Ræðir sæstreng við breskan kollega sinn Svavar Hávarðsson skrifar 22. febrúar 2014 09:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir talaði tæpitungulaust á ársfundi Samorku í gær. Mynd/GVA Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundar með Michael Fallon, orkumálaráðherra Bretlands, í næsta mánuði og mun ræða sæstrengsverkefnið. Hún telur eðlilegt að stjórnvöld taki alfarið við verkefninu, sem Landsvirkjun hefur leitt hingað til. Vinna verkefnisstjórnar Rammaáætlunar til þessa hefur valdið ráðherra vonbrigðum.Stórt og flókið Þetta kom fram í ræðu Ragnheiðar á ársfundi Samorku í gær, þar sem hún brást við ályktunum Samorku frá því í gær sem Tryggvi Þór Haraldsson, formaður Samorku, kynnti í upphafi fundar. Samorka ályktar að tenging við raforkukerfi Evrópu verði skoðuð af mikilli alvöru og forsendur verkefnisins treystar áður en ákvörðun er tekin um hvort ráðast eigi í það. Enda yrði verkefnið stærsta og flóknasta fjárfesting í sögu landsins og gæti haft mikil jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, en fjölmörgum spurningum er hins vegar enn ósvarað. Ráðherra tók heils hugar undir ályktunina og lýsti jafnframt ánægju sinni með álit atvinnuveganefndar sem er nýframkomið, og tók til skýrslu ráðgjafahóps um raforkustrengs til Evrópu sem hún lagði fyrir þingið í vetrarbyrjun. Ráðherra sagði að mikil vinna væri framundan „ef ákveðið verður að halda áfram að kanna möguleikann á því að verkefnið verði að veruleika,“ sagði Ragnheiður. Hún bætti við að ekki hafi nægilega verið hugað að áhrifum á íslenskan iðnað og atvinnulíf, heldur hafi kastljósið beinst að áhrifum á heimilin, til dæmis varðandi raforkuverð sem einnig þyrfti að meta vegna áhrifa á atvinnulífið og kanna hvers konar mótvægisaðgerðir séu mögulegar. Hún sagði vinnu þegar hafna í ráðuneytinu á grundvelli álits ráðgjafarhóps og nefndarálits atvinnuveganefndar Alþingis.Bara einn súpukokkur Ragnheiður sagði jafnframt að til þessa „hafi nokkrir kokkar verið að hræra í þessari tilteknu súpu“, og minnti á álit atvinnuveganefndar þar sem segir að málið eigi ekki lengur að vera eingöngu á forræði orkufyrirtækjanna, heldur fyrst og síðast stjórnvalda. „Ég er sammála því og tel að á þessum tímapunkti sé farsælast að forræði málsins flytjist alfarið til stjórnvalda og að við höldum utan um alla þætti málsins, meðal annars samskipti við hugsanlega mótaðila.“ Í beinu framhaldi upplýsti hún fyrirhugaðan fund sinn með Michael Fallon í næsta mánuði.Vonbrigði með verkefnisstjórn Ráðherra ítrekaði þá skoðun sína að endurskoða þurfi Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, og nefndi átta virkjunarkosti í því samhengi. Færslu þriggja kosta í neðri Þjórsá sem hún telur órökstudda, ásamt Hágönguvirkjunum 1 og 2 og Skrokkölduvirkjun, úr orkunýtingarflokki í biðflokk sem „var á skjön við faglegar niðurstöður Verkefnisstjórnar annars áfanga Rammaáætlunar. Og til viðbótar við það voru vænlegir virkjunarkostir í vatnsafli færðir í biðflokk á umdeilanlegum forsendum, eins og Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun.“ Ragnheiður vék næst að vinnu nýrrar verkefnisstjórnar Rammaáætlunar sem hún sagðist hafa bundið miklar vonir við. „Það urðu mér því mikil vonbrigði þegar ný verkefnisstjórn Rammaáætlunar sendi drög að áfangaskýrslu sinni til umsagnar nú nýverið. Í henni var eingöngu lagt mat á virkjanakostina þrjá í neðri Þjórsá og tillaga nýrrar verkefnisstjórnar var að færa einn af þeim kostum úr biðflokk í orkunýtingarflokk. Ég lít svo á að ný verkefnisstjórn Rammaáætlunar hafi ekki lokið því verkefni sem henni var falið og er stafað út í þingsályktun Alþingis og í erindisbréfi hópsins [...]“, sagði Ragnheiður. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundar með Michael Fallon, orkumálaráðherra Bretlands, í næsta mánuði og mun ræða sæstrengsverkefnið. Hún telur eðlilegt að stjórnvöld taki alfarið við verkefninu, sem Landsvirkjun hefur leitt hingað til. Vinna verkefnisstjórnar Rammaáætlunar til þessa hefur valdið ráðherra vonbrigðum.Stórt og flókið Þetta kom fram í ræðu Ragnheiðar á ársfundi Samorku í gær, þar sem hún brást við ályktunum Samorku frá því í gær sem Tryggvi Þór Haraldsson, formaður Samorku, kynnti í upphafi fundar. Samorka ályktar að tenging við raforkukerfi Evrópu verði skoðuð af mikilli alvöru og forsendur verkefnisins treystar áður en ákvörðun er tekin um hvort ráðast eigi í það. Enda yrði verkefnið stærsta og flóknasta fjárfesting í sögu landsins og gæti haft mikil jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, en fjölmörgum spurningum er hins vegar enn ósvarað. Ráðherra tók heils hugar undir ályktunina og lýsti jafnframt ánægju sinni með álit atvinnuveganefndar sem er nýframkomið, og tók til skýrslu ráðgjafahóps um raforkustrengs til Evrópu sem hún lagði fyrir þingið í vetrarbyrjun. Ráðherra sagði að mikil vinna væri framundan „ef ákveðið verður að halda áfram að kanna möguleikann á því að verkefnið verði að veruleika,“ sagði Ragnheiður. Hún bætti við að ekki hafi nægilega verið hugað að áhrifum á íslenskan iðnað og atvinnulíf, heldur hafi kastljósið beinst að áhrifum á heimilin, til dæmis varðandi raforkuverð sem einnig þyrfti að meta vegna áhrifa á atvinnulífið og kanna hvers konar mótvægisaðgerðir séu mögulegar. Hún sagði vinnu þegar hafna í ráðuneytinu á grundvelli álits ráðgjafarhóps og nefndarálits atvinnuveganefndar Alþingis.Bara einn súpukokkur Ragnheiður sagði jafnframt að til þessa „hafi nokkrir kokkar verið að hræra í þessari tilteknu súpu“, og minnti á álit atvinnuveganefndar þar sem segir að málið eigi ekki lengur að vera eingöngu á forræði orkufyrirtækjanna, heldur fyrst og síðast stjórnvalda. „Ég er sammála því og tel að á þessum tímapunkti sé farsælast að forræði málsins flytjist alfarið til stjórnvalda og að við höldum utan um alla þætti málsins, meðal annars samskipti við hugsanlega mótaðila.“ Í beinu framhaldi upplýsti hún fyrirhugaðan fund sinn með Michael Fallon í næsta mánuði.Vonbrigði með verkefnisstjórn Ráðherra ítrekaði þá skoðun sína að endurskoða þurfi Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, og nefndi átta virkjunarkosti í því samhengi. Færslu þriggja kosta í neðri Þjórsá sem hún telur órökstudda, ásamt Hágönguvirkjunum 1 og 2 og Skrokkölduvirkjun, úr orkunýtingarflokki í biðflokk sem „var á skjön við faglegar niðurstöður Verkefnisstjórnar annars áfanga Rammaáætlunar. Og til viðbótar við það voru vænlegir virkjunarkostir í vatnsafli færðir í biðflokk á umdeilanlegum forsendum, eins og Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun.“ Ragnheiður vék næst að vinnu nýrrar verkefnisstjórnar Rammaáætlunar sem hún sagðist hafa bundið miklar vonir við. „Það urðu mér því mikil vonbrigði þegar ný verkefnisstjórn Rammaáætlunar sendi drög að áfangaskýrslu sinni til umsagnar nú nýverið. Í henni var eingöngu lagt mat á virkjanakostina þrjá í neðri Þjórsá og tillaga nýrrar verkefnisstjórnar var að færa einn af þeim kostum úr biðflokk í orkunýtingarflokk. Ég lít svo á að ný verkefnisstjórn Rammaáætlunar hafi ekki lokið því verkefni sem henni var falið og er stafað út í þingsályktun Alþingis og í erindisbréfi hópsins [...]“, sagði Ragnheiður.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira