Erlent

Pútín segist styðja fyrirhugaðar forsetakosningar í Úkraínu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. vísir/afp
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segist styðja fyrirhugaðar forsetakosningar í Úkraínu og segir þær „skref í rétta átt“. BBC greinir frá en kosningarnar fara fram þann 25. þessa mánaðar.

Pútín segir þó að kosningarnar séu ómarktækar verði réttindi allra borgara ekki tryggð. Þá hvetur hann aðgerðasinna í suðausturhluta Úkraínu sem hallir eru undir Rússa til þess að aflýsa atkvæðagreiðslum um sjálfstæði sem fyrirhugaðar eru um helgina.

Stjórnvöld í Rússlandi segja að réttindi rússneskumælandi íbúa suður- og austurhluta landsins verði varin fyrir ólýðræðislegri ríkisstjórn en kröfum aðgerðasinnanna um aukna sjálfsstjórn hefur verið hafnað af úkraínskum stjórnvöldum.

Pútín segist hafa dregir hersveitir sínar til baka frá landamærum Úkraínu og segir þær nú stunda hefðbundnar æfingar í þjálfunarbúðum en fulltrúi NATO segist í samtali við BBC ekki hafa greint neinar teljandi breytingar á herafla Rússa við landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×