Tónlist

Elton John og System of a Down taka lagið saman



Það getur verið forvitnilegt að blanda saman lögum, enda eru ansi mörg þeirra laga sem samin hafa verið í gegnum tónlistarsöguna nokkuð áþekk. Einn þeirra sem hefur verið iðinn við að kanna áþekk lög er maður að nafni Neil Cicierega.

Hér að ofan hefur hann blandað saman tveimur þekktum lögum úr tónlistarsögunni, annars vegar laginu Crocodile Rock eftir Elton John og hins vegar rokklaginu Chop Suey eftir System of a Down.

Hann hefur þar hægt á síðar nefnda laginu þannig að hraði laganna smelli saman. Ekki er þó víst að höfundar laganna, og hvað þá aðdáendur þeirra heillist af þessari samblöndun.

Neil Cicierega hefur gert fleiri blendingsútgáfur af þekktum lögum og má nálgast nokkrar þeirra hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×