Íslandsbanki braut lög Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2014 09:48 Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán við upplýsingagjöf á verðtryggðu húnsæðisveðláni. Neytendastofa tók ákvörðun um þetta fyrir helgi eftir að hafa borist kvörtun frá neytenda sem tók yfir verðtryggt lán árið 2006. Sá taldi Íslandsbanka ekki hafa staðið við upplýsingaskyldu sína með því að gera ekki ráð fyrir verðbótum í útreikningi á árlegri hlutfallstölu kostnaðar. Né útreikningi á heildarlántökukostnaði og við gerð greiðsluáætlunar. Þar að auki taldi neytandinn að bankanum hefði ekki verið heimilt að breyta vöxtum þar sem í fyrirsögn bréfsins stóð „Fastir vextir.“ Við upplýsingagjöf Íslandsbanka á útreikningi árlegs hlutfallstölu kostnaðar voru færð inn 0% undir þann kostnaðarþátt. Það segir Neytendastofa vera óheimilt og í andstöðu við lög um neytendalán. Bankinn hafi því brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með því að upplýsa ekki með fullnægjandi hætti um þennan kostnaðarlið við lántökuna. Þá taldi Neytendastofa vaxtaendurskoðunarákvæði samningsins fullnægjandi, þrátt fyrir að í titli veðskuldabréfsins hafi staðið „Fastir vextir“. Í erindi neytandans voru einnig færð rök fyrir því að verðtrygging neytendalána teldist til óréttmæta viðskiptahátta. Neytendastofa telur svo ekki vera, enda hafi verðtrygging verið leyfð með lögum frá árinu 1979. Neytendastofa hefur einungis heimild til þess að taka ákvörðun um hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum laganna. Hvernig fara skuli með samninginn í kjölfar ákvörðunarinnar verða aðilar að leysa sín á milli með samkomulagi fyrir úrskurðanefnd í viðskiptum við fjármálafyrirtæki eða eftir atvikum að fela dómstólum að leysa úr slíkri kröfu. Ákvörðun Neytendastofu má sjá hér. Íslandsbanki er efnislega sammála niðurstöðunni og hyggst áfrýja málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilkynningu frá bankanum segir að í lögum um neytendalán segi að ef lánssamningur heimilar verðtryggingu eða breytingu á vöxtum eða öðrum gjöldum sem teljast hluti árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en ekki er unnt að meta hverju nemi á þeim tíma sem útreikningur er gerður, skuli reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans. „Fyrir gildistöku nýrra laga um Neytendalán árið 2013 byggði Íslandsbanki framkvæmd sína við veitingu verðtryggðra lána á þeirri túlkun orðanna „óbreytt verðlag“ í 12. grein laga um neytendalán að gera ætti ráð fyrir óbreyttri vísitölu neysluverðs. Í ákvörðun sinni túlkar Neytendastofa fyrirmæli greinarinnar þannig að gera skuli ráð fyrir sömu verðbólgu og var þann mánuð sem lánið var veitt. Þeirri túlkun er bankinn ósammála.“ Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Íslandsbanki hefur brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán við upplýsingagjöf á verðtryggðu húnsæðisveðláni. Neytendastofa tók ákvörðun um þetta fyrir helgi eftir að hafa borist kvörtun frá neytenda sem tók yfir verðtryggt lán árið 2006. Sá taldi Íslandsbanka ekki hafa staðið við upplýsingaskyldu sína með því að gera ekki ráð fyrir verðbótum í útreikningi á árlegri hlutfallstölu kostnaðar. Né útreikningi á heildarlántökukostnaði og við gerð greiðsluáætlunar. Þar að auki taldi neytandinn að bankanum hefði ekki verið heimilt að breyta vöxtum þar sem í fyrirsögn bréfsins stóð „Fastir vextir.“ Við upplýsingagjöf Íslandsbanka á útreikningi árlegs hlutfallstölu kostnaðar voru færð inn 0% undir þann kostnaðarþátt. Það segir Neytendastofa vera óheimilt og í andstöðu við lög um neytendalán. Bankinn hafi því brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með því að upplýsa ekki með fullnægjandi hætti um þennan kostnaðarlið við lántökuna. Þá taldi Neytendastofa vaxtaendurskoðunarákvæði samningsins fullnægjandi, þrátt fyrir að í titli veðskuldabréfsins hafi staðið „Fastir vextir“. Í erindi neytandans voru einnig færð rök fyrir því að verðtrygging neytendalána teldist til óréttmæta viðskiptahátta. Neytendastofa telur svo ekki vera, enda hafi verðtrygging verið leyfð með lögum frá árinu 1979. Neytendastofa hefur einungis heimild til þess að taka ákvörðun um hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum laganna. Hvernig fara skuli með samninginn í kjölfar ákvörðunarinnar verða aðilar að leysa sín á milli með samkomulagi fyrir úrskurðanefnd í viðskiptum við fjármálafyrirtæki eða eftir atvikum að fela dómstólum að leysa úr slíkri kröfu. Ákvörðun Neytendastofu má sjá hér. Íslandsbanki er efnislega sammála niðurstöðunni og hyggst áfrýja málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilkynningu frá bankanum segir að í lögum um neytendalán segi að ef lánssamningur heimilar verðtryggingu eða breytingu á vöxtum eða öðrum gjöldum sem teljast hluti árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en ekki er unnt að meta hverju nemi á þeim tíma sem útreikningur er gerður, skuli reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans. „Fyrir gildistöku nýrra laga um Neytendalán árið 2013 byggði Íslandsbanki framkvæmd sína við veitingu verðtryggðra lána á þeirri túlkun orðanna „óbreytt verðlag“ í 12. grein laga um neytendalán að gera ætti ráð fyrir óbreyttri vísitölu neysluverðs. Í ákvörðun sinni túlkar Neytendastofa fyrirmæli greinarinnar þannig að gera skuli ráð fyrir sömu verðbólgu og var þann mánuð sem lánið var veitt. Þeirri túlkun er bankinn ósammála.“
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira