Öryggismyndband í anda Into The Wild Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 00:01 „Þessi öryggismyndbönd eru oft og tíðum frekar einsleit og tíðindalítil. Við vildum reyna að nálgast þetta á ferskan hátt,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson sem fenginn var til að leikstýra nýju myndbandi um öryggi flugfarþega fyrir Icelandair. Myndbandið verður sýnt fyrir allar ferðir flugfélagsins og því má reikna með að um 2,4 milljónir manna sjái það árlega. Rúnar segir myndbandið gert í anda kvikmyndarinnar Into The Wild. „Myndbandið sýnir erlendan ferðamann ferðast um íslenska náttúru og öryggisatriðin birtast svo á frumlegan hátt í náttúrunni. Norðurljósin við Fjallsárlón teikna til að mynda neyðarljós þegar ferðamaðurinn er að tjalda tjaldi sínu,“ segir Rúnar og bætir við að helstu náttúruperlur Suðurlandsins fái að njóta sín í myndbandinu. Rúnar hefur starfað sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus frá árinu 2011 en nýverið hóf hann störf fyrir eitt fremsta framleiðslufyrirtæki á Norðurlöndum, Camp David í Stokkhólmi. „Ég flutti út með unnustu minni sem er að læra lögfræði hér í Stokkhólmi og fékk í kjölfarið tilboð frá helstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum Svía en það var ekki aftur snúið eftir að Camp David opnaði dyrnar enda eru þar á mála bestu auglýsingaleikstjórar Skandinavíu og víðar.“Helstu náttúruperlur Suðurlands fá að njóta sín í öryggismyndbandi Icelandair.Rúnar hefur leikstýrt fjölda auglýsinga hér á landi, meðal annars fyrir Nike, Prince Polo, Arion banka og Egils Gull. Auglýsing sem hann gerði fyrir Lottó í desember vakti töluverða athygli og fékk meðal annars umfjöllun hjá virtum fagtímaritum ytra. „Sú auglýsing opnaði nýjar dyr fyrir mér vestan hafs og í kjölfarið hélt ég utan til að skoða þau tilboð sem mér bárust. Ég fór meðal annars á fund hjá framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir Green Dot Films og skrifaði svo undir samning þar um daginn. Samningurinn veitir mér atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og gerir mér því kleift að leikstýra auglýsingum þar í landi. Það er virkilega gaman. Svo er ég líka fæddur 4. júlí,“ segir Rúnar hress að lokum. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
„Þessi öryggismyndbönd eru oft og tíðum frekar einsleit og tíðindalítil. Við vildum reyna að nálgast þetta á ferskan hátt,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson sem fenginn var til að leikstýra nýju myndbandi um öryggi flugfarþega fyrir Icelandair. Myndbandið verður sýnt fyrir allar ferðir flugfélagsins og því má reikna með að um 2,4 milljónir manna sjái það árlega. Rúnar segir myndbandið gert í anda kvikmyndarinnar Into The Wild. „Myndbandið sýnir erlendan ferðamann ferðast um íslenska náttúru og öryggisatriðin birtast svo á frumlegan hátt í náttúrunni. Norðurljósin við Fjallsárlón teikna til að mynda neyðarljós þegar ferðamaðurinn er að tjalda tjaldi sínu,“ segir Rúnar og bætir við að helstu náttúruperlur Suðurlandsins fái að njóta sín í myndbandinu. Rúnar hefur starfað sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus frá árinu 2011 en nýverið hóf hann störf fyrir eitt fremsta framleiðslufyrirtæki á Norðurlöndum, Camp David í Stokkhólmi. „Ég flutti út með unnustu minni sem er að læra lögfræði hér í Stokkhólmi og fékk í kjölfarið tilboð frá helstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum Svía en það var ekki aftur snúið eftir að Camp David opnaði dyrnar enda eru þar á mála bestu auglýsingaleikstjórar Skandinavíu og víðar.“Helstu náttúruperlur Suðurlands fá að njóta sín í öryggismyndbandi Icelandair.Rúnar hefur leikstýrt fjölda auglýsinga hér á landi, meðal annars fyrir Nike, Prince Polo, Arion banka og Egils Gull. Auglýsing sem hann gerði fyrir Lottó í desember vakti töluverða athygli og fékk meðal annars umfjöllun hjá virtum fagtímaritum ytra. „Sú auglýsing opnaði nýjar dyr fyrir mér vestan hafs og í kjölfarið hélt ég utan til að skoða þau tilboð sem mér bárust. Ég fór meðal annars á fund hjá framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir Green Dot Films og skrifaði svo undir samning þar um daginn. Samningurinn veitir mér atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og gerir mér því kleift að leikstýra auglýsingum þar í landi. Það er virkilega gaman. Svo er ég líka fæddur 4. júlí,“ segir Rúnar hress að lokum.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira