreytt verðlag“ í 12. grein laga um neytendalán að gera ætti ráð fyrir óbreyttri vísitölu neysluverðs. Í ákvörðun sinni túlkar Neytendastofa fyrirmæli greinarinnar þannig að gera skuli ráð fyrir sömu verðbólgu og var þann mánuð sem lánið var veitt. Þeirri túlkun er bankinn ósammála.“ Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Íslandsbanki hefur brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán við upplýsingagjöf á verðtryggðu húnsæðisveðláni. Neytendastofa tók ákvörðun um þetta fyrir helgi eftir að hafa borist kvörtun frá neytenda sem tók yfir verðtryggt lán árið 2006. Sá taldi Íslandsbanka ekki hafa staðið við upplýsingaskyldu sína með því að gera ekki ráð fyrir verðbótum í útreikningi á árlegri hlutfallstölu kostnaðar. Né útreikningi á heildarlántökukostnaði og við gerð greiðsluáætlunar. Þar að auki taldi neytandinn að bankanum hefði ekki verið heimilt að breyta vöxtum þar sem í fyrirsögn bréfsins stóð „Fastir vextir.“ Við upplýsingagjöf Íslandsbanka á útreikningi árlegs hlutfallstölu kostnaðar voru færð inn 0% undir þann kostnaðarþátt. Það segir Neytendastofa vera óheimilt og í andstöðu við lög um neytendalán. Bankinn hafi því brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með því að upplýsa ekki með fullnægjandi hætti um þennan kostnaðarlið við lántökuna. Þá taldi Neytendastofa vaxtaendurskoðunarákvæði samningsins fullnægjandi, þrátt fyrir að í titli veðskuldabréfsins hafi staðið „Fastir vextir“. Í erindi neytandans voru einnig færð rök fyrir því að verðtrygging neytendalána teldist til óréttmæta viðskiptahátta. Neytendastofa telur svo ekki vera, enda hafi verðtrygging verið leyfð með lögum frá árinu 1979. Neytendastofa hefur einungis heimild til þess að taka ákvörðun um hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum laganna. Hvernig fara skuli með samninginn í kjölfar ákvörðunarinnar verða aðilar að leysa sín á milli með samkomulagi fyrir úrskurðanefnd í viðskiptum við fjármálafyrirtæki eða eftir atvikum að fela dómstólum að leysa úr slíkri kröfu. Ákvörðun Neytendastofu má sjá hér. Íslandsbanki er efnislega sammála niðurstöðunni og hyggst áfrýja málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilkynningu frá bankanum segir að í lögum um neytendalán segi að ef lánssamningur heimilar verðtryggingu eða breytingu á vöxtum eða öðrum gjöldum sem teljast hluti árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en ekki er unnt að meta hverju nemi á þeim tíma sem útreikningur er gerður, skuli reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans. „Fyrir gildistöku nýrra laga um Neytendalán árið 2013 byggði Íslandsbanki framkvæmd sína við veitingu verðtryggðra lána á þeirri túlkun orðanna „óbreytt verðlag“ í 12. grein laga um neytendalán að gera ætti ráð fyrir óbreyttri vísitölu neysluverðs. Í ákvörðun sinni túlkar Neytendastofa fyrirmæli greinarinnar þannig að gera skuli ráð fyrir sömu verðbólgu og var þann mánuð sem lánið var veitt. Þeirri túlkun er bankinn ósammála.“
Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira