Málefni fatlaðs fólks á Akureyri Bergþóra Þórhallsdóttir skrifar 27. maí 2014 16:30 Akureyrarbær tók við málefnum fatlaðra um áramót 2010 - 2011 líkt og önnur sveitarfélög. Bærinn ber samkvæmt því ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlaða einstaklinga. Það þýðir að bærinn ber ábyrgð á gæðum þjónustunnar og kostnaði vegna hennar. D listinn á Akureyri vill standa sérstakan vörð um þennan málaflokk og telur skýra stefnumótun brýna. Stefnumótunin þarf að byggja á sameiginlegri framtíðarsýn þjónustuþega, starfsmanna sem vinna innan málaflokksins og þeirra sem stjórna bæjarfélaginu. Áherslur D-listans í málaflokknum endurspeglast í eftirfarandi þáttum:Aðgengi.Aðgengismál á Akureyri eiga ávallt að vera til fyrirmyndar allt árið um kring hvort heldur eru merkingar bílastæða, aðgengi að fyrirtækjum og stofnunum, aðgangur að upplýsingum eða möguleikum til tjáskipta. Aðbúnaður í íþróttamannvirkjum þarf að vera til fyrirmyndar og taka mið af þörfum fatlaðra einstaklinga. Aðgengismál eru mannréttindamál. Í frekari uppbyggingu og viðhaldi á útivistarsvæðum okkar Akureyringa s.s. í Kjarnaskógi og Naustaborgum er mikilvægt að gera úttekt og áætlun um úrbætur sem tekur tillit til umgengni fatlaðra einstaklinga á þessum svæðum. Allir eiga að geta notið útivistar á Akureyri allt árið um kring.Ferðaþjónusta.Mikilvægt er að ferðaþjónusta fatlaðra einstaklinga sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki sé með þeim hætti að þeir geti verið sem mest sjálfstæðir og virkir þátttakendur í samfélaginu. Með greiðum samgöngum verði þeim gert kleift að stunda atvinnu, nám og njóta fjölbreyttra tómstunda allt árið um kring. Það er mikilvægt að leita ávallt hagkvæmustu lausnar fyrir bæjarfélagið hverju sinni. Umsýsla á ferlimálum fatlaðra þarf að vera einstaklingsmiðuð og einkennast af skilvirkni og einfaldleika.Sjálfstæði og búsetaLífsgæði er að stórum hluta fólgin í því að eiga fjölbreytt val um búsetu og að umhverfið sé hvetjandi til virkrar þátttöku og sjálfstæðis. Þjónusta við fatlaða einstaklinga þarf að taka mið af því. D listinn vill að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði áfram valkostur sem unninn er í samstarfi við Velferðarráðuneytið. Stuðningur í daglegu lífi þarf ávallt að vera fyrir hendi þar sem þörf krefur. Meginmarkmið með stuðningi miði að því að fatlaðir einstaklingar geti lifað í samfélagi án aðgreiningar hvort heldur er í skóla, tómstundastarfi eða atvinnu. D listinn leggur áherslu á þjónandi leiðsögn í samskiptum starfsfólks og notenda þjónustu.Lífstíll og afþreyingFjölbreytt val um lífsstíl og val um afþreyingu þarf að vera í boði allt árið um kring. Horfa á til þess að bjóða upp á skipulagðar árstíðarbundnar dagsferðir innan sveitarfélags þar sem notið er fjölbreyttrar útivistar og menningar.Fræðsla og þjónandi leiðsögnFatlað fólk á að geta notið menntunar og hafa val um fjölbreyttar námsleiðir eftir áhugasviði og getu. Á Akureyri eru skólar án aðgreiningar sem tryggja nemendum jöfn tækifæri til náms. Jákvætt, fordómalaust viðhorf og sveigjanleiki er forsenda þess að einstaklingar fái notið hæfileika sinna í námi. Fjölbreytt sérfræðiþekking er mikilvæg innan skólakerfisins og að öflug fræðsla sé í boði fyrir starfsfólk, foreldra og aðra aðstandendur.HeilbrigðiHeilbrigðisþjónusta fyrir fatlað fólk þarf að vera góð hvort heldur er fyrirbyggjandi, almenn eða sérhæfð. Stytting biðtíma í heilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum D-listans á Akureyri. Mikilvægt er að tryggja aukið fjármagn til heilsugæslunnar sem allra fyrst. Rafræn tækni er dæmi um lausn sem skapar eftirsóknarvert svigrúm í þjónustu við sjúklinga og gert hana skilvirkari. Styttri biðtími er hagur allra. Á Akureyri vill D-listinn forgangsraða því mikilvægasta fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Akureyrarbær tók við málefnum fatlaðra um áramót 2010 - 2011 líkt og önnur sveitarfélög. Bærinn ber samkvæmt því ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlaða einstaklinga. Það þýðir að bærinn ber ábyrgð á gæðum þjónustunnar og kostnaði vegna hennar. D listinn á Akureyri vill standa sérstakan vörð um þennan málaflokk og telur skýra stefnumótun brýna. Stefnumótunin þarf að byggja á sameiginlegri framtíðarsýn þjónustuþega, starfsmanna sem vinna innan málaflokksins og þeirra sem stjórna bæjarfélaginu. Áherslur D-listans í málaflokknum endurspeglast í eftirfarandi þáttum:Aðgengi.Aðgengismál á Akureyri eiga ávallt að vera til fyrirmyndar allt árið um kring hvort heldur eru merkingar bílastæða, aðgengi að fyrirtækjum og stofnunum, aðgangur að upplýsingum eða möguleikum til tjáskipta. Aðbúnaður í íþróttamannvirkjum þarf að vera til fyrirmyndar og taka mið af þörfum fatlaðra einstaklinga. Aðgengismál eru mannréttindamál. Í frekari uppbyggingu og viðhaldi á útivistarsvæðum okkar Akureyringa s.s. í Kjarnaskógi og Naustaborgum er mikilvægt að gera úttekt og áætlun um úrbætur sem tekur tillit til umgengni fatlaðra einstaklinga á þessum svæðum. Allir eiga að geta notið útivistar á Akureyri allt árið um kring.Ferðaþjónusta.Mikilvægt er að ferðaþjónusta fatlaðra einstaklinga sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki sé með þeim hætti að þeir geti verið sem mest sjálfstæðir og virkir þátttakendur í samfélaginu. Með greiðum samgöngum verði þeim gert kleift að stunda atvinnu, nám og njóta fjölbreyttra tómstunda allt árið um kring. Það er mikilvægt að leita ávallt hagkvæmustu lausnar fyrir bæjarfélagið hverju sinni. Umsýsla á ferlimálum fatlaðra þarf að vera einstaklingsmiðuð og einkennast af skilvirkni og einfaldleika.Sjálfstæði og búsetaLífsgæði er að stórum hluta fólgin í því að eiga fjölbreytt val um búsetu og að umhverfið sé hvetjandi til virkrar þátttöku og sjálfstæðis. Þjónusta við fatlaða einstaklinga þarf að taka mið af því. D listinn vill að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði áfram valkostur sem unninn er í samstarfi við Velferðarráðuneytið. Stuðningur í daglegu lífi þarf ávallt að vera fyrir hendi þar sem þörf krefur. Meginmarkmið með stuðningi miði að því að fatlaðir einstaklingar geti lifað í samfélagi án aðgreiningar hvort heldur er í skóla, tómstundastarfi eða atvinnu. D listinn leggur áherslu á þjónandi leiðsögn í samskiptum starfsfólks og notenda þjónustu.Lífstíll og afþreyingFjölbreytt val um lífsstíl og val um afþreyingu þarf að vera í boði allt árið um kring. Horfa á til þess að bjóða upp á skipulagðar árstíðarbundnar dagsferðir innan sveitarfélags þar sem notið er fjölbreyttrar útivistar og menningar.Fræðsla og þjónandi leiðsögnFatlað fólk á að geta notið menntunar og hafa val um fjölbreyttar námsleiðir eftir áhugasviði og getu. Á Akureyri eru skólar án aðgreiningar sem tryggja nemendum jöfn tækifæri til náms. Jákvætt, fordómalaust viðhorf og sveigjanleiki er forsenda þess að einstaklingar fái notið hæfileika sinna í námi. Fjölbreytt sérfræðiþekking er mikilvæg innan skólakerfisins og að öflug fræðsla sé í boði fyrir starfsfólk, foreldra og aðra aðstandendur.HeilbrigðiHeilbrigðisþjónusta fyrir fatlað fólk þarf að vera góð hvort heldur er fyrirbyggjandi, almenn eða sérhæfð. Stytting biðtíma í heilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum D-listans á Akureyri. Mikilvægt er að tryggja aukið fjármagn til heilsugæslunnar sem allra fyrst. Rafræn tækni er dæmi um lausn sem skapar eftirsóknarvert svigrúm í þjónustu við sjúklinga og gert hana skilvirkari. Styttri biðtími er hagur allra. Á Akureyri vill D-listinn forgangsraða því mikilvægasta fyrst.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar