Tilkynna fleiri stór nöfn á föstudaginn 7. apríl 2014 14:04 Friðrik Ólafsson er einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Fréttablaðið/Úr einkasafni „Við lítum á hátíðina sem alþjóðlega hátíð,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í Laugardalnum í sumar. „Viðtökurnar hafa verið rosalegar, staðirnir pakkaðar og alls staðar röð út úr dyrum,“ segir Friðrik jafnframt, en hann hefur ferðast víða til þess að halda upphitunarpartí fyrir hátíðina, til Danmerkur, Los Angeles og Svíþjóðar. „Þar hafa verið plötusnúðar að spila sem munu spila á hátíðinni okkar líka. Við höfum verið mjög stórhuga í markaðsherferð erlendis og partíin eru liður í því,“ útskýrir hann, en í partíunum hingað til hafa bresku plötusnúðarnir Boddika, Plastic Love og Klose One spilað fyrir dansþyrsta gesti. Næst leggur Friðrik í hann til London. „Partíið verður haldið í maí, en þar munu íslensku plötusnúðarnir IntroBeats og Yamaho koma fram.“ Secret Solstice-hátíðin verður haldin dagana 20-22. júní í Laugardalnum. Um 150 tónlistaratriði koma fram á hátíðinni, en meðal þeirra sem koma fram eru stór nöfn á borð við Massive Attack, Woodkid, Carl Craig og Kerri Chandler. „Við erum rétt að byrja og tilkynnum fullt af nýjum, stórum listamönnum á föstudaginn,” segir Friðrik að lokum.DJ Yamaho:Natalie G. Gunnarsdóttir er ef til vill betur þekkt sem DJ Yamaho. Hún kemur fram í upphitunarpartíi Secret Solstice í London í maí, ásamt öðrum íslenskum plötusnúðum. Auk þess kemur Natalie fram á hátíðinni sjálfri í Laugardalnum í sumar. Natalie hóf plötusnúðaferilinn um aldamótin á skemmtistaðnum Sirkus og hefur æ síðan notið mikilla vinsælda sem plötusnúður, á Íslandi og víðar. Hún hefur meðal annars spilað víða í Evrópu, til dæmis í Danmörku, Þýskalandi og á Spáni. Yamaho spilar blöndu af hústónlist, raftónlist og teknói. DJ IntroBeats:Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem plötusnúðurinn IntroBeats, er ef til vill hvað best þekktur fyrir framlag sitt til íslensku hipphopp-senunnar, en hann er meðlimur sveitarinnar Forgotten Lores sem getið hefur sér gott orð á Íslandi og víðar. Auk þess hefur IntroBeats starfað með flestum röppurum landsins síðan á tíunda áratugnum. IntroBeats kemur fram í upphitunarpartíi á vegum Secret Solstice í London í maí, auk þess sem hann spilar á hátíðinni sjálfri. Árið 2011 gaf IntroBeats út sína fyrsta raftónlistarplötu, Halftime, hjá Möller Records og spilar nú aðallega hústónlist, þó með áhrifum frá tíunda áratugnum. IntroBeats kemur reglulega fram á skemmtistöðum í Reykjavík og spilar oft á Kaffibarnum og Prikinu, svo dæmi séu tekin. Hann kom fram á Sónar Reykjavík sem haldin var í febrúar í Hörpu, við góðan orðstír. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
„Við lítum á hátíðina sem alþjóðlega hátíð,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í Laugardalnum í sumar. „Viðtökurnar hafa verið rosalegar, staðirnir pakkaðar og alls staðar röð út úr dyrum,“ segir Friðrik jafnframt, en hann hefur ferðast víða til þess að halda upphitunarpartí fyrir hátíðina, til Danmerkur, Los Angeles og Svíþjóðar. „Þar hafa verið plötusnúðar að spila sem munu spila á hátíðinni okkar líka. Við höfum verið mjög stórhuga í markaðsherferð erlendis og partíin eru liður í því,“ útskýrir hann, en í partíunum hingað til hafa bresku plötusnúðarnir Boddika, Plastic Love og Klose One spilað fyrir dansþyrsta gesti. Næst leggur Friðrik í hann til London. „Partíið verður haldið í maí, en þar munu íslensku plötusnúðarnir IntroBeats og Yamaho koma fram.“ Secret Solstice-hátíðin verður haldin dagana 20-22. júní í Laugardalnum. Um 150 tónlistaratriði koma fram á hátíðinni, en meðal þeirra sem koma fram eru stór nöfn á borð við Massive Attack, Woodkid, Carl Craig og Kerri Chandler. „Við erum rétt að byrja og tilkynnum fullt af nýjum, stórum listamönnum á föstudaginn,” segir Friðrik að lokum.DJ Yamaho:Natalie G. Gunnarsdóttir er ef til vill betur þekkt sem DJ Yamaho. Hún kemur fram í upphitunarpartíi Secret Solstice í London í maí, ásamt öðrum íslenskum plötusnúðum. Auk þess kemur Natalie fram á hátíðinni sjálfri í Laugardalnum í sumar. Natalie hóf plötusnúðaferilinn um aldamótin á skemmtistaðnum Sirkus og hefur æ síðan notið mikilla vinsælda sem plötusnúður, á Íslandi og víðar. Hún hefur meðal annars spilað víða í Evrópu, til dæmis í Danmörku, Þýskalandi og á Spáni. Yamaho spilar blöndu af hústónlist, raftónlist og teknói. DJ IntroBeats:Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem plötusnúðurinn IntroBeats, er ef til vill hvað best þekktur fyrir framlag sitt til íslensku hipphopp-senunnar, en hann er meðlimur sveitarinnar Forgotten Lores sem getið hefur sér gott orð á Íslandi og víðar. Auk þess hefur IntroBeats starfað með flestum röppurum landsins síðan á tíunda áratugnum. IntroBeats kemur fram í upphitunarpartíi á vegum Secret Solstice í London í maí, auk þess sem hann spilar á hátíðinni sjálfri. Árið 2011 gaf IntroBeats út sína fyrsta raftónlistarplötu, Halftime, hjá Möller Records og spilar nú aðallega hústónlist, þó með áhrifum frá tíunda áratugnum. IntroBeats kemur reglulega fram á skemmtistöðum í Reykjavík og spilar oft á Kaffibarnum og Prikinu, svo dæmi séu tekin. Hann kom fram á Sónar Reykjavík sem haldin var í febrúar í Hörpu, við góðan orðstír.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira