Andlitslyftur BMW X3 Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2014 09:47 Lagleg andlitslyfting BMW X3. Núverandi kynslóð BMW X3 jepplingsins er frá árinu 2010 og því kominn tími á andlitslyftingu bílsins. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu á bílnum heldur lítillegar en góðar útlitsbreytingar. Ennfremur bætir BMW við tveimur gerðum bílsins, þ.e. X3 sDrive 28i og X3 xDrive 28d svo hann verði enn færari um að keppa í sínum flokki bíla við sífjölgandi gerðir. X3 sDrive 28i er ekki með fjórhjóladrifi heldur aðeins framhjóladrifi og sá fyrsti af X3 gerð. Hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifinni bensínvél sem skilar 240 hestöflum. X3 sDrive 28d er með 2,0 lítra dísilvél með forþjöppu, 180 hestöfl. Bensínbíllinn er 6,2 sek. í hundrað en dísilbíllinn 7,9 sekúndur. Ódýrasta gerð BMW X3 í Bandaríkjunum kostar 39.325 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Sala á þessum andlitslyfta BMW X3 hefst með vorinu og er hann af árgerð 2015.Snotur jepplingur.Innanrými BMW X3. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent
Núverandi kynslóð BMW X3 jepplingsins er frá árinu 2010 og því kominn tími á andlitslyftingu bílsins. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu á bílnum heldur lítillegar en góðar útlitsbreytingar. Ennfremur bætir BMW við tveimur gerðum bílsins, þ.e. X3 sDrive 28i og X3 xDrive 28d svo hann verði enn færari um að keppa í sínum flokki bíla við sífjölgandi gerðir. X3 sDrive 28i er ekki með fjórhjóladrifi heldur aðeins framhjóladrifi og sá fyrsti af X3 gerð. Hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifinni bensínvél sem skilar 240 hestöflum. X3 sDrive 28d er með 2,0 lítra dísilvél með forþjöppu, 180 hestöfl. Bensínbíllinn er 6,2 sek. í hundrað en dísilbíllinn 7,9 sekúndur. Ódýrasta gerð BMW X3 í Bandaríkjunum kostar 39.325 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Sala á þessum andlitslyfta BMW X3 hefst með vorinu og er hann af árgerð 2015.Snotur jepplingur.Innanrými BMW X3.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent