Innlent

Lágtekjufólk reykir frekar

Elimar Hauksson skrifar
mynd/getty
Nýjar tölur um umfang tóbaksneyslu á Íslandi fyrir árið 2013 sýna að færri reykja daglega en árið áður. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent gerði fyrir Landlæknisembættið.

Þar kemur fram að um 11,4 prósent svarenda sögðust reykja daglega samanborið við 13,8 prósent árið áður. Munur var á tíðni daglegra reykinga eftir menntun og fjölskyldutekjum en eftir því sem tekjur voru hærri, var minna um reykingar.

Landlæknisembættið telur að í ljósi þessara talna hljóti stefnumótun í tóbaksvörnum að miðast að því að jafna tækifæri þjóðfélagshópa til að leita sér aðstoðar við tóbaksfíkn og að hún verði aðgengileg fyrir alla. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×