Er mjólkurverð til bænda 20% of hátt? Þórólfur Matthíasson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Bændur í ESB fá greiddar að meðaltali 65 krónur á lítra af mjólk sem tappað er á mjólkurbíl heima á búi. Bændur sem búa við erfiðar aðstæður fá hærra verð, finnskir bændur fá 75 krónur á lítrann, bændur á Kýpur fá 94 krónur á lítrann (sjá heimasíðu DairyCo í Bretlandi, dairyco.org.uk). Verð sem verðlagsnefnd búvara ákvarðar íslenskum bændum er 83 krónur á lítrann. Þetta verð er lægra en verðið sem kýpverskir bændur fá, 10% hærra en verðið sem finnskir bændur fá og um 30% hærra en meðalverðið í ESB. Íslenskir mjólkurbændur fá svo verulega hærri peningastyrki en kollegar þeirra á meginlandinu.Of hátt skilaverð? Skilaverð til bænda er ákvarðað af opinberri nefnd, verðlagsnefnd búvara. Svo virðist sem sú nefnd fylgist ekki vel með skýrsluhaldi bænda því verðlagsgrundvöllur hennar gengur út frá því að svokölluð árskýr mjólki 4.700 lítra á ári en skv. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mjólkar árskýrin nú 5.600 lítra eða sem svarar 20% meira en verðlagsnefnd búvara gerir ráð fyrir! Væru framleiðslutölurnar leiðréttar myndi verð til bænda lækka niður í 67 krónur sem er meðalskilaverð í Evrópusambandinu! Því má segja að verðlagsnefnd búvara sjái nú til þess að halda lífi í óhagkvæmum og úreltum mjólkurbýlum.Of margar vinnustundir Í skjóli ofurtolla hafa úrvinnslustöðvar landbúnaðarins einkasölustöðu á úrvinnsluvörum mjólkur. Framþróun í mjólkuriðnaði hefur verið hröð undangengna áratugi. Svo hröð að brúttóálagning í töppun mjólkur á neyslufernur hefur lækkað um heil 20% á nokkrum árum í Bretlandi. Lækkandi framleiðslukostnaður erlendis byggist að miklu leyti á að mjólkurbúin eru að nýta sér hagkvæmni stórrekstrar. Stefna íslenskra afurðastöðva hefur verið að reyna að framleiða allan kúamjólkurost sem Íslendingar neyta úr innlendri mjólk. Þessi stefna þýðir að afurðastöðvarnar hafa ákveðið að nýta ekki mögulegan ávinning stórrekstrar í framleiðslu osta. Sem þýðir aftur að hvert kíló af íslenskum kúamjólkurosti inniheldur hlutfallslega meira og meira af vinnustundum en hvert kíló af sams konar osti framleiddum á Írlandi, Bretlandi eða meginlandi Evrópu.Allt of hátt verð til bænda Bændur og samtök þeirra hafa markað þá stefnu að taka ekki þátt í alþjóðlegri verkaskiptingu við úrvinnslu mjólkurvara. Fyrir bragðið tekur enginn eftir því að verðlagsgrundvöllur verðlagsnefndar búvara er skakkur. Fyrir bragðið sitja bændur með dýrt, úrelt og óhagkvæmt vinnslukerfi. Til skamms tíma, í krafti ofurtolla, er hægt að velta kostnaði af dýrum og úreltum vinnslukerfum yfir á neytendur. Til lengri tíma litið munu neytendur sniðganga það sem dýrt er og auka neyslu sína af því sem ódýrara er. Núverandi stefna bænda gagnvart innflutningi mjólkurafurða kann því að koma þeim í koll síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Bændur í ESB fá greiddar að meðaltali 65 krónur á lítra af mjólk sem tappað er á mjólkurbíl heima á búi. Bændur sem búa við erfiðar aðstæður fá hærra verð, finnskir bændur fá 75 krónur á lítrann, bændur á Kýpur fá 94 krónur á lítrann (sjá heimasíðu DairyCo í Bretlandi, dairyco.org.uk). Verð sem verðlagsnefnd búvara ákvarðar íslenskum bændum er 83 krónur á lítrann. Þetta verð er lægra en verðið sem kýpverskir bændur fá, 10% hærra en verðið sem finnskir bændur fá og um 30% hærra en meðalverðið í ESB. Íslenskir mjólkurbændur fá svo verulega hærri peningastyrki en kollegar þeirra á meginlandinu.Of hátt skilaverð? Skilaverð til bænda er ákvarðað af opinberri nefnd, verðlagsnefnd búvara. Svo virðist sem sú nefnd fylgist ekki vel með skýrsluhaldi bænda því verðlagsgrundvöllur hennar gengur út frá því að svokölluð árskýr mjólki 4.700 lítra á ári en skv. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mjólkar árskýrin nú 5.600 lítra eða sem svarar 20% meira en verðlagsnefnd búvara gerir ráð fyrir! Væru framleiðslutölurnar leiðréttar myndi verð til bænda lækka niður í 67 krónur sem er meðalskilaverð í Evrópusambandinu! Því má segja að verðlagsnefnd búvara sjái nú til þess að halda lífi í óhagkvæmum og úreltum mjólkurbýlum.Of margar vinnustundir Í skjóli ofurtolla hafa úrvinnslustöðvar landbúnaðarins einkasölustöðu á úrvinnsluvörum mjólkur. Framþróun í mjólkuriðnaði hefur verið hröð undangengna áratugi. Svo hröð að brúttóálagning í töppun mjólkur á neyslufernur hefur lækkað um heil 20% á nokkrum árum í Bretlandi. Lækkandi framleiðslukostnaður erlendis byggist að miklu leyti á að mjólkurbúin eru að nýta sér hagkvæmni stórrekstrar. Stefna íslenskra afurðastöðva hefur verið að reyna að framleiða allan kúamjólkurost sem Íslendingar neyta úr innlendri mjólk. Þessi stefna þýðir að afurðastöðvarnar hafa ákveðið að nýta ekki mögulegan ávinning stórrekstrar í framleiðslu osta. Sem þýðir aftur að hvert kíló af íslenskum kúamjólkurosti inniheldur hlutfallslega meira og meira af vinnustundum en hvert kíló af sams konar osti framleiddum á Írlandi, Bretlandi eða meginlandi Evrópu.Allt of hátt verð til bænda Bændur og samtök þeirra hafa markað þá stefnu að taka ekki þátt í alþjóðlegri verkaskiptingu við úrvinnslu mjólkurvara. Fyrir bragðið tekur enginn eftir því að verðlagsgrundvöllur verðlagsnefndar búvara er skakkur. Fyrir bragðið sitja bændur með dýrt, úrelt og óhagkvæmt vinnslukerfi. Til skamms tíma, í krafti ofurtolla, er hægt að velta kostnaði af dýrum og úreltum vinnslukerfum yfir á neytendur. Til lengri tíma litið munu neytendur sniðganga það sem dýrt er og auka neyslu sína af því sem ódýrara er. Núverandi stefna bænda gagnvart innflutningi mjólkurafurða kann því að koma þeim í koll síðar.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun