Aukin tækifæri á þriðja æviskeiði Margrét S. Björnsdóttir skrifar 27. maí 2014 07:00 Í stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík: Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast (sjá xsreykjavik.is) birtast mikilvæg viðhorf til aldurshópsins sem nálgast hefðbundin starfslok. Vísbendingar eru um fordóma í þeirra garð. Þannig sýnir ný könnun meistaranema við HÍ að allt frá 50 ára aldri mætir fólk neikvæðum viðhorfum á vinnumarkaði. Félagi minn 73 ára, vel menntaður með mikla alþjóðlega starfsreynslu, kallar þetta „nýjustu mismununina“.Aldrei betur á sig komin Þessi aldurshópur er við betri heilsu, með meiri menntun og fjölþættari reynslu en fyrri kynslóðir. Rannsóknir sýna að þó hægi á tilteknum hæfileikum með aldrinum, þá vegur uppsöfnuð reynsla og hæfni til að meta og setja hluti í samhengi það upp. Ný þýsk könnun sýnir að aldurshópurinn 65–74 ára á vinnumarkaði er ánægðari í starfi en yngri aldurshópar. Við hljótum að spyrja af hverju þeir sem vilja og geta megi ekki vinna lengur en til 67 eða 70 ára, aldursmörk sem voru skilgreind af Bismark á 19. öld. Auðvitað eru aðstæður fólks misjafnar, hið sama hentar ekki öllum. Sveigjanleiki og val eru lykilatriði. (Um þetta fjalla í forsíðugreinum nú í maí bæði tímaritin The Economist og Der Spiegel og nefna má að Árósir hafa fyrst sveitarfélaga í Danmörku stofnað sérstaka vinnumiðlun fyrir þennan aldurshóp: en3karriere.)Val um starfslok til 74 ára Samfylkingin í Reykjavík mun beita sér fyrir tilraunaverkefni þar sem borgarstarfsmenn geti valið sveigjanleg starfslok frá 62–74 ára aldurs. Með þessu væri öðrum vinnuveitendum gefið mikilvægt fordæmi. Ekki er nauðsynlega að fólk haldi óbreyttri stöðu, heldur geti minnkað við sig, færst í ný störf, fengið nýja starfsþjálfun, sé þess kostur. Fólk heldur áunnum eftirlaunaréttindum, en efnahagslegur ávinningur yrði umtalsverður bæði fyrir einstaklinga og samfélag, þó það sé ekki aðalatriði hér.Fjölbreytt virkni á þriðja æviskeiði Stefna Samfylkingarinnar, Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast, tekur einnig til þess að borgin stuðli að virkara og innihaldsríkara lífi borgarbúa á þessu æviskeiði: Með fjölbreyttara frístundastarfi, auknum tækifærum til menntunar, heilsuræktar, menningarþátttöku og aukinna áhrifa með nýju Öldungaráði. Sem fyrr leggur Samfylkingin að sjálfsögðu áherslu á að tryggja eldra fólki umönnun og stuðning þegar heilsan brestur, en vill með nýrri stefnumörkun stuðla að aukinni virkni og áhrifum þess eins lengi og kostur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Í stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík: Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast (sjá xsreykjavik.is) birtast mikilvæg viðhorf til aldurshópsins sem nálgast hefðbundin starfslok. Vísbendingar eru um fordóma í þeirra garð. Þannig sýnir ný könnun meistaranema við HÍ að allt frá 50 ára aldri mætir fólk neikvæðum viðhorfum á vinnumarkaði. Félagi minn 73 ára, vel menntaður með mikla alþjóðlega starfsreynslu, kallar þetta „nýjustu mismununina“.Aldrei betur á sig komin Þessi aldurshópur er við betri heilsu, með meiri menntun og fjölþættari reynslu en fyrri kynslóðir. Rannsóknir sýna að þó hægi á tilteknum hæfileikum með aldrinum, þá vegur uppsöfnuð reynsla og hæfni til að meta og setja hluti í samhengi það upp. Ný þýsk könnun sýnir að aldurshópurinn 65–74 ára á vinnumarkaði er ánægðari í starfi en yngri aldurshópar. Við hljótum að spyrja af hverju þeir sem vilja og geta megi ekki vinna lengur en til 67 eða 70 ára, aldursmörk sem voru skilgreind af Bismark á 19. öld. Auðvitað eru aðstæður fólks misjafnar, hið sama hentar ekki öllum. Sveigjanleiki og val eru lykilatriði. (Um þetta fjalla í forsíðugreinum nú í maí bæði tímaritin The Economist og Der Spiegel og nefna má að Árósir hafa fyrst sveitarfélaga í Danmörku stofnað sérstaka vinnumiðlun fyrir þennan aldurshóp: en3karriere.)Val um starfslok til 74 ára Samfylkingin í Reykjavík mun beita sér fyrir tilraunaverkefni þar sem borgarstarfsmenn geti valið sveigjanleg starfslok frá 62–74 ára aldurs. Með þessu væri öðrum vinnuveitendum gefið mikilvægt fordæmi. Ekki er nauðsynlega að fólk haldi óbreyttri stöðu, heldur geti minnkað við sig, færst í ný störf, fengið nýja starfsþjálfun, sé þess kostur. Fólk heldur áunnum eftirlaunaréttindum, en efnahagslegur ávinningur yrði umtalsverður bæði fyrir einstaklinga og samfélag, þó það sé ekki aðalatriði hér.Fjölbreytt virkni á þriðja æviskeiði Stefna Samfylkingarinnar, Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast, tekur einnig til þess að borgin stuðli að virkara og innihaldsríkara lífi borgarbúa á þessu æviskeiði: Með fjölbreyttara frístundastarfi, auknum tækifærum til menntunar, heilsuræktar, menningarþátttöku og aukinna áhrifa með nýju Öldungaráði. Sem fyrr leggur Samfylkingin að sjálfsögðu áherslu á að tryggja eldra fólki umönnun og stuðning þegar heilsan brestur, en vill með nýrri stefnumörkun stuðla að aukinni virkni og áhrifum þess eins lengi og kostur er.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun