Segir landið eins og fyrirtæki í slitameðferð Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. maí 2014 08:17 Á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrr á árinu. Afkoma í ferðaþjónustu er ekki til að hrópa húrra fyrir, segir Þorkell Sigurlaugsson. Stefnumótun skorti og fjárhagslega veik fyrirtæki séu ekki með stöðu til að vaxa og búa til viðunandi hagnað. Fréttablaðið/Vilhelm „Gjaldeyrishöft þjóðar eru svipuð staða og fyrirtækis sem er í greiðslustöðvun. Allir bíða eftir aðgerðum og framtíðarstefnu,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, í grein sem hann skrifar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar. Þorkell segir þjóðina í raun í greiðslustöðvun hvað varði samskipti við útlönd. Íbúum líði vel fyrst í stað, en þegar fólk átti sig á því að greiðslugeta sé takmörkuð aukist óróleiki og vantrú á yfirstjórn, sé ekkert að gert. Þannig líður sífellt fleirum í dag,“ segir hann og bendir á að hér hafi stjórnvöld ekki mótað efnahagsstefnu þrátt fyrir næstum heils árs stjórnarsetu. Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.„Síðustu ár höfum við verið í skjóli gjaldeyrishafta, en ekki nýtt tímann til að safna gjaldeyri eða auka sparnað þjóðarinnar. Þetta skjól hefur virkað þægilegt, en á sama tíma frestað vandamálum.“ Þann litla hagvöxt sem verið hafi segir Þorkell knúinn áfram af ferðaþjónustu og einkaneyslu þar sem almenningur hafi gengið á lífeyrissparnað sinn og annan sparnað. „Við núverandi aðstæður munu hvorki almenningur á Íslandi né erlendir aðilar skipta evrum eða dollurum í krónur. Krónan er einfaldlega of hátt skráð og ótrúverðugur gjaldmiðill og er haldið uppi af gjaldeyrishöftum.“ Að mati Þorkels getur krónan ekki orðið framtíðargjaldmiðill og því þurfi stjórnvöld að leggja fram trúverðuga efnahagsstefnu um hvernig og hvenær hætta megi notkun minnsta gjaldmiðils í heimi. „Það er engin framtíðarsýn til hjá stjórnvöldum í efnahagsmálum sem gæti aukið traust á krónunni. Það kemur oft upp í hugann hvort rétt hafi verið að taka ekki skellinn strax 2008 og núllstilla stöðuna.“ Þorkell segir margt benda til þess að lífskjör batni ekki á næstu árum og erfitt að sjá að gjaldeyrishöft verði afnumin. „Alveg eins má búast við frekari innflutningshöftum og ríkisafskiptum á mörg um sviðum.“ Niðurstaðan, segir Þorkell, er að án öflugrar og trúverðugrar efnahagsstefnu sem styðst við sterka framtíðarsýn í atvinnu- og efnahagsmálum vinni þjóðin sig ekki út úr núverandi lífskjaravanda. Tíminn til athafna sé naumur. „Stjórnvöld þurfa að nýta sumarið vel til góðra verka og byggja þannig upp trúverðugleika á framtíð þjóðar í greiðslustöðvun. Ef það gerist ekki verða aðrir að taka við keflinu.“ Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
„Gjaldeyrishöft þjóðar eru svipuð staða og fyrirtækis sem er í greiðslustöðvun. Allir bíða eftir aðgerðum og framtíðarstefnu,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, í grein sem hann skrifar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar. Þorkell segir þjóðina í raun í greiðslustöðvun hvað varði samskipti við útlönd. Íbúum líði vel fyrst í stað, en þegar fólk átti sig á því að greiðslugeta sé takmörkuð aukist óróleiki og vantrú á yfirstjórn, sé ekkert að gert. Þannig líður sífellt fleirum í dag,“ segir hann og bendir á að hér hafi stjórnvöld ekki mótað efnahagsstefnu þrátt fyrir næstum heils árs stjórnarsetu. Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.„Síðustu ár höfum við verið í skjóli gjaldeyrishafta, en ekki nýtt tímann til að safna gjaldeyri eða auka sparnað þjóðarinnar. Þetta skjól hefur virkað þægilegt, en á sama tíma frestað vandamálum.“ Þann litla hagvöxt sem verið hafi segir Þorkell knúinn áfram af ferðaþjónustu og einkaneyslu þar sem almenningur hafi gengið á lífeyrissparnað sinn og annan sparnað. „Við núverandi aðstæður munu hvorki almenningur á Íslandi né erlendir aðilar skipta evrum eða dollurum í krónur. Krónan er einfaldlega of hátt skráð og ótrúverðugur gjaldmiðill og er haldið uppi af gjaldeyrishöftum.“ Að mati Þorkels getur krónan ekki orðið framtíðargjaldmiðill og því þurfi stjórnvöld að leggja fram trúverðuga efnahagsstefnu um hvernig og hvenær hætta megi notkun minnsta gjaldmiðils í heimi. „Það er engin framtíðarsýn til hjá stjórnvöldum í efnahagsmálum sem gæti aukið traust á krónunni. Það kemur oft upp í hugann hvort rétt hafi verið að taka ekki skellinn strax 2008 og núllstilla stöðuna.“ Þorkell segir margt benda til þess að lífskjör batni ekki á næstu árum og erfitt að sjá að gjaldeyrishöft verði afnumin. „Alveg eins má búast við frekari innflutningshöftum og ríkisafskiptum á mörg um sviðum.“ Niðurstaðan, segir Þorkell, er að án öflugrar og trúverðugrar efnahagsstefnu sem styðst við sterka framtíðarsýn í atvinnu- og efnahagsmálum vinni þjóðin sig ekki út úr núverandi lífskjaravanda. Tíminn til athafna sé naumur. „Stjórnvöld þurfa að nýta sumarið vel til góðra verka og byggja þannig upp trúverðugleika á framtíð þjóðar í greiðslustöðvun. Ef það gerist ekki verða aðrir að taka við keflinu.“
Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira