Í spennitreyju haftanna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. febrúar 2014 08:49 Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hefur undanfarnar vikur verið fjallað um áhrif gjaldeyrishaftanna á íslenzkt efnahags- og viðskiptalíf. Í síðasta blaði var sjónum beint að áhrifum haftanna á lífeyrissjóðina, umsvifamestu fjárfesta landsins, sem jafnframt gæta gríðarlegra hagsmuna nánast allra launþega í landinu. Vegna haftanna eru sjóðirnir lokaðir inni með fjárfestingar sínar og geta ekki lengur beint þeim að hluta til á alþjóðlegan fjármálamarkað. Þetta hefur margs konar afleiðingar. Í fyrsta lagi eru áhrifin fyrir sjóðina sjálfa og eigendur þeirra, fólkið í landinu, neikvæð. Að binda mikinn meirihluta fjárfestinga sjóðanna við eitt hagkerfi, það íslenzka, eykur stórlega áhættu þeirra. Hlutfall erlendra eigna þeirra er nú aðeins um 20 prósent og stefnir í 15 prósent á næstu sjö til átta árum. Til lengri tíma litið mun þetta draga úr ávöxtun sjóðanna og þar með úr getu þeirra til að standa undir skuldbindingum. Með öðrum orðum getum við ekki vænzt þess að hafa það jafngott í ellinni eða ef við veikjumst eða slösumst og við hefðum gert ella. Í öðru lagi eru áhrifin á hagkerfið í heild þau að kröfur til útgefenda hvers kyns verðbréfa minnki þegar fjárfestar hafa eingöngu um innlendar fjárfestingar að velja, eins og Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á í Markaðnum. Það dregur úr framleiðni í hagkerfinu og kemur þar með niður á hagvexti og lífskjörum. Í þriðja lagi hafa lífeyrissjóðirnir á skömmum tíma safnað að sér svo miklum eignum að það er byrjað að koma niður á samkeppnisumhverfinu í landinu. Á einu ári hefur bein eign sjóðanna í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina vaxið úr 29 prósentum í 37 prósent. Þá er ótalin óbein eignaraðild sjóðanna í gegnum ýmiss konar fjárfestingarsjóði. Líkast til eiga þeir upp undir helming hlutabréfamarkaðarins. Þannig upplifum við í nýju formi eina helztu meinsemd efnahagslífsins fyrir hrun; samþjappað og um leið óskýrt eignarhald.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í Markaðnum að höftin stuðli að einangrun og dragi úr samkeppni erlendis frá. Þau hamli möguleikum nýrra fyrirtækja til að hasla sér völl á markaði og veiki fjárhagsstöðu þeirra sem fyrir eru. Loks ýtir innilokun þessara stóru fjárfesta undir verðbólur, bæði á hlutabréfa- og fasteignamarkaðnum. Þetta er aðeins hluti af þeirri dapurlegu mynd sem er að teiknast upp af íslenzku atvinnulífi innan haftamúrsins. Því miður eru engar líkur á að hún breytist mikið á meðan við búum áfram við krónuna, sem verður í höftum til frambúðar. Seðlabankinn hefur gefið skýrt til kynna að lífeyrissjóðirnir muni í fyrirsjáanlegri framtíð búa við „hraðahindranir“; verði áfram að mestu innilokaðir. Átta stjórnmálamennirnir sig virkilega ekki á því hversu alvarleg þessi staða er? Af hverju eru þeir ekki að gera neitt til að útvega okkur gjaldmiðil sem getur spjarað sig án hafta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Sjá meira
Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hefur undanfarnar vikur verið fjallað um áhrif gjaldeyrishaftanna á íslenzkt efnahags- og viðskiptalíf. Í síðasta blaði var sjónum beint að áhrifum haftanna á lífeyrissjóðina, umsvifamestu fjárfesta landsins, sem jafnframt gæta gríðarlegra hagsmuna nánast allra launþega í landinu. Vegna haftanna eru sjóðirnir lokaðir inni með fjárfestingar sínar og geta ekki lengur beint þeim að hluta til á alþjóðlegan fjármálamarkað. Þetta hefur margs konar afleiðingar. Í fyrsta lagi eru áhrifin fyrir sjóðina sjálfa og eigendur þeirra, fólkið í landinu, neikvæð. Að binda mikinn meirihluta fjárfestinga sjóðanna við eitt hagkerfi, það íslenzka, eykur stórlega áhættu þeirra. Hlutfall erlendra eigna þeirra er nú aðeins um 20 prósent og stefnir í 15 prósent á næstu sjö til átta árum. Til lengri tíma litið mun þetta draga úr ávöxtun sjóðanna og þar með úr getu þeirra til að standa undir skuldbindingum. Með öðrum orðum getum við ekki vænzt þess að hafa það jafngott í ellinni eða ef við veikjumst eða slösumst og við hefðum gert ella. Í öðru lagi eru áhrifin á hagkerfið í heild þau að kröfur til útgefenda hvers kyns verðbréfa minnki þegar fjárfestar hafa eingöngu um innlendar fjárfestingar að velja, eins og Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á í Markaðnum. Það dregur úr framleiðni í hagkerfinu og kemur þar með niður á hagvexti og lífskjörum. Í þriðja lagi hafa lífeyrissjóðirnir á skömmum tíma safnað að sér svo miklum eignum að það er byrjað að koma niður á samkeppnisumhverfinu í landinu. Á einu ári hefur bein eign sjóðanna í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina vaxið úr 29 prósentum í 37 prósent. Þá er ótalin óbein eignaraðild sjóðanna í gegnum ýmiss konar fjárfestingarsjóði. Líkast til eiga þeir upp undir helming hlutabréfamarkaðarins. Þannig upplifum við í nýju formi eina helztu meinsemd efnahagslífsins fyrir hrun; samþjappað og um leið óskýrt eignarhald.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í Markaðnum að höftin stuðli að einangrun og dragi úr samkeppni erlendis frá. Þau hamli möguleikum nýrra fyrirtækja til að hasla sér völl á markaði og veiki fjárhagsstöðu þeirra sem fyrir eru. Loks ýtir innilokun þessara stóru fjárfesta undir verðbólur, bæði á hlutabréfa- og fasteignamarkaðnum. Þetta er aðeins hluti af þeirri dapurlegu mynd sem er að teiknast upp af íslenzku atvinnulífi innan haftamúrsins. Því miður eru engar líkur á að hún breytist mikið á meðan við búum áfram við krónuna, sem verður í höftum til frambúðar. Seðlabankinn hefur gefið skýrt til kynna að lífeyrissjóðirnir muni í fyrirsjáanlegri framtíð búa við „hraðahindranir“; verði áfram að mestu innilokaðir. Átta stjórnmálamennirnir sig virkilega ekki á því hversu alvarleg þessi staða er? Af hverju eru þeir ekki að gera neitt til að útvega okkur gjaldmiðil sem getur spjarað sig án hafta?
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun