Miðbaugshópurinn kominn á skrið og vinnur list úr stríðsminjum heimsins Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2014 07:00 Listamennirnir Steingrímur Eyfjörð og Halldór Ásgeirsson, Eydís Eir Björnsdóttir verkefnisstjóri og Jóhann Sigmarsson í Reykjavíkurhöfn þar sem Miðbaugsverkefnið á uppruna sinn. Fréttablaðið/Stefán „Dekkin eru farin að snúast og lyftast,“ segir Jóhann Sigmarsson, kvikmyndaleikstjóri og upphafsmaður svokallaðs Miðbaugsverkefnis. Fréttablaðið hefur áður sagt frá Miðbaugs-minjaverkefninu sem er alþjóðlegt farandverkefni um að skapa listaverk úr sögulegum heimsminjum. Meðal listamanna sem koma að verkefninu eru Steingrímur Eyfjörð, Jón Adólf Steinólfsson, Halldór Ásgeirsson, Matthias Krause og Steingrímur Karlsson kvikmyndagerðarmaður sem mun stýra heimildarmynd sem Friðrik Þór Friðriksson framleiðir. Jóhann segir fyrir liggja skriflegt vilyrði frá RÚV um kaup á myndinni. „Við erum komin með þrjú þúsund fermetra stúdíó í miðri Berlín. Það er hrátt en mjög flott,“ segir Jóhann sem í lok apríl heldur til Berlínar að undirbúa komu annarra listamanna.Vinna list úr kjarnorkárásinni á Hírosíma Upphafið að verkefninu rekur Jóhann til ársins 2012 er hann fékk gefins bryggjustólpa úr Reykjavíkurhöfn. Hann hefur síðan unnið ýmsa muni úr viðarstólpunum. „Til þess að fjármagna mig sel ég húsgögn úr Reykjavíkurhöfn,“ segir Jóhann sem hefur nú einnig fengið vilyrði fyrir gömlum drumbum úr Hamborgarhöfn og broti úr Berlínarmúrnum. Úr þessum minjum verða unnin húsgögn og listaverk í samvinnu við þýska listamenn. Þá hefur fengist leyfi til að nýta minjar sem tengjast kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á Hírósíma í Japan árið 1945. Það verk verður unnið í samstarfi við þarlenda listamenn.Reyna að fá minjar úr árásinni á New York Sömuleiðis er reynt að fá leyfi til að nýta minjar úr rústum 9/11-atburðarins í New York og minjar frá franska þorpinu Oradour-sur-Glane sem hefur staðið óhreyft síðan 10. júní 1944 er allir bæjarbúar nema sex voru teknir af lífi af SS-sveitum. „Við eigum enn eftir að fá svar frá þessum aðilum en ég er mjög bjartsýnn, sérstaklega af því að við höfum fengið jákvæðar undirtektir um Berlínarmúrinn og Hírósíma,“ segir Jóhann. Haldnar verða sýningar í hverju landi með lokasýningu á Íslandi. Jóhann segir muni verða selda á uppboði og að hluti ágóðans renni til góðgerðarmála á heimsvísu. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
„Dekkin eru farin að snúast og lyftast,“ segir Jóhann Sigmarsson, kvikmyndaleikstjóri og upphafsmaður svokallaðs Miðbaugsverkefnis. Fréttablaðið hefur áður sagt frá Miðbaugs-minjaverkefninu sem er alþjóðlegt farandverkefni um að skapa listaverk úr sögulegum heimsminjum. Meðal listamanna sem koma að verkefninu eru Steingrímur Eyfjörð, Jón Adólf Steinólfsson, Halldór Ásgeirsson, Matthias Krause og Steingrímur Karlsson kvikmyndagerðarmaður sem mun stýra heimildarmynd sem Friðrik Þór Friðriksson framleiðir. Jóhann segir fyrir liggja skriflegt vilyrði frá RÚV um kaup á myndinni. „Við erum komin með þrjú þúsund fermetra stúdíó í miðri Berlín. Það er hrátt en mjög flott,“ segir Jóhann sem í lok apríl heldur til Berlínar að undirbúa komu annarra listamanna.Vinna list úr kjarnorkárásinni á Hírosíma Upphafið að verkefninu rekur Jóhann til ársins 2012 er hann fékk gefins bryggjustólpa úr Reykjavíkurhöfn. Hann hefur síðan unnið ýmsa muni úr viðarstólpunum. „Til þess að fjármagna mig sel ég húsgögn úr Reykjavíkurhöfn,“ segir Jóhann sem hefur nú einnig fengið vilyrði fyrir gömlum drumbum úr Hamborgarhöfn og broti úr Berlínarmúrnum. Úr þessum minjum verða unnin húsgögn og listaverk í samvinnu við þýska listamenn. Þá hefur fengist leyfi til að nýta minjar sem tengjast kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á Hírósíma í Japan árið 1945. Það verk verður unnið í samstarfi við þarlenda listamenn.Reyna að fá minjar úr árásinni á New York Sömuleiðis er reynt að fá leyfi til að nýta minjar úr rústum 9/11-atburðarins í New York og minjar frá franska þorpinu Oradour-sur-Glane sem hefur staðið óhreyft síðan 10. júní 1944 er allir bæjarbúar nema sex voru teknir af lífi af SS-sveitum. „Við eigum enn eftir að fá svar frá þessum aðilum en ég er mjög bjartsýnn, sérstaklega af því að við höfum fengið jákvæðar undirtektir um Berlínarmúrinn og Hírósíma,“ segir Jóhann. Haldnar verða sýningar í hverju landi með lokasýningu á Íslandi. Jóhann segir muni verða selda á uppboði og að hluti ágóðans renni til góðgerðarmála á heimsvísu.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira