ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Brjánn Jónasson skrifar 27. maí 2014 11:00 Marine Le Pen bar sigur úr býtum í kosningum til Evrópuþingsins í Frakklandi. Le Pen sagði fólkið hafa talað. Fréttablaðið/AP Kjósendur í Evrópu hafa talað og niðurstöðurnar eru áfall, segir Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, um niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins. Hann líkti niðurstöðunum við pólitískan jarðskjálfta í Evrópu. Hægriöfgaflokkar og aðrir flokkar sem vilja takmarka völd Evrópusambandsins unnu góðan sigur í kosningum, og fengu nærri 30 prósent þingsæta. Hefðbundnir hægri-, mið- og vinstriflokkar fá eftir sem áður mikinn meirihluta þingsæta á Evrópuþinginu. „Ég held að sigur þessara róttæku afla hafi bæði eitthvað með ESB og innanríkismál að gera,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Hann segir nokkur atriði vinna með öfgaflokkunum. „Fyrst ber þar að nefna efnahagskreppuna og þær aðgerðir sem stjórnvöld alls staðar í Evrópu hafa verið að grípa til til að takast á við hana,“ segir Baldur. Kjósendur eru einnig að sýna andstöðu við frekari samruna í Evrópu. Kjósendur vilja í auknum mæli að þjóðþingin taki ákvarðanir frekar en stofnanir ESB, segir Baldur. Þá má tengja niðurstöðurnar við innflytjendamál, en hægriöfgaflokkarnir eru á móti frekari straumi innflytjenda og frjálsum straumi íbúa ríkja ESB innan sambandsins. Í Evrópu er ríkjandi almenn vantrú á stjórnmálastéttina, sem mörgum finnst að geti ekki svarað kalli kjósenda til að koma á breytingum, segir Baldur.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍAð lokum tengist þetta innanríkismálum í stórum aðildarríkjum, segir Baldur. Hann bendir á að óvinsælar ríkisstjórnir séu nú við völd í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku, en hefðbundin stjórnarandstaða virðist ekki heldur njóta trausts. „Kjósendur eru að mótmæla ríkjandi valdastétt,“ segir Baldur. Þjóðfylking Marine Le Pen er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Frakklandi með 25 prósent atkvæða. Sósíalistaflokkur Francois Hollande Frakklandsforseta fékk aðeins 14 prósent atkvæða. „Fólkið hefur talað, hátt og skýrt,“ sagði Le Pen eftir að úrslitin voru ljós. Hún sagði kjósendur vilja að ákvarðanir yrðu teknar í Frakklandi, ekki af embættismönnum í Brussel sem enginn hafi kosið. Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) fékk 27 prósent atkvæða. Það er meira en bæði íhaldsmenn, sem fengu 24 prósent, og Verkamannaflokkurinn, sem fékk 25 prósent atkvæða. Í Grikklandi fékk Syriza, sem er afar vinstrisinnaður flokkur, 26 prósent atkvæða, en flokkur forsætisráðherrans 23 prósent. Þjóðernissinnar í Gylltri dögun fengu 9 prósent atkvæða. Í Þýskalandi unnu Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, góðan sigur með um 35 prósent atkvæða. Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Sjá meira
Kjósendur í Evrópu hafa talað og niðurstöðurnar eru áfall, segir Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, um niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins. Hann líkti niðurstöðunum við pólitískan jarðskjálfta í Evrópu. Hægriöfgaflokkar og aðrir flokkar sem vilja takmarka völd Evrópusambandsins unnu góðan sigur í kosningum, og fengu nærri 30 prósent þingsæta. Hefðbundnir hægri-, mið- og vinstriflokkar fá eftir sem áður mikinn meirihluta þingsæta á Evrópuþinginu. „Ég held að sigur þessara róttæku afla hafi bæði eitthvað með ESB og innanríkismál að gera,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Hann segir nokkur atriði vinna með öfgaflokkunum. „Fyrst ber þar að nefna efnahagskreppuna og þær aðgerðir sem stjórnvöld alls staðar í Evrópu hafa verið að grípa til til að takast á við hana,“ segir Baldur. Kjósendur eru einnig að sýna andstöðu við frekari samruna í Evrópu. Kjósendur vilja í auknum mæli að þjóðþingin taki ákvarðanir frekar en stofnanir ESB, segir Baldur. Þá má tengja niðurstöðurnar við innflytjendamál, en hægriöfgaflokkarnir eru á móti frekari straumi innflytjenda og frjálsum straumi íbúa ríkja ESB innan sambandsins. Í Evrópu er ríkjandi almenn vantrú á stjórnmálastéttina, sem mörgum finnst að geti ekki svarað kalli kjósenda til að koma á breytingum, segir Baldur.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍAð lokum tengist þetta innanríkismálum í stórum aðildarríkjum, segir Baldur. Hann bendir á að óvinsælar ríkisstjórnir séu nú við völd í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku, en hefðbundin stjórnarandstaða virðist ekki heldur njóta trausts. „Kjósendur eru að mótmæla ríkjandi valdastétt,“ segir Baldur. Þjóðfylking Marine Le Pen er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Frakklandi með 25 prósent atkvæða. Sósíalistaflokkur Francois Hollande Frakklandsforseta fékk aðeins 14 prósent atkvæða. „Fólkið hefur talað, hátt og skýrt,“ sagði Le Pen eftir að úrslitin voru ljós. Hún sagði kjósendur vilja að ákvarðanir yrðu teknar í Frakklandi, ekki af embættismönnum í Brussel sem enginn hafi kosið. Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) fékk 27 prósent atkvæða. Það er meira en bæði íhaldsmenn, sem fengu 24 prósent, og Verkamannaflokkurinn, sem fékk 25 prósent atkvæða. Í Grikklandi fékk Syriza, sem er afar vinstrisinnaður flokkur, 26 prósent atkvæða, en flokkur forsætisráðherrans 23 prósent. Þjóðernissinnar í Gylltri dögun fengu 9 prósent atkvæða. Í Þýskalandi unnu Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, góðan sigur með um 35 prósent atkvæða.
Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Sjá meira