Erlent

Meðlimir Boko Haram ættu að kynna sér íslam

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Malala Yousafzai, sem var tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels í fyrra, segir mannræningjana í Nígeríu eiga að kynna sér þá trú sem þeir segjast berjast fyrir. „Boko haram er öfgahópur og meðlimir hans skilja í raun ekki íslam. Þeir níðast á nafni trúarinnar, því þeir hafa gleymt því að orðið íslam þýðir friður,“ segir Malala í viðtali við CNN.

„Þeir hafa ekki kynnt sér íslam né kóraninn og þær ættu að gera það. Þeir ættu að horfa á þessar stúlkur sem systur sínar. Hvernig getur nokkur maður fangelsað systur sína og komið svo illa fram við hana.“

Malala er frá Pakistan og lifði af skot í höfuðið í launmorðstilraun Talibana árið 2002, sem reyndu að myrða hana vegna skoðana hennar um menntun kvenna í landinu.

Viðtal við Malala má sjá hér að neðan sem og hluta myndbands frá Boko Haram hryðjuverkasamtökunum. Langt viðtal hennar við CNN má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×