Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum Jóhannes Stefánsson skrifar 25. janúar 2014 09:56 Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt stefnuyfirlýsingu í áfengis- og fíkniefnamálum VÍSIR/Anton „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir meðal annars í nýrri stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum. Nýja stefnan gildir til ársins 2020 og hefur verið samþykkt af Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra. Stefnunni er meðal annars ætlað að tryggja jöfnuð, en hún er gefin út af velferðarráðuneytinu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar síðan verkefnaáætlunin Ísland án eiturlyfja 2002 var samþykkt árið 1997, kemur meðal annars fram að ætlunin sé að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum með aðhaldsaðgerðum. „Það er meðal annars gert með aðhaldsaðgerðum varðandi sölufyrirkomulag áfengis, virkt eftirlit með notkun lyfseðilsskyldra lyfja, öflugri löggæslu og virku tolleftirliti," segir í stefnuyfirlýsingunni. Stefnan verður framkvæmd í samræmi við núgildandi löggjöf um ávana- og fíkniefni. Aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum munu byggja á stefnunni og aðgerðaáætlun sem verður gefin út í fyrsta skipti árið 2014. Hún mun gilda í tvö ár í senn.Aðgerðir byggi á bestu þekkingu Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að áfengisneysla Íslendinga sé undir meðaltali Evrópuþjóða, „og má ætla að sú aðhaldsstefna sem ríkt hefur hér á landi eigi sinn þátt í því." Þá segir einnig að „rannsóknir hafa sýnt að aðgerðir sem draga úr aðhaldi eru til þess fallnar að auka neyslu hvaða vímugjafa sem um ræðir." Í lokaorðum yfirlýsingarinnar segir að „mikilvægt er við alla ákvarðanatöku stjórnvalda er varðar áfengi, ólögleg vímuefni og misnotkun ávana- og fíknilyfja og vefaukandi stera að lýðheilsusjónarmið séu höfð að leiðarljósi ásamt bestu þekkingu á virkum og árangursríkum aðgerðum."Hörð andstaða við núverandi löggjafarstefnuÁ síðustu dögum hefur Vísir sagt frá ýmsum sem hafa eitthvað út á núverandi fíkniefnalöggjöf að setja. Einn þeirra er Pétur Þorsteinsson. Hann sagði í viðtali við Vísi að réttast væri að ráðast í „algjör sinnaskipti í fíknivörnum." Þá hefur þingflokkur Pírata haldið fram andstöðu sinni við refsistefnu í fíkniefnalöggjöf. Tengdar fréttir Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. 25. janúar 2014 13:51 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Mansalsfórnarlömb dæmd Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega. 23. janúar 2014 12:32 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Sjá meira
„Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir meðal annars í nýrri stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum. Nýja stefnan gildir til ársins 2020 og hefur verið samþykkt af Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra. Stefnunni er meðal annars ætlað að tryggja jöfnuð, en hún er gefin út af velferðarráðuneytinu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar síðan verkefnaáætlunin Ísland án eiturlyfja 2002 var samþykkt árið 1997, kemur meðal annars fram að ætlunin sé að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum með aðhaldsaðgerðum. „Það er meðal annars gert með aðhaldsaðgerðum varðandi sölufyrirkomulag áfengis, virkt eftirlit með notkun lyfseðilsskyldra lyfja, öflugri löggæslu og virku tolleftirliti," segir í stefnuyfirlýsingunni. Stefnan verður framkvæmd í samræmi við núgildandi löggjöf um ávana- og fíkniefni. Aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum munu byggja á stefnunni og aðgerðaáætlun sem verður gefin út í fyrsta skipti árið 2014. Hún mun gilda í tvö ár í senn.Aðgerðir byggi á bestu þekkingu Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að áfengisneysla Íslendinga sé undir meðaltali Evrópuþjóða, „og má ætla að sú aðhaldsstefna sem ríkt hefur hér á landi eigi sinn þátt í því." Þá segir einnig að „rannsóknir hafa sýnt að aðgerðir sem draga úr aðhaldi eru til þess fallnar að auka neyslu hvaða vímugjafa sem um ræðir." Í lokaorðum yfirlýsingarinnar segir að „mikilvægt er við alla ákvarðanatöku stjórnvalda er varðar áfengi, ólögleg vímuefni og misnotkun ávana- og fíknilyfja og vefaukandi stera að lýðheilsusjónarmið séu höfð að leiðarljósi ásamt bestu þekkingu á virkum og árangursríkum aðgerðum."Hörð andstaða við núverandi löggjafarstefnuÁ síðustu dögum hefur Vísir sagt frá ýmsum sem hafa eitthvað út á núverandi fíkniefnalöggjöf að setja. Einn þeirra er Pétur Þorsteinsson. Hann sagði í viðtali við Vísi að réttast væri að ráðast í „algjör sinnaskipti í fíknivörnum." Þá hefur þingflokkur Pírata haldið fram andstöðu sinni við refsistefnu í fíkniefnalöggjöf.
Tengdar fréttir Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. 25. janúar 2014 13:51 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Mansalsfórnarlömb dæmd Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega. 23. janúar 2014 12:32 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Sjá meira
Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. 25. janúar 2014 13:51
Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44
Mansalsfórnarlömb dæmd Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega. 23. janúar 2014 12:32