Er bláa pillan lausnin? Sigga Dögg skrifar 15. nóvember 2014 10:00 visir/getty Frammistöðukvíði hrjáir marga karlmenn, sérstaklega unga og frekar óreynda. Svo mælti ungur myndarlegur maður er við sátum og teyguðum einn jólaöl. Ætli það hafi ekki þurft nokkra sopa til að losa um málbeinið því þetta var greinilega umræða sem er viðkvæm og orð sem erfitt var að segja upphátt. Ég velti því fyrir mér hvað fælist í því, var hann að tala um að ná honum ekki upp eða að hann fengi það of snemma eða jafnvel að hann vissi bara ekkert hvað hann ætti að gera og hvernig ætti að gera það. Allt þetta reyndist vera innifalið í orðunum frammistöðukvíði. „Mér finnst eins og við eigum að kunna allt og bara geta og gera." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég heyri ungan mann hafa áhyggjur af þessu en ég hef aðeins heyrt af þessu frá strákum sem kela við stelpur. Þá er nokkuð áhugavert í þessu samhengi, að í einum tíma þegar við töluðum um sjálfsfróun þá svaraði ein stúlkan: „Æ, þetta er svo mikið vesen, hann bara gerir eitthvað, á hann ekki að kunna þetta?" Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. Af hverju eiga karlmenn að kunna á konur í kynlífi (nú eða aðra karlmenn)? Af því þeir hafa séð klám? Frammistöðukvíði getur stafað af allskonar ástæðum en mig grunar að undirstaðan liggi í að útskýra að kynlíf sé þekking á eigin líkama. Einnig að segja bólfélaganum hvað þér þykir gott og að spyrja hvað viðkomandi þyki gott. Í einum tíma kom ungur maður til mín og talaði um risvandamál sitt og hvað honum þætti skrýtið og mikið vesen að vera farinn að taka Viagra, aðeins 16 ára gamall. Við sátum saman í dágóða stund og fórum saman í gegnum málin. Honum gat risið hold, hann gat stundað sjálfsfróun, hann gat fengið fullnægingu en þegar það kom að því að kela með annarri manneskju, þá varð hann ekki nógu harður. Þegar við köfuðum dýpra þá komu allskonar flækjur í ljós með erfiðum tilfinningum eins og svikum og höfnun. Auðvitað er erfitt að ná honum upp við þrúgandi aðstæður, það er meira en skiljanlegt og þar er blá pilla ekki lausnin. Elskhugar og bólfélagar þessa heims, það er ekki í ykkar höndum að kunna á líkama annarra heldur þurfið þið viljann til að læra. Það eina sem hægt er að biðja um í kynlífi er að þú þekkir þinn eigin líkama og komir fram við hann af virðingu. Heilsa Tengdar fréttir Kúgast við munnmök Upp á síðkastið hef ég meira verið að neita honum um að gera þetta en finnst það leiðinlegt því mig langar svo mikið að gera þetta fyrir hann og veit um margar aðrar stelpur þar sem þetta er ekkert mál hjá. 1. nóvember 2014 13:45 Vanrækjum ekki snípinn Nýlega tilkynnti hópur vísindamanna að sannleikurinn á bak við fullnægingu píkunnar lægi í snípnum. Freud hafði haft rangt fyrir sér þegar hann setti fullnæginguna inn í leggöngin og því ættum við öll að hætta að þrykkja inn í leit að g-blettinum. Sumar sögðu "Ég vissi það!“ en aðrar þögðu þunnu hljóði og veltu fyrir sér hver raunveruleg upplifun þeirra væri af fullnægingu. Svo voru það allir þeir bólfélagar sem gerðust sekir um að vanrækja snípinn í samförum og röktu til baka allar töpuðu fullnægingarnar með sínum tilgerðarlegu stunum (sem stundum voru þó furðu sannfærandi). 7. nóvember 2014 10:45 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Frammistöðukvíði hrjáir marga karlmenn, sérstaklega unga og frekar óreynda. Svo mælti ungur myndarlegur maður er við sátum og teyguðum einn jólaöl. Ætli það hafi ekki þurft nokkra sopa til að losa um málbeinið því þetta var greinilega umræða sem er viðkvæm og orð sem erfitt var að segja upphátt. Ég velti því fyrir mér hvað fælist í því, var hann að tala um að ná honum ekki upp eða að hann fengi það of snemma eða jafnvel að hann vissi bara ekkert hvað hann ætti að gera og hvernig ætti að gera það. Allt þetta reyndist vera innifalið í orðunum frammistöðukvíði. „Mér finnst eins og við eigum að kunna allt og bara geta og gera." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég heyri ungan mann hafa áhyggjur af þessu en ég hef aðeins heyrt af þessu frá strákum sem kela við stelpur. Þá er nokkuð áhugavert í þessu samhengi, að í einum tíma þegar við töluðum um sjálfsfróun þá svaraði ein stúlkan: „Æ, þetta er svo mikið vesen, hann bara gerir eitthvað, á hann ekki að kunna þetta?" Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. Af hverju eiga karlmenn að kunna á konur í kynlífi (nú eða aðra karlmenn)? Af því þeir hafa séð klám? Frammistöðukvíði getur stafað af allskonar ástæðum en mig grunar að undirstaðan liggi í að útskýra að kynlíf sé þekking á eigin líkama. Einnig að segja bólfélaganum hvað þér þykir gott og að spyrja hvað viðkomandi þyki gott. Í einum tíma kom ungur maður til mín og talaði um risvandamál sitt og hvað honum þætti skrýtið og mikið vesen að vera farinn að taka Viagra, aðeins 16 ára gamall. Við sátum saman í dágóða stund og fórum saman í gegnum málin. Honum gat risið hold, hann gat stundað sjálfsfróun, hann gat fengið fullnægingu en þegar það kom að því að kela með annarri manneskju, þá varð hann ekki nógu harður. Þegar við köfuðum dýpra þá komu allskonar flækjur í ljós með erfiðum tilfinningum eins og svikum og höfnun. Auðvitað er erfitt að ná honum upp við þrúgandi aðstæður, það er meira en skiljanlegt og þar er blá pilla ekki lausnin. Elskhugar og bólfélagar þessa heims, það er ekki í ykkar höndum að kunna á líkama annarra heldur þurfið þið viljann til að læra. Það eina sem hægt er að biðja um í kynlífi er að þú þekkir þinn eigin líkama og komir fram við hann af virðingu.
Heilsa Tengdar fréttir Kúgast við munnmök Upp á síðkastið hef ég meira verið að neita honum um að gera þetta en finnst það leiðinlegt því mig langar svo mikið að gera þetta fyrir hann og veit um margar aðrar stelpur þar sem þetta er ekkert mál hjá. 1. nóvember 2014 13:45 Vanrækjum ekki snípinn Nýlega tilkynnti hópur vísindamanna að sannleikurinn á bak við fullnægingu píkunnar lægi í snípnum. Freud hafði haft rangt fyrir sér þegar hann setti fullnæginguna inn í leggöngin og því ættum við öll að hætta að þrykkja inn í leit að g-blettinum. Sumar sögðu "Ég vissi það!“ en aðrar þögðu þunnu hljóði og veltu fyrir sér hver raunveruleg upplifun þeirra væri af fullnægingu. Svo voru það allir þeir bólfélagar sem gerðust sekir um að vanrækja snípinn í samförum og röktu til baka allar töpuðu fullnægingarnar með sínum tilgerðarlegu stunum (sem stundum voru þó furðu sannfærandi). 7. nóvember 2014 10:45 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Kúgast við munnmök Upp á síðkastið hef ég meira verið að neita honum um að gera þetta en finnst það leiðinlegt því mig langar svo mikið að gera þetta fyrir hann og veit um margar aðrar stelpur þar sem þetta er ekkert mál hjá. 1. nóvember 2014 13:45
Vanrækjum ekki snípinn Nýlega tilkynnti hópur vísindamanna að sannleikurinn á bak við fullnægingu píkunnar lægi í snípnum. Freud hafði haft rangt fyrir sér þegar hann setti fullnæginguna inn í leggöngin og því ættum við öll að hætta að þrykkja inn í leit að g-blettinum. Sumar sögðu "Ég vissi það!“ en aðrar þögðu þunnu hljóði og veltu fyrir sér hver raunveruleg upplifun þeirra væri af fullnægingu. Svo voru það allir þeir bólfélagar sem gerðust sekir um að vanrækja snípinn í samförum og röktu til baka allar töpuðu fullnægingarnar með sínum tilgerðarlegu stunum (sem stundum voru þó furðu sannfærandi). 7. nóvember 2014 10:45