Lífið

Ásdís skemmtir með Snoop Dogg

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Söngkonan Ásdís María Viðarsdóttir hlakkar til sumarsins enda mikið í vændum.
Söngkonan Ásdís María Viðarsdóttir hlakkar til sumarsins enda mikið í vændum. vísir/daníel
„Ég er geðveikt spennt, þetta á eftir að verða svo tryllt,“ segir söngkonan Ásdís María Viðarsdóttir, en hún kemur fram með Dj Margeiri á Parklife-hátíðinni í Manchester í júní. „Við förum út 7. júní og verðum þarna í tvo daga.“

Um er að ræða stærðarinnar tónlistarhátíð sem um 70–80.000 manns sækja árlega en á hátíðinni í ár koma fram ásamt Ásdísi Maríu og Margeiri þekkt nöfn á borð við Snoop Dogg, London Grammar, Rudimental og Bastiller, auk fjölda annarra listamanna. „Ég hef ekki spilað live áður með Margeiri en er að farast úr spennu,“ segir Ásdís María.

Hún segir jafnframt að þau muni aðallega leika tökulög á hátíðinni. „Við erum byrjuð að semja tónlist saman en ég veit ekki hversu mikið af efni verður tilbúið fyrir hátíðina.“

Þau hafa í hyggju að koma saman fram á tónleikum í sumar. „Við stefnum á að spila meira saman í sumar og spilum til dæmis sama í Bláa lóninu á næstunni. Við ætlum svo að sjá hvernig þetta gengur,“ bætir hún við.

Ásdís María hefur vakið mikla athygli að undanförnu enda bráðefnileg söngkona. Hún sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2013 og þá komst hún í úrslit í undankeppni Eurovision hér á landi þegar hún flutti lagið Amor fyrr á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×